Refsiaðgerðir gegn Íran taka gildi í nótt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. ágúst 2018 20:09 Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst fylgja refsiaðgerðum gegn Íran eftir til fulls. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að hann hyggst fylgja eftir refsiaðgerðum gegn Íran, eftir að Bandaríkin drógu sig úr alþjóðlegu kjarnorkusamkomulagi í vor sem undirritað var árið 2015 en það var í stjórnartíð Baracks Obama. Í refsiaðgerðunum felast viðskiptaþvinganir gegn Íran, þá helst bílaiðnaðinum þar í landi. Þá koma refsiaðgerðirnar illa við viðskipti með gull og aðra málma. Þvinganirnar taka gildi klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma.BBC greinir frá því að Trump segist vera fullviss um að fjárhagslegar þrýstiaðgerðir sem þessar muni á endanum þvinga írönsk stjórnvöld til að ganga að samningaborðinu að nýju og láta af „illum gjörðum“ sínum. Þá varaði forsetinn við því að einstaklingar eða stofnanir sem virða ekki viðskiptabannið muni eiga von á „alvarlegum afleiðingum.“„Viðræður krefjast heiðarleika“Forseti Írans, Hassan Rouhani, kallaði aðgerðir Trumps „sálfræðihernað“ og taldi litlar líkur á því að samningar næðust á milli ríkjanna áður en refsiaðgerðirnar tækju gildi. „Við erum alltaf opin fyrir viðræðum og lipurð í alþjóðlegum samskiptum en það er eitthvað sem krefst heiðarleika,“ bætti Rouhani við og skaut þannig föstum skotum á Trump. Bretland, Frakkland og Þýskaland, sem einnig áttu aðild að kjarnorkusamningnum hafa lýst því yfir að þau harmi aðgerðir Bandaríkjamanna. Utanríkisráðherrar ríkjanna þriggja gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem ítrekað var að samkomulagið væri „nauðsynlegt“ fyrir öryggi og frið í heiminum. Þessi ríki hafa einnig lýst því yfir að þau hyggist heiðra samkomulagið. Auk Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands og Þýskalands voru Rússland og Kína aðilar að samkomulaginu, en þessi ríki hafa ekki tjáð sig opinberlega um ákvörðun forsetans.Hassan Rouhani, forseti Írans, gefur lítið fyrir orð Trumps um samningaviðræður.Vísir/GettyEnn frekari refsiaðgerðir í sjónmáliEnn frekari refsiaðgerðir taka svo gildi þann 5. nóvember, náist ekkert samkomulag milli ríkjanna. Þær aðgerðir munu ná til íranskra orkufyrirtækja, skipaframleiðenda og olíuiðnaðarins í landinu. Auk þess munu aðgerðirnar ná yfir alþjóðleg fjármálaviðskipti erlendra fjármálastofnanna við seðlabanka Írans. „Ég er ánægður að mörg alþjóðleg fyrirtæki hafi þegar tilkynnt áform sín um að yfirgefa íranska markaðinn og þó nokkur ríki munu draga úr eða hætta með öllu innflutningi sínum á íranskri hráolíu,“ segir í tilkynningu frá Bandaríkjaforseta. „Við hvetjum allar þjóðir til að fara að okkar fordæmi og gera írönskum stjórnvöldum það ljóst að þau hafa einungis tvo valkosti; annaðhvort breyta þau ógnandi og ótraustvekjandi hegðun sinni ellegar halda áfram að ýta undir efnahagslega einangrun eigin ríkis.“Trump segir samkomulagið „einhliða.“ Kjarnorkusamkomulagið frá 2015 fólst í því að Íran myndi láta af vafasömum athöfnum sínum í tengslum við kjarnorkuvígbúnað í skiptum fyrir tilslakanir áðurnefndra ríkja á viðskiptaþvingunum gegn landinu. Barack Obama, þáverandi forseti Bandaríkjanna, taldi að samningurinn myndi koma í veg fyrir að Íranir þróuðu kjarnorkuvopn og að það minnkaði líkurnar á kjarnorkustríði í heiminum. Trump hefur aftur á móti haldið því fram að samkomulagið sé „hræðilegt“ og „einhliða“. Donald Tump (t.v.) er ósammála forvera sínum í starfi, Barack Obama (t.h.), þegar kemur að kjarnorkusamkomulaginu við Íran.Vísir/Getty Bandaríkin Donald Trump Stj.mál Tengdar fréttir Trump sendi Íran tóninn í hástöfum Forseti Bandaríkjanna brást ókvæða við ræðu íranska starfsbróður síns, Hassan Rouhani, sem sá síðarnefndi flutti í nótt. 23. júlí 2018 06:44 Trump segist tilbúinn að hitta forseta Írans Aðeins vika er síðan Bandaríkjaforseti hafði í hótunum við Íransforseta á Twitter. 30. júlí 2018 22:32 Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sína Benjamin netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir yfirvöld Íran hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna í laumi og í langan tíma. 30. apríl 2018 18:09 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Fleiri fréttir Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að hann hyggst fylgja eftir refsiaðgerðum gegn Íran, eftir að Bandaríkin drógu sig úr alþjóðlegu kjarnorkusamkomulagi í vor sem undirritað var árið 2015 en það var í stjórnartíð Baracks Obama. Í refsiaðgerðunum felast viðskiptaþvinganir gegn Íran, þá helst bílaiðnaðinum þar í landi. Þá koma refsiaðgerðirnar illa við viðskipti með gull og aðra málma. Þvinganirnar taka gildi klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma.BBC greinir frá því að Trump segist vera fullviss um að fjárhagslegar þrýstiaðgerðir sem þessar muni á endanum þvinga írönsk stjórnvöld til að ganga að samningaborðinu að nýju og láta af „illum gjörðum“ sínum. Þá varaði forsetinn við því að einstaklingar eða stofnanir sem virða ekki viðskiptabannið muni eiga von á „alvarlegum afleiðingum.“„Viðræður krefjast heiðarleika“Forseti Írans, Hassan Rouhani, kallaði aðgerðir Trumps „sálfræðihernað“ og taldi litlar líkur á því að samningar næðust á milli ríkjanna áður en refsiaðgerðirnar tækju gildi. „Við erum alltaf opin fyrir viðræðum og lipurð í alþjóðlegum samskiptum en það er eitthvað sem krefst heiðarleika,“ bætti Rouhani við og skaut þannig föstum skotum á Trump. Bretland, Frakkland og Þýskaland, sem einnig áttu aðild að kjarnorkusamningnum hafa lýst því yfir að þau harmi aðgerðir Bandaríkjamanna. Utanríkisráðherrar ríkjanna þriggja gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem ítrekað var að samkomulagið væri „nauðsynlegt“ fyrir öryggi og frið í heiminum. Þessi ríki hafa einnig lýst því yfir að þau hyggist heiðra samkomulagið. Auk Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands og Þýskalands voru Rússland og Kína aðilar að samkomulaginu, en þessi ríki hafa ekki tjáð sig opinberlega um ákvörðun forsetans.Hassan Rouhani, forseti Írans, gefur lítið fyrir orð Trumps um samningaviðræður.Vísir/GettyEnn frekari refsiaðgerðir í sjónmáliEnn frekari refsiaðgerðir taka svo gildi þann 5. nóvember, náist ekkert samkomulag milli ríkjanna. Þær aðgerðir munu ná til íranskra orkufyrirtækja, skipaframleiðenda og olíuiðnaðarins í landinu. Auk þess munu aðgerðirnar ná yfir alþjóðleg fjármálaviðskipti erlendra fjármálastofnanna við seðlabanka Írans. „Ég er ánægður að mörg alþjóðleg fyrirtæki hafi þegar tilkynnt áform sín um að yfirgefa íranska markaðinn og þó nokkur ríki munu draga úr eða hætta með öllu innflutningi sínum á íranskri hráolíu,“ segir í tilkynningu frá Bandaríkjaforseta. „Við hvetjum allar þjóðir til að fara að okkar fordæmi og gera írönskum stjórnvöldum það ljóst að þau hafa einungis tvo valkosti; annaðhvort breyta þau ógnandi og ótraustvekjandi hegðun sinni ellegar halda áfram að ýta undir efnahagslega einangrun eigin ríkis.“Trump segir samkomulagið „einhliða.“ Kjarnorkusamkomulagið frá 2015 fólst í því að Íran myndi láta af vafasömum athöfnum sínum í tengslum við kjarnorkuvígbúnað í skiptum fyrir tilslakanir áðurnefndra ríkja á viðskiptaþvingunum gegn landinu. Barack Obama, þáverandi forseti Bandaríkjanna, taldi að samningurinn myndi koma í veg fyrir að Íranir þróuðu kjarnorkuvopn og að það minnkaði líkurnar á kjarnorkustríði í heiminum. Trump hefur aftur á móti haldið því fram að samkomulagið sé „hræðilegt“ og „einhliða“. Donald Tump (t.v.) er ósammála forvera sínum í starfi, Barack Obama (t.h.), þegar kemur að kjarnorkusamkomulaginu við Íran.Vísir/Getty
Bandaríkin Donald Trump Stj.mál Tengdar fréttir Trump sendi Íran tóninn í hástöfum Forseti Bandaríkjanna brást ókvæða við ræðu íranska starfsbróður síns, Hassan Rouhani, sem sá síðarnefndi flutti í nótt. 23. júlí 2018 06:44 Trump segist tilbúinn að hitta forseta Írans Aðeins vika er síðan Bandaríkjaforseti hafði í hótunum við Íransforseta á Twitter. 30. júlí 2018 22:32 Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sína Benjamin netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir yfirvöld Íran hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna í laumi og í langan tíma. 30. apríl 2018 18:09 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Fleiri fréttir Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Sjá meira
Trump sendi Íran tóninn í hástöfum Forseti Bandaríkjanna brást ókvæða við ræðu íranska starfsbróður síns, Hassan Rouhani, sem sá síðarnefndi flutti í nótt. 23. júlí 2018 06:44
Trump segist tilbúinn að hitta forseta Írans Aðeins vika er síðan Bandaríkjaforseti hafði í hótunum við Íransforseta á Twitter. 30. júlí 2018 22:32
Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sína Benjamin netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir yfirvöld Íran hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna í laumi og í langan tíma. 30. apríl 2018 18:09