Kæra Hval hf. vegna brota á lögum um hvalveiðar Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2018 11:30 Fréttablaðið sagði frá því í vikunni að hvalskurður Hvals hf hefði aldrei staðist reglugerð sem tók gildi árið 2010. Vísir/Vilhelm Dýra- og náttúruverndarsamtökin Jarðarvinir hafa kært hvalveiðifyrirtækið Hval hf. vegna brota á lögum um hvalveiðar. Í kærunni er meðal annars vísað til þess að fyrirtækið hafi veitt afkvæmi steypireyðar í sumar og að verkun þess að langreyðakjöti hafi ekki samræmst reglugerðum um átta ára skeið. Fyrirtækið var sakað um að hafa veitt steypireyði í júlí. Síðar kom hins vegar í ljós að dýrið var afkvæmi steypireyðar og langreyðar. Hvalur hf. hefur aðeins heimild til þess að veiða langreyðar en bannað er að veiða steypireyðar. Samtökin vísa einnig til þess að verkunin á langreyðakjöti hafi ekki fullnægt skilyrðum reglugerða frá júní 2010 til maí á þessu ári. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að Hvalur hf. hafi aldrei fylgt hertum reglum um hvalskurð sem tóku gildi árið 2010 og jafnframt að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hafi slakað á kröfunum um hvalskurð í byrjun sumars. Bent er á í kærunni að brot gegn veiðileyfi Hvals hf. varði sviptingu þess tímabundið eða varanlega. Krefjast þau þess að ríkissaksóknari taki háttsemi fyrirtækisins til rannsóknar og beiti þvingunarráðstöfunum á grundvelli veiðileyfisins.Vilja láta reyna á hvort leyfilegt sé að veiða blending Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Jarðarvina, segist telja að Hvalur hf. hafi brotið gegn lögum og veiðileyfi sínu þegar fyrirtækið veiddi blendinginn í sumar. „Veiðileyfið takmarkast við langreyðar. Það er engin undanþága frá því í veiðileyfinu eða annars staðar. Við teljum vert að láta reyna á það hvort að þetta sé refsivert að veiða hval þó að hann sé blendingur ef hann heyrir ekki undir það að vera langreyður,“ segir Ragnar. Þá dregur hann í efa að ráðherra hafi mátt breyta reglugerð um hvalskurð í byrjun sumars. Reglugerðin eigi sér stað í lögum. Slíkar reglur séu gjarnan sóttar í alþjóðlegt regluverk, ekki síst evrópskt. „Þá er það spurning hvort að það er einhvers staðar heimild til að veita undanþágu frá þeim reglum með stjórnvaldsákvörðun,“ segir Ragnar. Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalasérfræðingar kalla eftir því að hvalveiðiflotinn verði kyrrsettur Telja miklar líkur á að dýrið hafi verið steypireyður. 16. júlí 2018 18:35 Reglum um hvalskurð var aldrei fylgt Árið 2009 voru settar reglur um að hvalskurður stórhvela yrði að gerast innandyra þar sem um matvæli væri að ræða. Aldrei hefur verið farið eftir því segir fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun. 7. ágúst 2018 06:00 Hvalurinn reyndist blendingur langreyðar og steypireyðar Gerðu rannsókn í flýti vegna áhyggja hvalasérfræðinga. 19. júlí 2018 15:19 Blendingurinn verður ekki fluttur til Japan Þangað hefur nær allt hvalkjöt verið flutt til þessa. 20. júlí 2018 16:27 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Dýra- og náttúruverndarsamtökin Jarðarvinir hafa kært hvalveiðifyrirtækið Hval hf. vegna brota á lögum um hvalveiðar. Í kærunni er meðal annars vísað til þess að fyrirtækið hafi veitt afkvæmi steypireyðar í sumar og að verkun þess að langreyðakjöti hafi ekki samræmst reglugerðum um átta ára skeið. Fyrirtækið var sakað um að hafa veitt steypireyði í júlí. Síðar kom hins vegar í ljós að dýrið var afkvæmi steypireyðar og langreyðar. Hvalur hf. hefur aðeins heimild til þess að veiða langreyðar en bannað er að veiða steypireyðar. Samtökin vísa einnig til þess að verkunin á langreyðakjöti hafi ekki fullnægt skilyrðum reglugerða frá júní 2010 til maí á þessu ári. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að Hvalur hf. hafi aldrei fylgt hertum reglum um hvalskurð sem tóku gildi árið 2010 og jafnframt að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hafi slakað á kröfunum um hvalskurð í byrjun sumars. Bent er á í kærunni að brot gegn veiðileyfi Hvals hf. varði sviptingu þess tímabundið eða varanlega. Krefjast þau þess að ríkissaksóknari taki háttsemi fyrirtækisins til rannsóknar og beiti þvingunarráðstöfunum á grundvelli veiðileyfisins.Vilja láta reyna á hvort leyfilegt sé að veiða blending Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Jarðarvina, segist telja að Hvalur hf. hafi brotið gegn lögum og veiðileyfi sínu þegar fyrirtækið veiddi blendinginn í sumar. „Veiðileyfið takmarkast við langreyðar. Það er engin undanþága frá því í veiðileyfinu eða annars staðar. Við teljum vert að láta reyna á það hvort að þetta sé refsivert að veiða hval þó að hann sé blendingur ef hann heyrir ekki undir það að vera langreyður,“ segir Ragnar. Þá dregur hann í efa að ráðherra hafi mátt breyta reglugerð um hvalskurð í byrjun sumars. Reglugerðin eigi sér stað í lögum. Slíkar reglur séu gjarnan sóttar í alþjóðlegt regluverk, ekki síst evrópskt. „Þá er það spurning hvort að það er einhvers staðar heimild til að veita undanþágu frá þeim reglum með stjórnvaldsákvörðun,“ segir Ragnar.
Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalasérfræðingar kalla eftir því að hvalveiðiflotinn verði kyrrsettur Telja miklar líkur á að dýrið hafi verið steypireyður. 16. júlí 2018 18:35 Reglum um hvalskurð var aldrei fylgt Árið 2009 voru settar reglur um að hvalskurður stórhvela yrði að gerast innandyra þar sem um matvæli væri að ræða. Aldrei hefur verið farið eftir því segir fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun. 7. ágúst 2018 06:00 Hvalurinn reyndist blendingur langreyðar og steypireyðar Gerðu rannsókn í flýti vegna áhyggja hvalasérfræðinga. 19. júlí 2018 15:19 Blendingurinn verður ekki fluttur til Japan Þangað hefur nær allt hvalkjöt verið flutt til þessa. 20. júlí 2018 16:27 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Hvalasérfræðingar kalla eftir því að hvalveiðiflotinn verði kyrrsettur Telja miklar líkur á að dýrið hafi verið steypireyður. 16. júlí 2018 18:35
Reglum um hvalskurð var aldrei fylgt Árið 2009 voru settar reglur um að hvalskurður stórhvela yrði að gerast innandyra þar sem um matvæli væri að ræða. Aldrei hefur verið farið eftir því segir fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun. 7. ágúst 2018 06:00
Hvalurinn reyndist blendingur langreyðar og steypireyðar Gerðu rannsókn í flýti vegna áhyggja hvalasérfræðinga. 19. júlí 2018 15:19
Blendingurinn verður ekki fluttur til Japan Þangað hefur nær allt hvalkjöt verið flutt til þessa. 20. júlí 2018 16:27