Ofbeldi í nánu sambandi oftar tilkynnt Sighvatur Arnmundsson skrifar 2. ágúst 2018 06:00 Neyðarmóttaka fyrir þolendur nauðgana er staðsett á Landspítalanum í Fossvogi og er opin allan sólarhringinn, allan ársins hring. Vísir/heiða Það sem af er ári hafa 103 leitað á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Metfjöldi leitaði þangað í fyrra, 187 einstaklingar. Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri á neyðarmóttökunni, segir ekki stefna í að það met verði slegið í ár. „Það leituðu mjög fáir til okkar í júní. Við töldum að umræðan væri að skila sér í þessari fækkun en það hefur aukist töluvert upp á síðkastið,“ segir Hrönn. Að sögn Hrannar er mynstrið nú svipað og á síðasta ári, meðal annars þegar kemur að aldri þolenda kynferðisofbeldis. Þó hefur þeim fjölgað sem leita til neyðarmóttökunnar vegna ofbeldis í nánu sambandi. „Við erum ánægð með þá þróun að þessi hópur sé farinn að leita til okkar. Ég þakka það þeirri umræðu að það sé eitthvað til sem heitir kynferðisofbeldi innan náins sambands.“ Hrönn bendir á að flestir sem verði fyrir heimilisofbeldi lýsi líka kynferðisofbeldi í sambandi. Í tengslum við verslunarmannahelgina hefst jafnan umræða um kynferðisofbeldi. Hrönn segir kynferðisbrot hafi verið fleiri um þessa helgi á árum áður. „Það er mjög mikilvægt að þeir sem halda útihátíðir gefi skýr skilaboð um að þetta sé fordæmt. Kynferðisbrotum um verslunarmannahelgina hefur fækkað meðal annars vegna bættrar gæslu og eftirlits.“ Þá skipti forvarnarstarf miklu. Mikil umræða hafa verið í aðdraganda Þjóðhátíðar í Eyjum 2016. Þá hafi aðeins verið tilkynnt um eitt kynferðisbrot. Í fyrra hafi umræðan verið minni og tilvikin verið fjögur. Hrönn minnir á að neyðarmóttakan sé opin allan sólarhringinn á bráðadeild Landspítalans og segir að þar sé vel tekið á móti fólki. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Tengdar fréttir Ný og stærri Neyðarmóttaka kynferðisofbeldis Verið er að mæta mikilli fjölgun mála og er móttakan hönnuð sérstaklega með þarfir brotaþola í huga. 10. janúar 2018 21:00 Fáir þolendur notfæra sér fría sálfræðiaðstoð Tveir þriðju þeirra sem leita til Neyðarmóttöku fyrir þolendur nauðgana þiggja ekki ókeypis sálfræðiaðstoð sem í boði er. Lítill hluti klárar meðferð með útskrift í samráði við sérfræðing. 6. mars 2017 06:00 Algengt að karlkyns þolendur nauðgana upplifi hótanir, kúgun og mútur Áföll í æsku leiða drengi oft út í afbrot, áfengis- og fíkniefnaneyslu og alvarlegustu afleiðingarnar eftir nauðgun og kynferðislegt ofbeldi meðal karla eru sjálfsvíg, segir Dr. Sigrún Sigurðardóttir lektor. 5. janúar 2018 15:15 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Það sem af er ári hafa 103 leitað á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Metfjöldi leitaði þangað í fyrra, 187 einstaklingar. Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri á neyðarmóttökunni, segir ekki stefna í að það met verði slegið í ár. „Það leituðu mjög fáir til okkar í júní. Við töldum að umræðan væri að skila sér í þessari fækkun en það hefur aukist töluvert upp á síðkastið,“ segir Hrönn. Að sögn Hrannar er mynstrið nú svipað og á síðasta ári, meðal annars þegar kemur að aldri þolenda kynferðisofbeldis. Þó hefur þeim fjölgað sem leita til neyðarmóttökunnar vegna ofbeldis í nánu sambandi. „Við erum ánægð með þá þróun að þessi hópur sé farinn að leita til okkar. Ég þakka það þeirri umræðu að það sé eitthvað til sem heitir kynferðisofbeldi innan náins sambands.“ Hrönn bendir á að flestir sem verði fyrir heimilisofbeldi lýsi líka kynferðisofbeldi í sambandi. Í tengslum við verslunarmannahelgina hefst jafnan umræða um kynferðisofbeldi. Hrönn segir kynferðisbrot hafi verið fleiri um þessa helgi á árum áður. „Það er mjög mikilvægt að þeir sem halda útihátíðir gefi skýr skilaboð um að þetta sé fordæmt. Kynferðisbrotum um verslunarmannahelgina hefur fækkað meðal annars vegna bættrar gæslu og eftirlits.“ Þá skipti forvarnarstarf miklu. Mikil umræða hafa verið í aðdraganda Þjóðhátíðar í Eyjum 2016. Þá hafi aðeins verið tilkynnt um eitt kynferðisbrot. Í fyrra hafi umræðan verið minni og tilvikin verið fjögur. Hrönn minnir á að neyðarmóttakan sé opin allan sólarhringinn á bráðadeild Landspítalans og segir að þar sé vel tekið á móti fólki.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Tengdar fréttir Ný og stærri Neyðarmóttaka kynferðisofbeldis Verið er að mæta mikilli fjölgun mála og er móttakan hönnuð sérstaklega með þarfir brotaþola í huga. 10. janúar 2018 21:00 Fáir þolendur notfæra sér fría sálfræðiaðstoð Tveir þriðju þeirra sem leita til Neyðarmóttöku fyrir þolendur nauðgana þiggja ekki ókeypis sálfræðiaðstoð sem í boði er. Lítill hluti klárar meðferð með útskrift í samráði við sérfræðing. 6. mars 2017 06:00 Algengt að karlkyns þolendur nauðgana upplifi hótanir, kúgun og mútur Áföll í æsku leiða drengi oft út í afbrot, áfengis- og fíkniefnaneyslu og alvarlegustu afleiðingarnar eftir nauðgun og kynferðislegt ofbeldi meðal karla eru sjálfsvíg, segir Dr. Sigrún Sigurðardóttir lektor. 5. janúar 2018 15:15 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Ný og stærri Neyðarmóttaka kynferðisofbeldis Verið er að mæta mikilli fjölgun mála og er móttakan hönnuð sérstaklega með þarfir brotaþola í huga. 10. janúar 2018 21:00
Fáir þolendur notfæra sér fría sálfræðiaðstoð Tveir þriðju þeirra sem leita til Neyðarmóttöku fyrir þolendur nauðgana þiggja ekki ókeypis sálfræðiaðstoð sem í boði er. Lítill hluti klárar meðferð með útskrift í samráði við sérfræðing. 6. mars 2017 06:00
Algengt að karlkyns þolendur nauðgana upplifi hótanir, kúgun og mútur Áföll í æsku leiða drengi oft út í afbrot, áfengis- og fíkniefnaneyslu og alvarlegustu afleiðingarnar eftir nauðgun og kynferðislegt ofbeldi meðal karla eru sjálfsvíg, segir Dr. Sigrún Sigurðardóttir lektor. 5. janúar 2018 15:15
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent