Í tilkynningunni segir að félagið hafi náð samkomulagi við Bayern Munchen um vistaskiptin og að Sílemaðurinn hafi samþykkt þriggja ára samning við Barcelona.
Vidal verður formlega kynntur sem nýr leikmaður Barcelona þegar hann hefur gengist undir læknisskoðun og verður það gert á næstu dögum.
Vidal er 31 árs gamall og hefur orðið deildarmeistari með félagsliði sínu undanfarin sjö ár í röð.
Hann vann Serie A með Juventus fjögur ár í röð frá 2011-2015 eða allt þar til hann færði sig um set til Þýskalands þar sem hann hefur unnið Bundesliguna undanfarin þrjú ár með Bayern Munchen.
Börsungar hafa verið afar virkir á leikmannamarkaðnum í sumar og varið háum fjárhæðum í brasilíska miðjumanninn Arthur, brasilíska sóknarmanninn Malcom og franska varnarmanninn Clement Lenglet.
[BREAKING NEWS] Agreement with Bayern Munich for the transfer of @kingarturo23 https://t.co/znSDr6c0VM
— FC Barcelona (@FCBarcelona) August 3, 2018