Argentínski framherjinn Gonzalo Higuain fer frá Juventus til AC Milan en ítalski varnarmaðurinn Leonardo Bonucci fer frá AC Milan til Juventus.
Juventus staðfesti þetta á Twitter-síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan.
OFICIAL: Gonzalo Higuain es nuevo jugador del @acmilan.
¡Buena suerte, Pipita! pic.twitter.com/3KzSZW0imz
— Juventus (@juventus_latino) August 2, 2018
OFICIAL: Leonardo Bonucci pasó exitosamente la revisión media y se convierte en nuevo jugador de la Juventus. #ForzaJuve#Juventus
¡Bentornato @bonucci_leo19! pic.twitter.com/hTTNbRzKZN
— Juventus (@juventus_latino) August 2, 2018
Gonzalo Higuain var leikmaður Real Madrid frá 2006 til 2013 og þá hefur hann skorað 31 mark í 75 landsleikjum með Argentínu.
Leonardo Bonucci er 31 árs gamall miðvörður sem er að snúa aftur til Junvetus eftir eins árs fjarveru. Hann samdi við AC Milan sumarið 2017 eftir að hafa spilað með Juventus frá 2010 til 2017.
Leonardo Bonucci hefur spilað 80 landsleiki fyrir Ítala en hann hefur sex sinnum orðið ítalskur meistari með Juventus.
AC Milan borgaði Juventus 35,1 milljónir punda fyrir Bonucci en ákvað að láta hann fara núna. Juventus borgaði Napoli 75,3 milljónir punda fyrir Gonzalo Higuain sumarið 2016.