Heiða Rún dó í síðasta þætti Poldark Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júlí 2018 11:00 Heiða Rún hefur slegið í gegn sem leikkona utan landsteinanna en hún er menntuð í London. Hér til vinstri sést Elizabeth Warleggan á dánarbeðinum. Vísir/Getty Heiða Rún Sigurðardóttir, betur þekkt sem Heida Reed á alþjóðlegri grundu, hefur leikið í sínum síðasta Poldark-þætti. Heiða lék eitt aðalhlutverk síðustu þriggja þáttaráða en persóna hennar, Elizabeth Warleggan, lést í lokaþætti fjórðu þáttaraðarinnar sem sýnd í var í gær.Þeir lesendur sem ekki vilja vita meira um lokaþáttinn eru hér með varaðir við áframhaldandi lestri. Í fréttinni verður fjallað frekar um andlát Elizabeth.Poldark er bresk þáttaráð sem hóf göngu sína á BBC1 árið 2015 og hefur Heiða leikið í þáttunum frá fyrsta degi. Hún tjáir sig um andlát Elizabeth í samtali við breska miðilinn The Sun og segist þar hafa vitað af endalokum Elizabeth í nokkurn tíma. „Ég mun sakna allra svo mikið... nema korselettsins míns, ég mun ekki sakna þess,“ segir Heiða kímin og bætir við að hún sé yfirfull þakklætis í garð samstarfsfélaga sinna í þáttunum og Poldark-aðdáenda.Thank you all for your super sweet words! And as always, thanks for watching! All my love,Heida Reed x https://t.co/HLWA7D3CJM— Heida Reed (@ReedHeida) July 29, 2018 Elizabeth, persóna Heiðu, var ástkona aðalsöguhetju þáttanna, Ross Poldarks sjálfs, en ástarþríhyrningur þeirra og eiginkonu Ross, Demelza, var eitt af meginstefum síðari þáttaraða. Í lokaþættinum sem sýndur var á BBC1 í Bretlandi í gærkvöldi tók Elizabeth inn mixtúru til að koma af stað fæðingu barns síns. Seyðið kom barninu í heiminn en varð Elizabeth að bana.Atriðið var afar tilfinningaþrungið og ætla má að tár hafi glitrað á hvarmi margra áhorfenda þegar Ross Poldark kyssti ástina sína í hinsta sinn.BBC/SkjáskotFimmta þáttaröð Poldark verður frumsýnd á næsta ári en ekki er ljóst hvað tekur nú við hjá Heiðu. Hún er búsett í Los Angeles í Kaliforníu ásamt unnusta sínum, Sam Ritzenberg, og fór síðast með aðalhlutverk þáttanna um Stellu Blómkvist sem frumsýndir voru í fyrra. Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Heiða Rún Sigurðardóttir, betur þekkt sem Heida Reed á alþjóðlegri grundu, hefur leikið í sínum síðasta Poldark-þætti. Heiða lék eitt aðalhlutverk síðustu þriggja þáttaráða en persóna hennar, Elizabeth Warleggan, lést í lokaþætti fjórðu þáttaraðarinnar sem sýnd í var í gær.Þeir lesendur sem ekki vilja vita meira um lokaþáttinn eru hér með varaðir við áframhaldandi lestri. Í fréttinni verður fjallað frekar um andlát Elizabeth.Poldark er bresk þáttaráð sem hóf göngu sína á BBC1 árið 2015 og hefur Heiða leikið í þáttunum frá fyrsta degi. Hún tjáir sig um andlát Elizabeth í samtali við breska miðilinn The Sun og segist þar hafa vitað af endalokum Elizabeth í nokkurn tíma. „Ég mun sakna allra svo mikið... nema korselettsins míns, ég mun ekki sakna þess,“ segir Heiða kímin og bætir við að hún sé yfirfull þakklætis í garð samstarfsfélaga sinna í þáttunum og Poldark-aðdáenda.Thank you all for your super sweet words! And as always, thanks for watching! All my love,Heida Reed x https://t.co/HLWA7D3CJM— Heida Reed (@ReedHeida) July 29, 2018 Elizabeth, persóna Heiðu, var ástkona aðalsöguhetju þáttanna, Ross Poldarks sjálfs, en ástarþríhyrningur þeirra og eiginkonu Ross, Demelza, var eitt af meginstefum síðari þáttaraða. Í lokaþættinum sem sýndur var á BBC1 í Bretlandi í gærkvöldi tók Elizabeth inn mixtúru til að koma af stað fæðingu barns síns. Seyðið kom barninu í heiminn en varð Elizabeth að bana.Atriðið var afar tilfinningaþrungið og ætla má að tár hafi glitrað á hvarmi margra áhorfenda þegar Ross Poldark kyssti ástina sína í hinsta sinn.BBC/SkjáskotFimmta þáttaröð Poldark verður frumsýnd á næsta ári en ekki er ljóst hvað tekur nú við hjá Heiðu. Hún er búsett í Los Angeles í Kaliforníu ásamt unnusta sínum, Sam Ritzenberg, og fór síðast með aðalhlutverk þáttanna um Stellu Blómkvist sem frumsýndir voru í fyrra.
Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira