Rennsli eykst hratt í Skaftá Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. ágúst 2018 14:28 Á korti má sjá Sveinstind og árfarvegi Skaftár, Eldvatns og Kúðafljóts, en um 80% hlaupvatnsins gæti skilað sér í hinar síðarnefndu. Hlaupið hefur náð mæli á tindinum. Vísir Vatn úr Skaftárhlaupi náði fyrsta mæli við Sveinstind um klukkan 13:15 í dag, að sögn Snorra Zóphoníassonar, sérfræðings Veðurstofunnar. Hlaup í Skaftá er því hafið. Snorri segir í samtali við Vísi að þetta þýði að hlaupið vaxi mjög hratt. Miðað við þessa mælingu gerir Snorri því ráð fyrir að hlaupið nái í byggð eftir um átta klukkustundir. Samkvæmt vefmæli Veðurstofunnar mældist rennsli í Skaftá við Sveinstind 253,3 rúmmetrar á sekúndu klukkan 14 en var orðið 392,2 rúmmetrar á sekúndu klukkan 15. Rennslið eykst því jafnt og þétt og gerir Snorri ráð fyrir að aukningin haldi áfram. Til viðmiðunar er venjulegt rennsli í ánni undir 100 rúmmetrum á sekúndu en í stórum hlaupum nær það yfirleitt um 1400. Þá bendir Snorri á að rennslið í síðasta Skaftárhlaupi árið 2015 hafi náð 3000 rúmmetrum á sekúndu. Eins og áður hefur komið fram var fyrst búist við því að Skaftárhlaup kæmi undan jökli í kvöld eða í nótt og hlaupið því hafið fyrr en gert var ráð fyrir. Þá hafa Veðurstofa og lögregla hvatt fólk til að halda sig fjarri svæðinu. Lögregla gerði jafnframt ráð fyrir því í dag að lokað verði fyrir umferð um Fjallabaksleið nyrðri og yfir brúna um Eldvötn nú síðdegis. Síðasta hlaup í Skaftá var í október fyrir tæpum þremur árum og var það stærsta hlaup frá upphafi mælinga en tjón vegna hlaupsins þá var metið á hundruð milljóna króna. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Miklar líkur taldar á Skaftárhlaupi á næstu dögum Mælar sýna mjög skýra niðursveiflu. 2. ágúst 2018 11:39 Búast við vatni undan jökli í kvöld eða nótt Gera ráð fyrir að lokað verði fyrir umferð um Fjallabaksleið nyrðri og yfir brúnna um Eldvötn seinnipartinn. 3. ágúst 2018 12:48 Ferðafólk haldi sig fjarri farvegi Skaftár Veðurstofan tilkynnti í gær að Skaftárhlaup væri hafið og að hlaupið brytist væntanlega undan jöklinum aðfaranótt morgundagsins, það nái svo hámarki snemma á sunnudag. 3. ágúst 2018 05:15 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Vatn úr Skaftárhlaupi náði fyrsta mæli við Sveinstind um klukkan 13:15 í dag, að sögn Snorra Zóphoníassonar, sérfræðings Veðurstofunnar. Hlaup í Skaftá er því hafið. Snorri segir í samtali við Vísi að þetta þýði að hlaupið vaxi mjög hratt. Miðað við þessa mælingu gerir Snorri því ráð fyrir að hlaupið nái í byggð eftir um átta klukkustundir. Samkvæmt vefmæli Veðurstofunnar mældist rennsli í Skaftá við Sveinstind 253,3 rúmmetrar á sekúndu klukkan 14 en var orðið 392,2 rúmmetrar á sekúndu klukkan 15. Rennslið eykst því jafnt og þétt og gerir Snorri ráð fyrir að aukningin haldi áfram. Til viðmiðunar er venjulegt rennsli í ánni undir 100 rúmmetrum á sekúndu en í stórum hlaupum nær það yfirleitt um 1400. Þá bendir Snorri á að rennslið í síðasta Skaftárhlaupi árið 2015 hafi náð 3000 rúmmetrum á sekúndu. Eins og áður hefur komið fram var fyrst búist við því að Skaftárhlaup kæmi undan jökli í kvöld eða í nótt og hlaupið því hafið fyrr en gert var ráð fyrir. Þá hafa Veðurstofa og lögregla hvatt fólk til að halda sig fjarri svæðinu. Lögregla gerði jafnframt ráð fyrir því í dag að lokað verði fyrir umferð um Fjallabaksleið nyrðri og yfir brúna um Eldvötn nú síðdegis. Síðasta hlaup í Skaftá var í október fyrir tæpum þremur árum og var það stærsta hlaup frá upphafi mælinga en tjón vegna hlaupsins þá var metið á hundruð milljóna króna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Miklar líkur taldar á Skaftárhlaupi á næstu dögum Mælar sýna mjög skýra niðursveiflu. 2. ágúst 2018 11:39 Búast við vatni undan jökli í kvöld eða nótt Gera ráð fyrir að lokað verði fyrir umferð um Fjallabaksleið nyrðri og yfir brúnna um Eldvötn seinnipartinn. 3. ágúst 2018 12:48 Ferðafólk haldi sig fjarri farvegi Skaftár Veðurstofan tilkynnti í gær að Skaftárhlaup væri hafið og að hlaupið brytist væntanlega undan jöklinum aðfaranótt morgundagsins, það nái svo hámarki snemma á sunnudag. 3. ágúst 2018 05:15 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Miklar líkur taldar á Skaftárhlaupi á næstu dögum Mælar sýna mjög skýra niðursveiflu. 2. ágúst 2018 11:39
Búast við vatni undan jökli í kvöld eða nótt Gera ráð fyrir að lokað verði fyrir umferð um Fjallabaksleið nyrðri og yfir brúnna um Eldvötn seinnipartinn. 3. ágúst 2018 12:48
Ferðafólk haldi sig fjarri farvegi Skaftár Veðurstofan tilkynnti í gær að Skaftárhlaup væri hafið og að hlaupið brytist væntanlega undan jöklinum aðfaranótt morgundagsins, það nái svo hámarki snemma á sunnudag. 3. ágúst 2018 05:15