Segir gjaldahækkanirnar í þjóðgörðunum til að tryggja jafnræði Sighvatur Arnmundsson skrifar 3. ágúst 2018 05:15 Gríðarlegur fjöldi ferðamanna heimsækir Vatnajökulsþjóðgarð á hverju ári. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Gjaldskrá Vatnajökulsþjóðgarðs er endurskoðuð með reglubundnum hætti og núna haldast flestir liðir óbreyttir milli ára. Gjaldskráin er í mörgum liðum og í sumum tilvikum er hún jafnvel að lækka,“ segir Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri þjóðgarðsins. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í fyrradag gagnrýndi Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, stjórnsýslu þjóðgarðanna harðlega. Sagði hún fyrirvaralausar gjaldahækkanir óskiljanlegar og virðingarleysi við ferðaþjónustuaðila. Þá gagnrýndi hún stjórnir þjóðgarða fyrir samráðsleysi. Magnús segir að hækkanir á svæðisgjöldum fyrir hópbíla sem Bjarnheiður geri að umtalsefni vera gerðar til að tryggja jafnræði gesta. „Við viljum tryggja jafnræði við þá sem eru á fólksbílum svo þeir séu ekki að borga margfalt hærra gjald á mann. Þessar hækkanir eru ekki miklar í krónutölum og því má ekki einblína á einhverja eina prósentuhækkun og alhæfa út frá henni.“ Að sögn Magnúsar er stóra málið hins vegar það gríðarlega álag sem sé á þjóðgarðinum. „Við erum að reyna að ná tökum á því. Það kemur um það bil ein milljón gesta í Skaftafell á ári og örlítið færri í Jökulsárlón en þeim fer fjölgandi. Við þurfum að tryggja að náttúran verði ekki fyrir skaða og um leið að upplifun gesta sé sem best.“ Varðandi skort á samvinnu segir Magnús að fulltrúar þjóðgarðsins séu ávallt reiðubúnir til samtals og samvinnu. „Við eigum í góðu samstarfi við marga ferðaþjónustuaðila. Gjaldtaka er pólitískt og viðkvæmt viðfangsefni. Við erum hins vegar neydd til gjaldtöku til að geta veitt þá þjónustu sem gestir gera kröfur um.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Sjá meira
„Gjaldskrá Vatnajökulsþjóðgarðs er endurskoðuð með reglubundnum hætti og núna haldast flestir liðir óbreyttir milli ára. Gjaldskráin er í mörgum liðum og í sumum tilvikum er hún jafnvel að lækka,“ segir Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri þjóðgarðsins. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í fyrradag gagnrýndi Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, stjórnsýslu þjóðgarðanna harðlega. Sagði hún fyrirvaralausar gjaldahækkanir óskiljanlegar og virðingarleysi við ferðaþjónustuaðila. Þá gagnrýndi hún stjórnir þjóðgarða fyrir samráðsleysi. Magnús segir að hækkanir á svæðisgjöldum fyrir hópbíla sem Bjarnheiður geri að umtalsefni vera gerðar til að tryggja jafnræði gesta. „Við viljum tryggja jafnræði við þá sem eru á fólksbílum svo þeir séu ekki að borga margfalt hærra gjald á mann. Þessar hækkanir eru ekki miklar í krónutölum og því má ekki einblína á einhverja eina prósentuhækkun og alhæfa út frá henni.“ Að sögn Magnúsar er stóra málið hins vegar það gríðarlega álag sem sé á þjóðgarðinum. „Við erum að reyna að ná tökum á því. Það kemur um það bil ein milljón gesta í Skaftafell á ári og örlítið færri í Jökulsárlón en þeim fer fjölgandi. Við þurfum að tryggja að náttúran verði ekki fyrir skaða og um leið að upplifun gesta sé sem best.“ Varðandi skort á samvinnu segir Magnús að fulltrúar þjóðgarðsins séu ávallt reiðubúnir til samtals og samvinnu. „Við eigum í góðu samstarfi við marga ferðaþjónustuaðila. Gjaldtaka er pólitískt og viðkvæmt viðfangsefni. Við erum hins vegar neydd til gjaldtöku til að geta veitt þá þjónustu sem gestir gera kröfur um.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Sjá meira