Þó umferðin sé þung hefur hún gengið vel Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. ágúst 2018 13:38 Á höfuðborgarsvæðinu voru ellefu ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna. Vísir/Stefán Þrátt fyrir mikla og þunga umferð víða um landið um helgina hefur umferð að mestu gengið vel fyrir sig. Lítið sem ekkert hefur verið um ölvunar- og fíkniefnaakstur á landsbyggðinni en á annan tug tilfella á höfuðborgarsvæðinu. Sérfræðingur í forvörnum hjá VíS segir ökumenn sem aka undir áhrifum ávallt vera í órétti. Að frátöldu einu umferðarslysi á Suðurlandi í gær hefur umferð í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi gengið afar vel fyrir sig hingað til. Sömu sögu er að segja um umferðina á Norðurlandi Eystra en að sögn lögreglu hefur verið dálítið um of hraðan akstur en hingað til hafi ekki komið upp nein tilfelli ölvunar- og fíkniefnaaksturs um helgina. Umferðin hefur einnig gengið afar vel fyrir sig á Vestfjörðum og á Austurlandi samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, þrátt fyrir mikla umferð. Alltaf er þó eitthvað um hraðakstur en á Austurlandi hafa um 70 ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur undanfarna þrjá daga. Á höfuðborgarsvæðinu voru aftur á móti ellefu ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna. Tveir ökumannanna voru án bílprófs að því er fram kemur í dagbók lögreglu frá því í morgun. Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS, segir mikilvægt að ökumenn séu vissir um að þeir séu allsgáðir áður en sest er undir stýri, hafi áfengi verið haft um hönd. „Hjá mörgum lögreglum getur þú fengið að blása og svo er verið að selja víða mæla sem þú getur blásið í og þá er hægt að miða við það þó það sé náttúrlega kannski ekkert hægt að treysta 100 prósent á mæla sem eru keyptir úti í verslun,“ segir Sigrún. Það borgi sig aldrei að taka sénsinn, verði slys eða óhapp sé ökumaður sem neytt hefur áfengis eða vímuefna alltaf í órétti. „Hans sök er öll, og hann getur verið krafinn um að greiða slysið að fullu þannig að það getur talið í tugum milljóna,“ útskýrir Sigrún. „Hann missir öll sín réttindi við það að vera ölvaður og hann getur líka verið sakfelldur út frá því ef að andlát verður eða alvarleg örkuml hjá öðrum sem tengjast slysinu.“ Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Sjá meira
Þrátt fyrir mikla og þunga umferð víða um landið um helgina hefur umferð að mestu gengið vel fyrir sig. Lítið sem ekkert hefur verið um ölvunar- og fíkniefnaakstur á landsbyggðinni en á annan tug tilfella á höfuðborgarsvæðinu. Sérfræðingur í forvörnum hjá VíS segir ökumenn sem aka undir áhrifum ávallt vera í órétti. Að frátöldu einu umferðarslysi á Suðurlandi í gær hefur umferð í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi gengið afar vel fyrir sig hingað til. Sömu sögu er að segja um umferðina á Norðurlandi Eystra en að sögn lögreglu hefur verið dálítið um of hraðan akstur en hingað til hafi ekki komið upp nein tilfelli ölvunar- og fíkniefnaaksturs um helgina. Umferðin hefur einnig gengið afar vel fyrir sig á Vestfjörðum og á Austurlandi samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, þrátt fyrir mikla umferð. Alltaf er þó eitthvað um hraðakstur en á Austurlandi hafa um 70 ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur undanfarna þrjá daga. Á höfuðborgarsvæðinu voru aftur á móti ellefu ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna. Tveir ökumannanna voru án bílprófs að því er fram kemur í dagbók lögreglu frá því í morgun. Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS, segir mikilvægt að ökumenn séu vissir um að þeir séu allsgáðir áður en sest er undir stýri, hafi áfengi verið haft um hönd. „Hjá mörgum lögreglum getur þú fengið að blása og svo er verið að selja víða mæla sem þú getur blásið í og þá er hægt að miða við það þó það sé náttúrlega kannski ekkert hægt að treysta 100 prósent á mæla sem eru keyptir úti í verslun,“ segir Sigrún. Það borgi sig aldrei að taka sénsinn, verði slys eða óhapp sé ökumaður sem neytt hefur áfengis eða vímuefna alltaf í órétti. „Hans sök er öll, og hann getur verið krafinn um að greiða slysið að fullu þannig að það getur talið í tugum milljóna,“ útskýrir Sigrún. „Hann missir öll sín réttindi við það að vera ölvaður og hann getur líka verið sakfelldur út frá því ef að andlát verður eða alvarleg örkuml hjá öðrum sem tengjast slysinu.“
Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Sjá meira