Innlent

Grunaðir um líkamsárás á Akureyri

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Þrír gistu fangageymslur Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í nótt.
Þrír gistu fangageymslur Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í nótt. Vísir/auðunn
Þrír gistu fangageymslur Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í nótt. Tveir þeirra eru grunaðir um að hafa átt aðild að líkamsárás í nótt. Þriðji einstaklingurinn gisti fangageymslu vegna ölvunarástands.

Tveir bíða skýrslutöku vegna líkamsárásarinnar. Lögreglan þurfti einnig að hafa afskipti af þremur ökumönnum en tveir eru grunaðir um ölvun við akstur og einn er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna við stýrið.

Engin kynferðisbrotamál hafa komið fram ennþá að sögn varðstjóra hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Þrettán fíkniefnamál

Vísir greindi frá því í morgun að fimm gistu fangageymslur Lögreglunnar í Vestmannaeyjum vegna ölvunar, óspekta og „almennra leiðinda“ og þá komu upp 13 fíkniefnamál í nótt. Varðstjóri segir að lögreglu hafi ekki borist neinar tilkynningar um stærri mál.

 

Breytt skipulag og aukin gæsla

Að sögn Sveins Rúnars Kristjánssonar, yfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á Suðurlandi, gekk nóttin afar vel. Í ár var dagskráin á Flúðum fjölskyldumiðaðri en áður hefur verið og öll umgjörð hátíðarinnar fjölskylduvænni. Hann segir að það hafi verið allt annar bragur yfir hátíðinni í ár en í fyrra.

Hann telur að ástæðan fyrir því að engin mál komu upp á hátíðinni sé breytt skipulag hennar. „Þau hækkuðu aldurstakmark og auglýstu þetta sem fjölskylduhátíð,“ segir Sveinn sem bætir við að gæslan hafi verið nokkuð öflug. „Góð gæsla er grundvöllur að góðri hátíð.“

Sveinn beinir þeim tilmælum til gesta útihátíða að fara alls ekki af stað í umferðina fyrr en það sé orðið edrú og í góðu lagi.

 

Ánægð með hvernig til tókst á Neistaflugi

Lögreglan á Austurlandi var þá einnig ánægð með hvernig til tókst á Neistaflugi í Neskaupsstað enda sé um sérlega fjölskylduvæna hátíð að ræða.


Tengdar fréttir

Hvasst í brekkunni á morgun

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland á morgun og þá sérstaklega annað kvöld, vegna strekkingsvinds.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×