Förðunarfræðingur frá Hollywood kennir á Íslandi Benedikt Bóas skrifar 7. ágúst 2018 06:00 „Ísland er töfraland fyrir mig. Ég elska að ferðast og mig hefur alltaf dreymt að koma hingað. Ég kom hingað fyrst á síðasta ári þegar ég vann handritakeppni og fyrirtækið styrkti mig um ferð til Íslands,“ segir hún. Fréttablaðið/Sigtryggur „Þegar ég var átta ára breyttist líf mitt. Þá fékk ég að leika mér með lítið make up sett frá því í gamla daga og ég lék mér klukkutímum saman. Ég gerði búninga og grímur og komst að töfrum kvikmynda. Pabbi fór að kaupa bækur um SFX förðun og svo kom að því að ákveða hvað ég vildi gera og það kom ekkert annað til greina,“ segir Thalía Echeveste sem er nýflutt til landsins ásamt kærasta sínum. Echeveste er þekktur förðunarfræðingur og hefur unnið við gerð fjölda kvikmynda og þátta. Hún er einka förðunarfræðingur leikarans Diego Luna sem lék í Star Wars myndinni Rogue One og var einnig svokallaður key makeup artist við James Bond myndina Spectre með Daniel Craig í aðalhlutverki. Þá hefur hún unnið með hinum stórkostlega Danny Trejo og Tim Roth ásamt því að vera key make up artist í 4. seríu af Narcos á Netflix sem er væntanleg, svo fátt eitt sé nefnt. „Ég var yfir förðunardeildinni í Narcs 4 sem er væntanlegt. Það var ótrúleg lífsreynsla með miklu hæfileikafólki í öllum stöðum. Ég get því miður ekki tjáð mig mikið um þættina en ég vona að fólki muni líka við þá,“ segir hún. Echeveste verður að kenna í Mask Academy í Hæðarsmára í vetur og segir Ásgeir Hjartarson hjá skólanum að það sé mikill happafengur að fá hana til liðs við skólann. „Þegar ég fór að skoða hvað væri að gerast hér á Íslandi fann ég Mask Acedemy og skólinn hentaði mér og mínum gildum. Leyfðu þér að vera þú sjálfur, leiktu þér og kannaðu en undir handleiðslu fagfólks. Ég elska það,“ segir hún. Hún ætlar að kenna allt sem hún kann enda finnst henni að það eigi að deila sinni þekkingu. „Ég kenni allt sem ég kann. Ég elska hugmyndina um að deila þekkingu til þeirra sem hafa jafn mikinn áhuga og ég.“ Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Fleiri fréttir Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Sjá meira
„Þegar ég var átta ára breyttist líf mitt. Þá fékk ég að leika mér með lítið make up sett frá því í gamla daga og ég lék mér klukkutímum saman. Ég gerði búninga og grímur og komst að töfrum kvikmynda. Pabbi fór að kaupa bækur um SFX förðun og svo kom að því að ákveða hvað ég vildi gera og það kom ekkert annað til greina,“ segir Thalía Echeveste sem er nýflutt til landsins ásamt kærasta sínum. Echeveste er þekktur förðunarfræðingur og hefur unnið við gerð fjölda kvikmynda og þátta. Hún er einka förðunarfræðingur leikarans Diego Luna sem lék í Star Wars myndinni Rogue One og var einnig svokallaður key makeup artist við James Bond myndina Spectre með Daniel Craig í aðalhlutverki. Þá hefur hún unnið með hinum stórkostlega Danny Trejo og Tim Roth ásamt því að vera key make up artist í 4. seríu af Narcos á Netflix sem er væntanleg, svo fátt eitt sé nefnt. „Ég var yfir förðunardeildinni í Narcs 4 sem er væntanlegt. Það var ótrúleg lífsreynsla með miklu hæfileikafólki í öllum stöðum. Ég get því miður ekki tjáð mig mikið um þættina en ég vona að fólki muni líka við þá,“ segir hún. Echeveste verður að kenna í Mask Academy í Hæðarsmára í vetur og segir Ásgeir Hjartarson hjá skólanum að það sé mikill happafengur að fá hana til liðs við skólann. „Þegar ég fór að skoða hvað væri að gerast hér á Íslandi fann ég Mask Acedemy og skólinn hentaði mér og mínum gildum. Leyfðu þér að vera þú sjálfur, leiktu þér og kannaðu en undir handleiðslu fagfólks. Ég elska það,“ segir hún. Hún ætlar að kenna allt sem hún kann enda finnst henni að það eigi að deila sinni þekkingu. „Ég kenni allt sem ég kann. Ég elska hugmyndina um að deila þekkingu til þeirra sem hafa jafn mikinn áhuga og ég.“
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Fleiri fréttir Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Sjá meira