Þjónustugjöld á Þingvöllum Ari Trausti Guðmundsson skrifar 7. ágúst 2018 07:00 Gerræði, virðingarleysi við ferðaþjónustuna og skilningsleysi á samvinnu við hana – þetta er meðal þess sem stjórnendur þjóðgarða sýna ferðaþjónustunni að mati formanns Samtaka ferðaþjónustunnar. Nokkrar staðreyndir geta ef til vill linað þessar einkunnir Bjarnheiðar Hallsdóttur, hvað Þjóðgarðinn á Þingvöllum áhrærir. Brugðist hefur verið við fjölgun ferðamanna þar á sjö árum, úr fáeinum hundruðum þúsunda á ári í 1,5 milljón, með ýmsum hætti. Stórauknu álagi á innviði og umhverfið er mætt með miklum framkvæmdum, nú síðast um 1.000 fermetra viðbót við miðstöðina á Hakinu og mikilli stækkun bílastæða. Þjónustugjöld standa undir verulegum hluta margra framkvæmda, þjónustu og rekstrar. Blaðagrein um m.a. hækkun þjónustugjalda á Þingvöllum gerir best gagn innihaldi hún sanngjarnar upplýsingar um þau, svo sem stærðargráðuna í samanburði við verð til ferðamanna og hvað gjöldin fela í sér, ekki aðeins hækkun í prósentum eða upphæðin ein, án þess að lesandinn viti ofan á hvaða upphæð ferðafyrirtækja hún leggst. Þau verulega íþyngjandi gjöld sem BH nefnir eru m.a þessi: Gjald fyrir einka- eða bílaleigubíl á stæði er 750 kr. en var 500 kr. Ferðaþjónustan sem slík greiðir alla jafna ekki þessi gjöld. Hækkunin er heil 50% en um leið var salernisgjald (200 kr.) lagt niður en BH getur þess ekki. Fyrir ferðaþjónustubíl með allt að 8 farþegum er gjaldið 1.000 kr., en 1.800 kr. fyrir allt að 20 manna rútu og fyrir yfir 20 manna bíla er gjaldið 3.500 kr. Gullhringsferð kostar t.d. um 8.000 kr. í fullum 19 manna kálfi greiða ferðamenn 152.000 kr. fyrir ferðina. Kostnaðarauki ferðaþjónustunnar er 1.800 kr., eða um 90 kr. á farþega, og hægt er að tilkynna hópferðamönnunum að ekki sé greitt fyrir salernisnotkun, líkt og áður var. Í fullri stórrútu er kostnaðaraukinn enn minni á farþega. Vissulega aka hálftómir ferðaþjónustubílar um Þingvelli – hér er aðeins tekið dæmi til skýringar. Silfrugjaldið hækkaði í 1.500 kr. vegna þess að lagt hefur verið í margra milljóna króna kostnað með þjónustuhúsum á staðnum og öðrum úrbótum, m.a. sjúkraflutningamanni á vakt í þjóðgarðinum. Gjaldið var 1.000 kr., óbreytt frá 2012, og tvöfaldaðist ekki eins og BH skrifar. Köfun í Silfru kostar frá 14.000 kr. til 35.000 kr. og þær upphæðir hækka þá um 750 kr. Hóf hefur verið í heiðri haft.Höfundur er formaður Þingvallanefndar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Gerræði, virðingarleysi við ferðaþjónustuna og skilningsleysi á samvinnu við hana – þetta er meðal þess sem stjórnendur þjóðgarða sýna ferðaþjónustunni að mati formanns Samtaka ferðaþjónustunnar. Nokkrar staðreyndir geta ef til vill linað þessar einkunnir Bjarnheiðar Hallsdóttur, hvað Þjóðgarðinn á Þingvöllum áhrærir. Brugðist hefur verið við fjölgun ferðamanna þar á sjö árum, úr fáeinum hundruðum þúsunda á ári í 1,5 milljón, með ýmsum hætti. Stórauknu álagi á innviði og umhverfið er mætt með miklum framkvæmdum, nú síðast um 1.000 fermetra viðbót við miðstöðina á Hakinu og mikilli stækkun bílastæða. Þjónustugjöld standa undir verulegum hluta margra framkvæmda, þjónustu og rekstrar. Blaðagrein um m.a. hækkun þjónustugjalda á Þingvöllum gerir best gagn innihaldi hún sanngjarnar upplýsingar um þau, svo sem stærðargráðuna í samanburði við verð til ferðamanna og hvað gjöldin fela í sér, ekki aðeins hækkun í prósentum eða upphæðin ein, án þess að lesandinn viti ofan á hvaða upphæð ferðafyrirtækja hún leggst. Þau verulega íþyngjandi gjöld sem BH nefnir eru m.a þessi: Gjald fyrir einka- eða bílaleigubíl á stæði er 750 kr. en var 500 kr. Ferðaþjónustan sem slík greiðir alla jafna ekki þessi gjöld. Hækkunin er heil 50% en um leið var salernisgjald (200 kr.) lagt niður en BH getur þess ekki. Fyrir ferðaþjónustubíl með allt að 8 farþegum er gjaldið 1.000 kr., en 1.800 kr. fyrir allt að 20 manna rútu og fyrir yfir 20 manna bíla er gjaldið 3.500 kr. Gullhringsferð kostar t.d. um 8.000 kr. í fullum 19 manna kálfi greiða ferðamenn 152.000 kr. fyrir ferðina. Kostnaðarauki ferðaþjónustunnar er 1.800 kr., eða um 90 kr. á farþega, og hægt er að tilkynna hópferðamönnunum að ekki sé greitt fyrir salernisnotkun, líkt og áður var. Í fullri stórrútu er kostnaðaraukinn enn minni á farþega. Vissulega aka hálftómir ferðaþjónustubílar um Þingvelli – hér er aðeins tekið dæmi til skýringar. Silfrugjaldið hækkaði í 1.500 kr. vegna þess að lagt hefur verið í margra milljóna króna kostnað með þjónustuhúsum á staðnum og öðrum úrbótum, m.a. sjúkraflutningamanni á vakt í þjóðgarðinum. Gjaldið var 1.000 kr., óbreytt frá 2012, og tvöfaldaðist ekki eins og BH skrifar. Köfun í Silfru kostar frá 14.000 kr. til 35.000 kr. og þær upphæðir hækka þá um 750 kr. Hóf hefur verið í heiðri haft.Höfundur er formaður Þingvallanefndar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun