Utan vallar: Er „copy/paste“ rétta leiðin í þjálfaraleitinni fyrir íslenska fótboltalandsliðið? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2018 09:30 Erik Hamrén. Vísir/Getty Íslenska karlalandsliðið í fótbolta leitar sér að þjálfara þessa dagana og í gær fréttist að því að Knattspyrnusamband Íslands sé í viðræðum við Svíann Erik Hamrén. Viðræður við Erik Hamrén eiga að vera langt komnar en hann hefur ekki þjálfað síðan að hann ætti með sænska landsliðið fyrir tveimur árum. Annar Svíi, Lars Lagerbäck, gerði stórkostlega hluti með íslenska landsliðið frá 2012 til 2016 og breytti allri menningunni innan og í kringum landsliðið. Staðan á landsliðinu í dag er hinsvegar allt önnur en þegar Lars Lagerbäck tók við og Ísland var varla búið að vinna keppnisleik í mörg ár. Íslenska landsliðið í dag hefur brotið hvern múrinn á fætur öðrum og tekið þátt í HM og EM í fyrsta sinn. Gullkynslóðin hefur blómstrað og hún á enn eftir nokkur góð ár. Ísland er nú í hópi tólf útvaldra þjóða sem fær að taka þátt í A-deild hinnar nýju Þjóðardeildar í ár. Knattspyrnusamband Íslands hefur líklega aldrei verið í betri samningsstöðu þegar kemur að því að ráða landsliðsþjálfara. Íslensku strákarnir hafa vakið heimsathygli og hafa fengið mjög jákvæða umfjöllun út í hinum stóra heimi og árangurstengdir peningar hafa streymt inn á reikninga KSÍ á síðustu stórmótum. Það er ekki mikill tími í fyrsta leik en menn verða engu að síður að vanda til verka ætli ævintýri íslenska landsliðsins að halda áfram. Lars Lagerbäck hafði þjálfað upp eftirmann sinn í Heimi Hallgrímssyni en Heimir ákvað að hætta með liðið og snúa sér að öðru. KSÍ var því tilneytt að finna annan þjálfara og næsti leikur er strax í byrjun september (8. september á móti Belgíu). En er það rétt hjá KSÍ að elta „copy/paste“ leiðina þegar kemur að því að ráða næsta landsliðsþjálfara? Það lítur út fyrir að sambandið ætli sér að finna annan Lars Lagerbäck á þessum tímapunkti. Lagerbäck er upptekinn með norska landsliðið og hann er því ekki laus og þá var leitaður upp maður með mjög svipaða ferilskrá. Þegar Lars Lagerbäck tók við íslenska landsliðinu í árslok 2011 þá var hann sextugur Svíi (63 ára) sem hafði þjálfað sænska karlalandsliðið í langan tíma (2000-2009), hætti ári eftir að liðið sat eftir í riðlakeppni EM (EM 2008) og var allt annað en vinsæll meðal sænskra fjölmiðla þegar hann hætti. Erik Hamrén er einmitt sextugur Svíi (verður 62 ára á næsta ári), hann þjálfari sænska karlalandsliðið í langan tíma (2009-2016), hætti eftir að hafa setið eftir í riðlakeppni EM (EM 2016) og var líka allt annað en vinsæll meðal sænskra fjölmiðla þegar hann hætti. Persónuleikarnir eru eflaust allt öðruvísi hjá þessum tveimur reynsluboltum en Erik Hamrén var líka eftirmaður Lars Lagerbäck hjá sænska landsliðinu. Hann myndi taka við af Heimi Hallgrímssyni núna en landsliðið í dag er enn undir sterkum áhrifum frá Lagerbäck. Er Erik Hamrén rétti maðurinn? Það lítur út fyrir að hann sé maðurinn hans Guðna Bergssonar. Hvort að ráðning Guðna á sextugum Svía gangi jafnvel upp og ráðning Geirs Þorsteinssonar á sextugum Svía verður hinsvegar að koma í ljós. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta leitar sér að þjálfara þessa dagana og í gær fréttist að því að Knattspyrnusamband Íslands sé í viðræðum við Svíann Erik Hamrén. Viðræður við Erik Hamrén eiga að vera langt komnar en hann hefur ekki þjálfað síðan að hann ætti með sænska landsliðið fyrir tveimur árum. Annar Svíi, Lars Lagerbäck, gerði stórkostlega hluti með íslenska landsliðið frá 2012 til 2016 og breytti allri menningunni innan og í kringum landsliðið. Staðan á landsliðinu í dag er hinsvegar allt önnur en þegar Lars Lagerbäck tók við og Ísland var varla búið að vinna keppnisleik í mörg ár. Íslenska landsliðið í dag hefur brotið hvern múrinn á fætur öðrum og tekið þátt í HM og EM í fyrsta sinn. Gullkynslóðin hefur blómstrað og hún á enn eftir nokkur góð ár. Ísland er nú í hópi tólf útvaldra þjóða sem fær að taka þátt í A-deild hinnar nýju Þjóðardeildar í ár. Knattspyrnusamband Íslands hefur líklega aldrei verið í betri samningsstöðu þegar kemur að því að ráða landsliðsþjálfara. Íslensku strákarnir hafa vakið heimsathygli og hafa fengið mjög jákvæða umfjöllun út í hinum stóra heimi og árangurstengdir peningar hafa streymt inn á reikninga KSÍ á síðustu stórmótum. Það er ekki mikill tími í fyrsta leik en menn verða engu að síður að vanda til verka ætli ævintýri íslenska landsliðsins að halda áfram. Lars Lagerbäck hafði þjálfað upp eftirmann sinn í Heimi Hallgrímssyni en Heimir ákvað að hætta með liðið og snúa sér að öðru. KSÍ var því tilneytt að finna annan þjálfara og næsti leikur er strax í byrjun september (8. september á móti Belgíu). En er það rétt hjá KSÍ að elta „copy/paste“ leiðina þegar kemur að því að ráða næsta landsliðsþjálfara? Það lítur út fyrir að sambandið ætli sér að finna annan Lars Lagerbäck á þessum tímapunkti. Lagerbäck er upptekinn með norska landsliðið og hann er því ekki laus og þá var leitaður upp maður með mjög svipaða ferilskrá. Þegar Lars Lagerbäck tók við íslenska landsliðinu í árslok 2011 þá var hann sextugur Svíi (63 ára) sem hafði þjálfað sænska karlalandsliðið í langan tíma (2000-2009), hætti ári eftir að liðið sat eftir í riðlakeppni EM (EM 2008) og var allt annað en vinsæll meðal sænskra fjölmiðla þegar hann hætti. Erik Hamrén er einmitt sextugur Svíi (verður 62 ára á næsta ári), hann þjálfari sænska karlalandsliðið í langan tíma (2009-2016), hætti eftir að hafa setið eftir í riðlakeppni EM (EM 2016) og var líka allt annað en vinsæll meðal sænskra fjölmiðla þegar hann hætti. Persónuleikarnir eru eflaust allt öðruvísi hjá þessum tveimur reynsluboltum en Erik Hamrén var líka eftirmaður Lars Lagerbäck hjá sænska landsliðinu. Hann myndi taka við af Heimi Hallgrímssyni núna en landsliðið í dag er enn undir sterkum áhrifum frá Lagerbäck. Er Erik Hamrén rétti maðurinn? Það lítur út fyrir að hann sé maðurinn hans Guðna Bergssonar. Hvort að ráðning Guðna á sextugum Svía gangi jafnvel upp og ráðning Geirs Þorsteinssonar á sextugum Svía verður hinsvegar að koma í ljós.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Sjá meira