Samgöngustofa segir leyfi til að „skutla“ á Þjóðhátíð ekki fyrir hendi Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. ágúst 2018 15:00 RIB-bátur, eða harðskeljabátur, á fleygiferð. vísir/óskar friðriksson Fyrirtækið Ribsafari, sem býður upp á „skutl“ með svokölluðum RIB-bátum á Þjóðhátíð um Verslunarmannahelgina, hefur ekki heimild til fólksflutninga. Þetta segir í athugasemd Samgöngustofu um starfsemina. Ribsafari telur fyrirtækið starfa innan siglingaheimildar sinnar. Samgöngustofa sendi í gær athugasemd á bæði Landhelgisgæsluna og Ribsafari, fyrirtæki sem býður upp á ferðir með RIB-bátum, harðskeljabátum sem taka 12 manns í sæti. Athugasemdin lýtur að því að RIB-bátar eru ekki samþykktir til fólksflutninga milli staða og þá hafi leyfi fyrir starfsemi bátanna ákveðnar takmarkanir.Einungis Herjólfur með leyfi til fólksflutninga Ribsafari býður þjóðhátíðargestum upp á „skutl“ milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja yfir verslunarmannahelgina með áðurnefndum RIB-bátum. Boðið er upp á áætlunarferðir frá Landeyjahöfn til Eyja föstudaginn 3. ágúst og til baka mánudaginn 6. ágúst. Ferðirnar eru auglýstar sem „skemmtiferðir“ eða „skemmtisiglingar“ en fyrirtæki sem gera út RIB-báta hafa vissulega heimild til slíkra útsýnis- og skoðunarferða, að því er segir í skriflegu svari Samgöngustofu við fyrirspurn Vísis. Samkvæmt skilgreiningu gildir leyfið þó aðeins um ferðir sem hefjast og enda á sama stað. Þannig hafi Ribsafari ekki heimild til þess að flytja farþega milli staða, líkt og virðist uppi á teningnum nú, en í svari Samgöngustofu kemur fram að nokkur greinarmunur sé gerður á þessum leyfum, t.d. hvað varðar kröfur til skipanna, aðbúnaðar, réttinda og mönnunar.Fjöldi fólks leggur leið sína á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum ár hvert, flestir sjóleiðis.Vísir/Vilhelm„Einungis Herjólfur hefur nú farþegaleyfi til flutninga á fólki til siglinga milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja. Útgerð sem kynni að óska eftir leyfi til þessara siglinga þyrfti farþegaleyfi en forsenda fyrir því er að uppfylla viðeigandi reglur um atvinnubáta (farþegaskip),“ segir í svari Samgöngustofu.Landhelgisgæslan vísar á lögreglu Laila Pétursdóttir hjá Ribsafari segir í samtali við Vísi að fyrirtækið telji sig starfa innan marka þess siglingaleyfis sem þeim var veitt, þ.e. leyfis til útsýnis- og skoðunarferða. Þau haldi því áfram siglingum sínum um helgina. Landhelgisgæslan staðfestir að stofnuninni hafi borist ábending um farþegaflutninga með RIB-bátum frá Samgöngustofu. Ábendingunni hafi verið komið áfram á lögregluna í Vestmannaeyjum og því á hennar ábyrgð að aðhafast eitthvað í málinu, þyki tilefni til. Lögreglan í Vestmannaeyjum kannaðist hins vegar ekki við að hafa fengið athugasemdir Samgöngustofu inn á borð til sín þegar Vísir leitaði eftir viðbrögðum í dag. Samgöngur Tengdar fréttir Taka yfir rekstur Herjólfs Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum í dag samning á milli bæjarins og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs sem lagður hefur verið fram af ríkisins. 27. apríl 2018 15:46 Akranes fær að sigla á Þjóðhátíð Samgönguráðuneytið telur Samgöngustofu ekki hafa sýnt fram á að aðstæður til siglinga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar séu aðrar en á milli Reykjavíkur og Akraness. 2. ágúst 2017 11:15 Hafa ferjað Þjóðhátíðargesti til lands í allan dag Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari tók púlsinn á Þjóðhátíðargestum á meðan þeir biðu eftir að komast aftur til Landeyjahafnar. 7. ágúst 2017 18:50 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Fyrirtækið Ribsafari, sem býður upp á „skutl“ með svokölluðum RIB-bátum á Þjóðhátíð um Verslunarmannahelgina, hefur ekki heimild til fólksflutninga. Þetta segir í athugasemd Samgöngustofu um starfsemina. Ribsafari telur fyrirtækið starfa innan siglingaheimildar sinnar. Samgöngustofa sendi í gær athugasemd á bæði Landhelgisgæsluna og Ribsafari, fyrirtæki sem býður upp á ferðir með RIB-bátum, harðskeljabátum sem taka 12 manns í sæti. Athugasemdin lýtur að því að RIB-bátar eru ekki samþykktir til fólksflutninga milli staða og þá hafi leyfi fyrir starfsemi bátanna ákveðnar takmarkanir.Einungis Herjólfur með leyfi til fólksflutninga Ribsafari býður þjóðhátíðargestum upp á „skutl“ milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja yfir verslunarmannahelgina með áðurnefndum RIB-bátum. Boðið er upp á áætlunarferðir frá Landeyjahöfn til Eyja föstudaginn 3. ágúst og til baka mánudaginn 6. ágúst. Ferðirnar eru auglýstar sem „skemmtiferðir“ eða „skemmtisiglingar“ en fyrirtæki sem gera út RIB-báta hafa vissulega heimild til slíkra útsýnis- og skoðunarferða, að því er segir í skriflegu svari Samgöngustofu við fyrirspurn Vísis. Samkvæmt skilgreiningu gildir leyfið þó aðeins um ferðir sem hefjast og enda á sama stað. Þannig hafi Ribsafari ekki heimild til þess að flytja farþega milli staða, líkt og virðist uppi á teningnum nú, en í svari Samgöngustofu kemur fram að nokkur greinarmunur sé gerður á þessum leyfum, t.d. hvað varðar kröfur til skipanna, aðbúnaðar, réttinda og mönnunar.Fjöldi fólks leggur leið sína á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum ár hvert, flestir sjóleiðis.Vísir/Vilhelm„Einungis Herjólfur hefur nú farþegaleyfi til flutninga á fólki til siglinga milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja. Útgerð sem kynni að óska eftir leyfi til þessara siglinga þyrfti farþegaleyfi en forsenda fyrir því er að uppfylla viðeigandi reglur um atvinnubáta (farþegaskip),“ segir í svari Samgöngustofu.Landhelgisgæslan vísar á lögreglu Laila Pétursdóttir hjá Ribsafari segir í samtali við Vísi að fyrirtækið telji sig starfa innan marka þess siglingaleyfis sem þeim var veitt, þ.e. leyfis til útsýnis- og skoðunarferða. Þau haldi því áfram siglingum sínum um helgina. Landhelgisgæslan staðfestir að stofnuninni hafi borist ábending um farþegaflutninga með RIB-bátum frá Samgöngustofu. Ábendingunni hafi verið komið áfram á lögregluna í Vestmannaeyjum og því á hennar ábyrgð að aðhafast eitthvað í málinu, þyki tilefni til. Lögreglan í Vestmannaeyjum kannaðist hins vegar ekki við að hafa fengið athugasemdir Samgöngustofu inn á borð til sín þegar Vísir leitaði eftir viðbrögðum í dag.
Samgöngur Tengdar fréttir Taka yfir rekstur Herjólfs Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum í dag samning á milli bæjarins og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs sem lagður hefur verið fram af ríkisins. 27. apríl 2018 15:46 Akranes fær að sigla á Þjóðhátíð Samgönguráðuneytið telur Samgöngustofu ekki hafa sýnt fram á að aðstæður til siglinga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar séu aðrar en á milli Reykjavíkur og Akraness. 2. ágúst 2017 11:15 Hafa ferjað Þjóðhátíðargesti til lands í allan dag Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari tók púlsinn á Þjóðhátíðargestum á meðan þeir biðu eftir að komast aftur til Landeyjahafnar. 7. ágúst 2017 18:50 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Taka yfir rekstur Herjólfs Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum í dag samning á milli bæjarins og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs sem lagður hefur verið fram af ríkisins. 27. apríl 2018 15:46
Akranes fær að sigla á Þjóðhátíð Samgönguráðuneytið telur Samgöngustofu ekki hafa sýnt fram á að aðstæður til siglinga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar séu aðrar en á milli Reykjavíkur og Akraness. 2. ágúst 2017 11:15
Hafa ferjað Þjóðhátíðargesti til lands í allan dag Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari tók púlsinn á Þjóðhátíðargestum á meðan þeir biðu eftir að komast aftur til Landeyjahafnar. 7. ágúst 2017 18:50