Hyggjast leggja fram framsalsbeiðni vegna taugaeitursárásarinnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. ágúst 2018 21:00 Mikil spenna hefur ríkt í samskiptum ríkjanna tveggja vegna taugaeitursárásarinnar og talið er að útspil bresku ríkisstjórnarinnar verði eins og að hella olíu á eld ófriðarbálsins. Vísir/Ap Breska ríkisstjórnin hyggst leggja fram beiðni um framsal á tveimur Rússum sem grunaðir eru um að hafa staðið að taugaeitursárásunum í Bretlandi. Dawn Sturgess, bresk kona á fimmtugsaldri, lést eftir að hafa komist í snertingu við taugaeitrið Novichok í lok júnímánaðar og þá hafa þrír aðrir veikst alvarlega eftir að hafa komist í tæri við eitrið. Að því er heimildarmenn The Guardian greina frá hefur saksóknari lokið við gerð framsalsbeiðninnar. Framsalsbeiðnin verður lögð fram í kjölfarið á umfangsmikilli lögreglurannsókn sem hefur staðið yfir í fleiri mánuði. Hundruð lögreglumanna auk starfsmanna leyniþjónustunnar hafa unnið hörðum höndum að því að reyna að leysa málið. Lögregluliðinu varð talsvert ágengt í rannsókn sinni þegar Charlie Rowley og Dawn Sturgess urðu fyrir taugaeitrinu í sumar því þá gat lögreglan kortlagt ferðir tveggja manna, sem grunaðir eru um verknaðinn, með hjálp eftirlitsmyndavéla. Rannsóknarlögreglan hefur einnig geta stuðst við upplýsingar um ferðir þeirra til og frá Bretlandseyjum. Rússnesk yfirvöld hafa staðfastlega neitað allri sök og segja Rússa ekki hafa átt neina aðkomu að málinu. Mikil spenna hefur ríkt í samskiptum ríkjanna vegna taugaeitursárásarinnar og talið er að útspil bresku ríkisstjórnarinnar verði eins og að hella olíu á eld ófriðarbálsins. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Telja sig vita hver eitraði fyrir Skripal Talið er að lögreglan á Bretlandi hafi borið kennsl á þá sem bera ábyrgð á taugaeitursárás á rússneska fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal. 19. júlí 2018 06:30 Annað fórnarlamb taugaeitursins látið Dawn Sturgess sem varð fyrir taugaeitrinu Novichok í lok júní mánaðar er látin. 8. júlí 2018 21:08 Pútín telur eitrunarásakanir tilhæfulausar Vladimír Pútín þvertekur fyrir það að yfirvöld í Rússlandi standi á bakvið árásir á fjóra einstaklinga með taugaeitrinu Novichok í Bretlandi. 17. júlí 2018 06:52 „Ég er ekki viss um að ég komist nokkurn tíma yfir þetta“ Blendnar tilfinningar bærast um í brjósti fórnarlambs eiturefnaárásar. 24. júlí 2018 15:09 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sjá meira
Breska ríkisstjórnin hyggst leggja fram beiðni um framsal á tveimur Rússum sem grunaðir eru um að hafa staðið að taugaeitursárásunum í Bretlandi. Dawn Sturgess, bresk kona á fimmtugsaldri, lést eftir að hafa komist í snertingu við taugaeitrið Novichok í lok júnímánaðar og þá hafa þrír aðrir veikst alvarlega eftir að hafa komist í tæri við eitrið. Að því er heimildarmenn The Guardian greina frá hefur saksóknari lokið við gerð framsalsbeiðninnar. Framsalsbeiðnin verður lögð fram í kjölfarið á umfangsmikilli lögreglurannsókn sem hefur staðið yfir í fleiri mánuði. Hundruð lögreglumanna auk starfsmanna leyniþjónustunnar hafa unnið hörðum höndum að því að reyna að leysa málið. Lögregluliðinu varð talsvert ágengt í rannsókn sinni þegar Charlie Rowley og Dawn Sturgess urðu fyrir taugaeitrinu í sumar því þá gat lögreglan kortlagt ferðir tveggja manna, sem grunaðir eru um verknaðinn, með hjálp eftirlitsmyndavéla. Rannsóknarlögreglan hefur einnig geta stuðst við upplýsingar um ferðir þeirra til og frá Bretlandseyjum. Rússnesk yfirvöld hafa staðfastlega neitað allri sök og segja Rússa ekki hafa átt neina aðkomu að málinu. Mikil spenna hefur ríkt í samskiptum ríkjanna vegna taugaeitursárásarinnar og talið er að útspil bresku ríkisstjórnarinnar verði eins og að hella olíu á eld ófriðarbálsins.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Telja sig vita hver eitraði fyrir Skripal Talið er að lögreglan á Bretlandi hafi borið kennsl á þá sem bera ábyrgð á taugaeitursárás á rússneska fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal. 19. júlí 2018 06:30 Annað fórnarlamb taugaeitursins látið Dawn Sturgess sem varð fyrir taugaeitrinu Novichok í lok júní mánaðar er látin. 8. júlí 2018 21:08 Pútín telur eitrunarásakanir tilhæfulausar Vladimír Pútín þvertekur fyrir það að yfirvöld í Rússlandi standi á bakvið árásir á fjóra einstaklinga með taugaeitrinu Novichok í Bretlandi. 17. júlí 2018 06:52 „Ég er ekki viss um að ég komist nokkurn tíma yfir þetta“ Blendnar tilfinningar bærast um í brjósti fórnarlambs eiturefnaárásar. 24. júlí 2018 15:09 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sjá meira
Telja sig vita hver eitraði fyrir Skripal Talið er að lögreglan á Bretlandi hafi borið kennsl á þá sem bera ábyrgð á taugaeitursárás á rússneska fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal. 19. júlí 2018 06:30
Annað fórnarlamb taugaeitursins látið Dawn Sturgess sem varð fyrir taugaeitrinu Novichok í lok júní mánaðar er látin. 8. júlí 2018 21:08
Pútín telur eitrunarásakanir tilhæfulausar Vladimír Pútín þvertekur fyrir það að yfirvöld í Rússlandi standi á bakvið árásir á fjóra einstaklinga með taugaeitrinu Novichok í Bretlandi. 17. júlí 2018 06:52
„Ég er ekki viss um að ég komist nokkurn tíma yfir þetta“ Blendnar tilfinningar bærast um í brjósti fórnarlambs eiturefnaárásar. 24. júlí 2018 15:09