Innlent

Íbúar Hveragerðis hvattir til að spara rafmagn

Samúel Karl Ólason skrifar
Strengur sem liggur inn í rofastöð fyrir bæinn er bilaður og vinna starfsmenn Rarik að gera við bilunina sem mun vera alvarleg.
Strengur sem liggur inn í rofastöð fyrir bæinn er bilaður og vinna starfsmenn Rarik að gera við bilunina sem mun vera alvarleg. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Uppfært 22:30

Starfsmenn Rarik segja að um 70 til 80 prósent bæjarins hafi fengið rafmagn í gegnum aðrar leiðir. Sömuleiðis sé verið að flytja rafstöðvar til Hveragerðis svo hægt sé að koma meira rafmagni á bæinn. Hins vegar eru íbúar Hveragerðis hvattir til að spara rafmagnsnotkun sína þar sem um varaaflstöðvar er að ræða. Um er að ræða tvær díselstöðvar frá Grundarfirði og eina frá Vík.

Viðgerð stendur enn yfir og ekki liggur fyrir hvenær henni verður lokið.

Flutningur áðurnefndra véla og tenging þeirra mun taka tíma. Samkvæmt yfirlýsingu á vef Rarik er ekki gert ráð fyrir að rafmagn verði komið á að fullu fyrr en í fyrsta lagi um miðnætti. 

Upprunalega fréttin

Rafmagnslaust hefur verið í Hveragerði frá því í dag og ekki er vitað hvenær rafmagn gæti verið komið aftur á. Strengur sem liggur inn í rofastöð fyrir bæinn er bilaður og vinna starfsmenn Rarik að gera við bilunina sem mun vera alvarleg. Rafmagnið fór klukkan þrjú í dag.

Í samtali við RÚV segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri, að hátt í níu hundruð heimili séu án rafmagns, flestum veitingastöðum hafi verið lokað og ekki sé hægt að kaupa bensín nema með reiðufé. Sömuleiðis hafi sundlaugin lokað.



Hún segir hins vegar að Hamarsfellinni, íþróttamiðstöð bæjarins, sé haldið uppi með vararafstöð og sömuleiðis aðrar stofnanir.

Vatnsból bæjarins nýta einnig rafmagn en starfsmönnum bæjarins tókst að koma einu bóli í gang með vararafstöðinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×