Vatn flæðir yfir þjóðveg 1 og hámarkshraði lækkaður í 30 km/klst Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. ágúst 2018 08:37 Frá þjóðvegi 1 við afleggjarann að Skál þar sem flæddi yfir veginn í gær. Vísir/Einar árnason Vatn úr Skaftárhlaupi byrjaði að flæða yfir þjóðveg 1 rétt vestan við útsýnispall í Eldhrauni í Skaftárhreppi í morgun. Veginum hefur ekki verið lokað en hámarkshraði hefur verið lækkaður niður í 30 kílómetra á klukkustund, að sögn lögreglu á Suðurlandi. Starfsmenn Vegagerðarinnar tóku ákvörðun um lækkun hámarkshraða um veginn. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að fylgst verði náið með stöðunni í dag en heilmikið vatn flæðir yfir veginn. Vatn fór ekki yfir þjóðveg 1 á þessum stað í síðasta Skaftárhlaupi árið 2015. „Á árum áður fór alltaf vatn yfir veginn en hann var hækkaður töluvert upp. Þetta flaut ekki yfir síðast en svo er hraunið væntanlega orðið þéttara núna eftir setlagið sem kom þá og grunnvatnsstaðan er hærri eftir þessar rigningar,“ segir Sveinn Kristján. Aðspurður segir hann afar litla umferð hafa verið á svæðinu það sem af er morgni. Vegurinn verði þó áfram mannaður frameftir degi og staðan endurmetin ef þarf. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands fer Skaftárhlaup nú hægt minnkandi og hefur hlaupið þegar náð hámarki. Mun áhrifa hlaupsins gæta nokkuð næstu daga og gert er ráð fyrir að Skaftá muni ekki ná eðlilegu rennsli á ný fyrr en síðar í vikunni. Eldgos og jarðhræringar Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Hafa fundið brennisteinslykt á Norðvesturlandi Lögreglunni á Norðurlandi vestra hafa í dag borist tilkynningar um að brennisteinslykt hafi fundist í umdæminu. 5. ágúst 2018 21:51 Innlyksa vegna Skaftárhlaups Fjölskyldan hefur verið í sumarhúsinu, sem er gamall bóndabær, frá því fyrir helgi. 5. ágúst 2018 15:10 Ferðamenn fengu nokkrar mínútur til að forða sér Skaftárhlaup hefur haft mikil áhrif á ferðalanga á svæðinu frá því það hófst. Hópur í hestaferð þurfti að yfirgefa Hólaskjól á föstudagskvöldið á nokkrum mínútum eftir að brennisteinsmælir fór í gang. Skilja þurfti sextíu hesta eftir um tíma. 5. ágúst 2018 13:25 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira
Vatn úr Skaftárhlaupi byrjaði að flæða yfir þjóðveg 1 rétt vestan við útsýnispall í Eldhrauni í Skaftárhreppi í morgun. Veginum hefur ekki verið lokað en hámarkshraði hefur verið lækkaður niður í 30 kílómetra á klukkustund, að sögn lögreglu á Suðurlandi. Starfsmenn Vegagerðarinnar tóku ákvörðun um lækkun hámarkshraða um veginn. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að fylgst verði náið með stöðunni í dag en heilmikið vatn flæðir yfir veginn. Vatn fór ekki yfir þjóðveg 1 á þessum stað í síðasta Skaftárhlaupi árið 2015. „Á árum áður fór alltaf vatn yfir veginn en hann var hækkaður töluvert upp. Þetta flaut ekki yfir síðast en svo er hraunið væntanlega orðið þéttara núna eftir setlagið sem kom þá og grunnvatnsstaðan er hærri eftir þessar rigningar,“ segir Sveinn Kristján. Aðspurður segir hann afar litla umferð hafa verið á svæðinu það sem af er morgni. Vegurinn verði þó áfram mannaður frameftir degi og staðan endurmetin ef þarf. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands fer Skaftárhlaup nú hægt minnkandi og hefur hlaupið þegar náð hámarki. Mun áhrifa hlaupsins gæta nokkuð næstu daga og gert er ráð fyrir að Skaftá muni ekki ná eðlilegu rennsli á ný fyrr en síðar í vikunni.
Eldgos og jarðhræringar Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Hafa fundið brennisteinslykt á Norðvesturlandi Lögreglunni á Norðurlandi vestra hafa í dag borist tilkynningar um að brennisteinslykt hafi fundist í umdæminu. 5. ágúst 2018 21:51 Innlyksa vegna Skaftárhlaups Fjölskyldan hefur verið í sumarhúsinu, sem er gamall bóndabær, frá því fyrir helgi. 5. ágúst 2018 15:10 Ferðamenn fengu nokkrar mínútur til að forða sér Skaftárhlaup hefur haft mikil áhrif á ferðalanga á svæðinu frá því það hófst. Hópur í hestaferð þurfti að yfirgefa Hólaskjól á föstudagskvöldið á nokkrum mínútum eftir að brennisteinsmælir fór í gang. Skilja þurfti sextíu hesta eftir um tíma. 5. ágúst 2018 13:25 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira
Hafa fundið brennisteinslykt á Norðvesturlandi Lögreglunni á Norðurlandi vestra hafa í dag borist tilkynningar um að brennisteinslykt hafi fundist í umdæminu. 5. ágúst 2018 21:51
Innlyksa vegna Skaftárhlaups Fjölskyldan hefur verið í sumarhúsinu, sem er gamall bóndabær, frá því fyrir helgi. 5. ágúst 2018 15:10
Ferðamenn fengu nokkrar mínútur til að forða sér Skaftárhlaup hefur haft mikil áhrif á ferðalanga á svæðinu frá því það hófst. Hópur í hestaferð þurfti að yfirgefa Hólaskjól á föstudagskvöldið á nokkrum mínútum eftir að brennisteinsmælir fór í gang. Skilja þurfti sextíu hesta eftir um tíma. 5. ágúst 2018 13:25