Hjónavígslum á vegum Siðmenntar snarfjölgar Sighvatur Arnmundsson skrifar 9. ágúst 2018 06:00 Hér sést Bjarni Snæbjörnsson, einn af athafnarstjórum Siðmenntar, við hjónavígslu á Búðum á Snæfellsnesi. KRISTÍN MARÍA FYRIR PINK ICELAND „Óskum eftir athöfnum hefur farið fjölgandi á hverju ári síðan við fórum að bjóða upp á þessa þjónustu. Ég held það verði ekkert lát á þessari fjölgun á næstu árum. Giftingar eru mjög algengar meðal erlendra ferðamanna en líka meðal Íslendinga,“ segir Sigurður Hólm Gunnarsson, formaður Siðmenntar. Það sem af er ári hafa 202 hjónavígslur verið framkvæmdar af Siðmennt en allt síðasta ár voru þær 213 talsins. Á vegum félagsins starfa nú á fjórða tug athafnarstjóra en boðið er upp á nafngjafir, útfarir og fermingu auk hjónavígslna. Samkvæmt upplýsingum frá Siðmennt hefur fjöldi Íslendinga sem kjósa að láta félagið sjá um hjónavígsluna tvöfaldast á síðustu fimm árum. Fjöldi erlendra ferðamanna hefur hins vegar margfaldast á þessum tíma. „Við bjóðum af og til upp á námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á að gerast athafnarstjórar. Það komast færri að en vilja en við munum þurfa að fjölga meira í framtíðinni eftir því sem eftirspurn eykst.“Sigurður Hólm Gunnarsson, formaður Siðmenntar.Til marks um hina miklu eftirspurn eftir þjónustu Siðmenntar eru 12 athafnir fyrirhugaðar þann 18. ágúst næstkomandi. „Ég held að eftir því sem fleiri eru viðstaddir athafnir á okkar vegum, þeim mun fleiri vita af þessum valkosti og fleiri nýta sér hann. Við höfum ekki auglýst þessa þjónustu sérstaklega. Þetta spyrst einfaldlega út. Það er algengast að við fáum þau svör að fólk hafi heyrt af þessu í gegnum þá sem hafa nýtt sér þjónustuna eða verið viðstaddir athöfn.“ Sjálfur segist Sigurður ekki stjórna mörgum athöfnum en það komi þó fyrir. „Ég er stundum beðinn um að stjórna athöfnum. Það er ótrúlega gaman og einstaklega gefandi að taka þátt í þessu. Ég held að fólk sé að leita að persónulegri athöfn þar sem áherslan er á einstaklingana sjálfa, óháð einhverjum trúarbrögðum. Við leggjum áherslu á hið sammannlega.“ Það er algengt að erlendir ferðamenn sem koma hingað til lands til að láta gifta sig kjósi að láta athöfnina fara fram úti í náttúrunni. „Við förum í rauninni hvert sem er þangað sem brúðhjónin óska. Það getur verið undir fossi, inni í helli en líka bara heima í stofu. Við erum líka stundum inni í Fríkirkjunni en þar er heimilt að vera með veraldlegar hjónavígslur.“ Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Tengdar fréttir Metfjöldi ætlar að fermast borgaralega í ár Enn kjósa þó flestir að fermast í kirkju en fermingarbörn sem fréttastofa ræddi við segja afstöðu sína til trúarinnar aðallega hafa ráðið för við ákvörðunartökuna. 1. apríl 2018 20:00 Meðlimum í þjóðkirkjunni fækkar enn Rúmlega sex hundruð fleiri gengu úr kirkjunni en í hana á fyrsta ársfjórðungi 2018. 14. apríl 2018 08:00 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
„Óskum eftir athöfnum hefur farið fjölgandi á hverju ári síðan við fórum að bjóða upp á þessa þjónustu. Ég held það verði ekkert lát á þessari fjölgun á næstu árum. Giftingar eru mjög algengar meðal erlendra ferðamanna en líka meðal Íslendinga,“ segir Sigurður Hólm Gunnarsson, formaður Siðmenntar. Það sem af er ári hafa 202 hjónavígslur verið framkvæmdar af Siðmennt en allt síðasta ár voru þær 213 talsins. Á vegum félagsins starfa nú á fjórða tug athafnarstjóra en boðið er upp á nafngjafir, útfarir og fermingu auk hjónavígslna. Samkvæmt upplýsingum frá Siðmennt hefur fjöldi Íslendinga sem kjósa að láta félagið sjá um hjónavígsluna tvöfaldast á síðustu fimm árum. Fjöldi erlendra ferðamanna hefur hins vegar margfaldast á þessum tíma. „Við bjóðum af og til upp á námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á að gerast athafnarstjórar. Það komast færri að en vilja en við munum þurfa að fjölga meira í framtíðinni eftir því sem eftirspurn eykst.“Sigurður Hólm Gunnarsson, formaður Siðmenntar.Til marks um hina miklu eftirspurn eftir þjónustu Siðmenntar eru 12 athafnir fyrirhugaðar þann 18. ágúst næstkomandi. „Ég held að eftir því sem fleiri eru viðstaddir athafnir á okkar vegum, þeim mun fleiri vita af þessum valkosti og fleiri nýta sér hann. Við höfum ekki auglýst þessa þjónustu sérstaklega. Þetta spyrst einfaldlega út. Það er algengast að við fáum þau svör að fólk hafi heyrt af þessu í gegnum þá sem hafa nýtt sér þjónustuna eða verið viðstaddir athöfn.“ Sjálfur segist Sigurður ekki stjórna mörgum athöfnum en það komi þó fyrir. „Ég er stundum beðinn um að stjórna athöfnum. Það er ótrúlega gaman og einstaklega gefandi að taka þátt í þessu. Ég held að fólk sé að leita að persónulegri athöfn þar sem áherslan er á einstaklingana sjálfa, óháð einhverjum trúarbrögðum. Við leggjum áherslu á hið sammannlega.“ Það er algengt að erlendir ferðamenn sem koma hingað til lands til að láta gifta sig kjósi að láta athöfnina fara fram úti í náttúrunni. „Við förum í rauninni hvert sem er þangað sem brúðhjónin óska. Það getur verið undir fossi, inni í helli en líka bara heima í stofu. Við erum líka stundum inni í Fríkirkjunni en þar er heimilt að vera með veraldlegar hjónavígslur.“
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Tengdar fréttir Metfjöldi ætlar að fermast borgaralega í ár Enn kjósa þó flestir að fermast í kirkju en fermingarbörn sem fréttastofa ræddi við segja afstöðu sína til trúarinnar aðallega hafa ráðið för við ákvörðunartökuna. 1. apríl 2018 20:00 Meðlimum í þjóðkirkjunni fækkar enn Rúmlega sex hundruð fleiri gengu úr kirkjunni en í hana á fyrsta ársfjórðungi 2018. 14. apríl 2018 08:00 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Metfjöldi ætlar að fermast borgaralega í ár Enn kjósa þó flestir að fermast í kirkju en fermingarbörn sem fréttastofa ræddi við segja afstöðu sína til trúarinnar aðallega hafa ráðið för við ákvörðunartökuna. 1. apríl 2018 20:00
Meðlimum í þjóðkirkjunni fækkar enn Rúmlega sex hundruð fleiri gengu úr kirkjunni en í hana á fyrsta ársfjórðungi 2018. 14. apríl 2018 08:00