Dósent í viðskiptafræði segir lífeyriskerfið valda því að kjör margra aldraðra séu skert Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 5. ágúst 2018 13:31 Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir lífeyriskerfið valda því að kjör margra aldraðra séu skert á meðan börnin þeirra muni að öllum líkindum fá betri tekjur. Þá geti stærð lífeyrissjóðanna á verðbréfa-og hlutabréfamarkaði hér á landi búið til samkeppnisvanda. Vísir/Sigurjón Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir lífeyriskerfið valda því að kjör margra aldraðra séu skert á meðan börnin þeirra muni að öllum líkindum fá betri tekjur. Þá geti stærð lífeyrissjóðanna á verðbréfa-og hlutabréfamarkaði hér á landi búið til samkeppnisvanda. Gylfi ræddi um lífeyrissjóðakerfið á Sprengisandi í morgun. Hann segir mikilvægt að spyrja gagnrýninna spurninga í ljósi þess að lífeyrissjóðakerfið muni stækka hraðar en hagkerfið á næstu áratugum. „Það gæti verið stöðugra kerfi sem krefðist ekki jafn mikillar sjóðssöfnunar að styrkja frekar það sem kallað er gegnumstreymisstoð, það er að segja peninga sem ekki fara í sjóð heldur renna jafnharðan frá þeim sem greiða iðgjöld til þeirra sem eru að þiggja lífeyri. Það væri að mínu mati minni áhætta að auka aðeins vægi þess og veðja á aðeins minni sjóðssöfnun.“ Hann segir að margir lífeyrisþegar búi við skert kjör. „Stefnan hefur verið í meira eða minna hálfa öld að sjóðssöfnun lífeyriskerfisins komi í staðinn fyrir gegnumstreymiskerfið sem hefur verið fyrst og fremst á hendi Tryggingastofnunar. Ekki eru allir ánægðir með það og heyrast mjög háværar gagnrýnisraddir frá öldruðum, og þeim sem hugsa um hag þeirra, sem benda einfaldlega á að núna fá menn nánast ekkert, í mörgum tilfellum frá Tryggingastofnun, en eru um leið ekki með neitt sérstaklega góð réttindi í lífeyrissjóðakerfinu sem þýðir auðvitað að heildartekjur eru ekkert mjög góðar hjá mörgum þeirra sem eru nú á eftirlaunum. Síðan horfa menn á það að yngra fólk, fólk sem er um fimmtugt eða yngra, það mun vera með, fyrirsjáanlega, talsvert betri réttindi í lífeyriskerfinu og fyrir það er kannski allt í lagi að Tryggingastofnun borgi ekki neitt því það verður með það góð réttindi frá lífeyrissjóðunum.“ Gylfi segir lífeyrissjóðina hafa gríðarleg efnahagsleg áhrif og telur að stærð þeirra á hlutabréfa-og skuldabréfamarkaði geti skapað vanda. „Því fylgja auðvitað ýmis vandamál ef að einn hópur stofnana, eða hvað sem við viljum kalla þetta, á orðið megnið af öllum verðbréfum á landinu; af skuldabréfum og hlutabréfum, það er einfaldlega erfitt fyrir markaðinn og þar með er búið til samkeppnisvandamál,“ segir Gylfi.Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Gylfa á Sprengisandi í heild sinni. Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sjá meira
Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir lífeyriskerfið valda því að kjör margra aldraðra séu skert á meðan börnin þeirra muni að öllum líkindum fá betri tekjur. Þá geti stærð lífeyrissjóðanna á verðbréfa-og hlutabréfamarkaði hér á landi búið til samkeppnisvanda. Gylfi ræddi um lífeyrissjóðakerfið á Sprengisandi í morgun. Hann segir mikilvægt að spyrja gagnrýninna spurninga í ljósi þess að lífeyrissjóðakerfið muni stækka hraðar en hagkerfið á næstu áratugum. „Það gæti verið stöðugra kerfi sem krefðist ekki jafn mikillar sjóðssöfnunar að styrkja frekar það sem kallað er gegnumstreymisstoð, það er að segja peninga sem ekki fara í sjóð heldur renna jafnharðan frá þeim sem greiða iðgjöld til þeirra sem eru að þiggja lífeyri. Það væri að mínu mati minni áhætta að auka aðeins vægi þess og veðja á aðeins minni sjóðssöfnun.“ Hann segir að margir lífeyrisþegar búi við skert kjör. „Stefnan hefur verið í meira eða minna hálfa öld að sjóðssöfnun lífeyriskerfisins komi í staðinn fyrir gegnumstreymiskerfið sem hefur verið fyrst og fremst á hendi Tryggingastofnunar. Ekki eru allir ánægðir með það og heyrast mjög háværar gagnrýnisraddir frá öldruðum, og þeim sem hugsa um hag þeirra, sem benda einfaldlega á að núna fá menn nánast ekkert, í mörgum tilfellum frá Tryggingastofnun, en eru um leið ekki með neitt sérstaklega góð réttindi í lífeyrissjóðakerfinu sem þýðir auðvitað að heildartekjur eru ekkert mjög góðar hjá mörgum þeirra sem eru nú á eftirlaunum. Síðan horfa menn á það að yngra fólk, fólk sem er um fimmtugt eða yngra, það mun vera með, fyrirsjáanlega, talsvert betri réttindi í lífeyriskerfinu og fyrir það er kannski allt í lagi að Tryggingastofnun borgi ekki neitt því það verður með það góð réttindi frá lífeyrissjóðunum.“ Gylfi segir lífeyrissjóðina hafa gríðarleg efnahagsleg áhrif og telur að stærð þeirra á hlutabréfa-og skuldabréfamarkaði geti skapað vanda. „Því fylgja auðvitað ýmis vandamál ef að einn hópur stofnana, eða hvað sem við viljum kalla þetta, á orðið megnið af öllum verðbréfum á landinu; af skuldabréfum og hlutabréfum, það er einfaldlega erfitt fyrir markaðinn og þar með er búið til samkeppnisvandamál,“ segir Gylfi.Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Gylfa á Sprengisandi í heild sinni.
Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sjá meira