Utan vallar: Er „copy/paste“ rétta leiðin í þjálfaraleitinni fyrir íslenska fótboltalandsliðið? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2018 09:30 Erik Hamrén. Vísir/Getty Íslenska karlalandsliðið í fótbolta leitar sér að þjálfara þessa dagana og í gær fréttist að því að Knattspyrnusamband Íslands sé í viðræðum við Svíann Erik Hamrén. Viðræður við Erik Hamrén eiga að vera langt komnar en hann hefur ekki þjálfað síðan að hann ætti með sænska landsliðið fyrir tveimur árum. Annar Svíi, Lars Lagerbäck, gerði stórkostlega hluti með íslenska landsliðið frá 2012 til 2016 og breytti allri menningunni innan og í kringum landsliðið. Staðan á landsliðinu í dag er hinsvegar allt önnur en þegar Lars Lagerbäck tók við og Ísland var varla búið að vinna keppnisleik í mörg ár. Íslenska landsliðið í dag hefur brotið hvern múrinn á fætur öðrum og tekið þátt í HM og EM í fyrsta sinn. Gullkynslóðin hefur blómstrað og hún á enn eftir nokkur góð ár. Ísland er nú í hópi tólf útvaldra þjóða sem fær að taka þátt í A-deild hinnar nýju Þjóðardeildar í ár. Knattspyrnusamband Íslands hefur líklega aldrei verið í betri samningsstöðu þegar kemur að því að ráða landsliðsþjálfara. Íslensku strákarnir hafa vakið heimsathygli og hafa fengið mjög jákvæða umfjöllun út í hinum stóra heimi og árangurstengdir peningar hafa streymt inn á reikninga KSÍ á síðustu stórmótum. Það er ekki mikill tími í fyrsta leik en menn verða engu að síður að vanda til verka ætli ævintýri íslenska landsliðsins að halda áfram. Lars Lagerbäck hafði þjálfað upp eftirmann sinn í Heimi Hallgrímssyni en Heimir ákvað að hætta með liðið og snúa sér að öðru. KSÍ var því tilneytt að finna annan þjálfara og næsti leikur er strax í byrjun september (8. september á móti Belgíu). En er það rétt hjá KSÍ að elta „copy/paste“ leiðina þegar kemur að því að ráða næsta landsliðsþjálfara? Það lítur út fyrir að sambandið ætli sér að finna annan Lars Lagerbäck á þessum tímapunkti. Lagerbäck er upptekinn með norska landsliðið og hann er því ekki laus og þá var leitaður upp maður með mjög svipaða ferilskrá. Þegar Lars Lagerbäck tók við íslenska landsliðinu í árslok 2011 þá var hann sextugur Svíi (63 ára) sem hafði þjálfað sænska karlalandsliðið í langan tíma (2000-2009), hætti ári eftir að liðið sat eftir í riðlakeppni EM (EM 2008) og var allt annað en vinsæll meðal sænskra fjölmiðla þegar hann hætti. Erik Hamrén er einmitt sextugur Svíi (verður 62 ára á næsta ári), hann þjálfari sænska karlalandsliðið í langan tíma (2009-2016), hætti eftir að hafa setið eftir í riðlakeppni EM (EM 2016) og var líka allt annað en vinsæll meðal sænskra fjölmiðla þegar hann hætti. Persónuleikarnir eru eflaust allt öðruvísi hjá þessum tveimur reynsluboltum en Erik Hamrén var líka eftirmaður Lars Lagerbäck hjá sænska landsliðinu. Hann myndi taka við af Heimi Hallgrímssyni núna en landsliðið í dag er enn undir sterkum áhrifum frá Lagerbäck. Er Erik Hamrén rétti maðurinn? Það lítur út fyrir að hann sé maðurinn hans Guðna Bergssonar. Hvort að ráðning Guðna á sextugum Svía gangi jafnvel upp og ráðning Geirs Þorsteinssonar á sextugum Svía verður hinsvegar að koma í ljós. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta leitar sér að þjálfara þessa dagana og í gær fréttist að því að Knattspyrnusamband Íslands sé í viðræðum við Svíann Erik Hamrén. Viðræður við Erik Hamrén eiga að vera langt komnar en hann hefur ekki þjálfað síðan að hann ætti með sænska landsliðið fyrir tveimur árum. Annar Svíi, Lars Lagerbäck, gerði stórkostlega hluti með íslenska landsliðið frá 2012 til 2016 og breytti allri menningunni innan og í kringum landsliðið. Staðan á landsliðinu í dag er hinsvegar allt önnur en þegar Lars Lagerbäck tók við og Ísland var varla búið að vinna keppnisleik í mörg ár. Íslenska landsliðið í dag hefur brotið hvern múrinn á fætur öðrum og tekið þátt í HM og EM í fyrsta sinn. Gullkynslóðin hefur blómstrað og hún á enn eftir nokkur góð ár. Ísland er nú í hópi tólf útvaldra þjóða sem fær að taka þátt í A-deild hinnar nýju Þjóðardeildar í ár. Knattspyrnusamband Íslands hefur líklega aldrei verið í betri samningsstöðu þegar kemur að því að ráða landsliðsþjálfara. Íslensku strákarnir hafa vakið heimsathygli og hafa fengið mjög jákvæða umfjöllun út í hinum stóra heimi og árangurstengdir peningar hafa streymt inn á reikninga KSÍ á síðustu stórmótum. Það er ekki mikill tími í fyrsta leik en menn verða engu að síður að vanda til verka ætli ævintýri íslenska landsliðsins að halda áfram. Lars Lagerbäck hafði þjálfað upp eftirmann sinn í Heimi Hallgrímssyni en Heimir ákvað að hætta með liðið og snúa sér að öðru. KSÍ var því tilneytt að finna annan þjálfara og næsti leikur er strax í byrjun september (8. september á móti Belgíu). En er það rétt hjá KSÍ að elta „copy/paste“ leiðina þegar kemur að því að ráða næsta landsliðsþjálfara? Það lítur út fyrir að sambandið ætli sér að finna annan Lars Lagerbäck á þessum tímapunkti. Lagerbäck er upptekinn með norska landsliðið og hann er því ekki laus og þá var leitaður upp maður með mjög svipaða ferilskrá. Þegar Lars Lagerbäck tók við íslenska landsliðinu í árslok 2011 þá var hann sextugur Svíi (63 ára) sem hafði þjálfað sænska karlalandsliðið í langan tíma (2000-2009), hætti ári eftir að liðið sat eftir í riðlakeppni EM (EM 2008) og var allt annað en vinsæll meðal sænskra fjölmiðla þegar hann hætti. Erik Hamrén er einmitt sextugur Svíi (verður 62 ára á næsta ári), hann þjálfari sænska karlalandsliðið í langan tíma (2009-2016), hætti eftir að hafa setið eftir í riðlakeppni EM (EM 2016) og var líka allt annað en vinsæll meðal sænskra fjölmiðla þegar hann hætti. Persónuleikarnir eru eflaust allt öðruvísi hjá þessum tveimur reynsluboltum en Erik Hamrén var líka eftirmaður Lars Lagerbäck hjá sænska landsliðinu. Hann myndi taka við af Heimi Hallgrímssyni núna en landsliðið í dag er enn undir sterkum áhrifum frá Lagerbäck. Er Erik Hamrén rétti maðurinn? Það lítur út fyrir að hann sé maðurinn hans Guðna Bergssonar. Hvort að ráðning Guðna á sextugum Svía gangi jafnvel upp og ráðning Geirs Þorsteinssonar á sextugum Svía verður hinsvegar að koma í ljós.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira