Segir lögreglu ala á fordómum gegn hjólreiðafólki Bergþór Másson skrifar 1. ágúst 2018 18:50 Hjólreiðafólk í Reykjavík. Vísir/Hanna Páll Guðjónsson, stjórnarmaður Landssamtaka hjólreiðamanna, segir færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um kvartanir vegna hjólreiðafólks ala á fordómum gegn hjólreiðafólki. Í dag greindi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu frá því á Facebook síðu sinni að fjölmargar kvartanir vegna hjólreiðafólks hafa borist í sumar. Í færslunni birti lögreglan myndband Samgöngustofu sem fer yfir þau atriði sem mestu máli skipta þegar hjólað er á gangstígum. Sjá einnig: Lögreglan biður reiðhjólafólk um að gera beturPáll Guðjónsson, stjórnarmaður og ritari Landssamtaka hjólreiðamanna, segir í samtali við Vísi að skrif lögreglunnar á Facebook sem fylgdu með fræðslumyndbandinu séu algjörlega misheppnuð. „Ég veit ekki hvort að þetta hafi verið vondur dagur hjá þessari samfélagsmiðlastjörnu þeirra eða hvað sem það er, eða hvort að hún þurfi bara að fara í þjálfun í mannlegum samskiptum, það er verið að ala á fordómum gagnvart hóp með því að vera að endurtaka svona slúður og nota þennan tón.“Páll Guðjónsson, stjórnarmaður Landssamtaka hjólreiðamannaFacebookÍ færslu lögreglunnar kemur fram að „ábendingar eða kvartanir um reiðhjólafólk sem fer ógætilega hafa borist frá vegfarendum í öllum sveitarfélögum í umdæminu og segir það sína sögu.“ Páll segir að þar sé lögreglan að slá fram einhverjum fullyrðingum frá fólki sem hringir daglega. „Það að einhver segir það sama aftur og aftur, stundum daglega, það gerir fullyrðinguna ekki sanna, það þarf að sýna fram á þetta með öðrum hætti, þetta er bara slúður sem þau eru að endurtaka og það er bara ekki smart.“ Páll segir þjóðina búa við mörg stór vandamál svosem hlýnun jarðar, mengun og lífsstílsjúkdóma og segir hann að auknar hljóðreiðar séu hluti af lausninni á öllum þessum vandamálum, og að lögregla eigi ekki að ala á fordómum gegn þeim. Hér má sjá umrædda Facebook færslu lögreglunnar. Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan biður reiðhjólafólk um að gera betur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið fjölmargar kvartanir vegna reiðhjólafólks í sumar. 1. ágúst 2018 10:51 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Sjá meira
Páll Guðjónsson, stjórnarmaður Landssamtaka hjólreiðamanna, segir færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um kvartanir vegna hjólreiðafólks ala á fordómum gegn hjólreiðafólki. Í dag greindi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu frá því á Facebook síðu sinni að fjölmargar kvartanir vegna hjólreiðafólks hafa borist í sumar. Í færslunni birti lögreglan myndband Samgöngustofu sem fer yfir þau atriði sem mestu máli skipta þegar hjólað er á gangstígum. Sjá einnig: Lögreglan biður reiðhjólafólk um að gera beturPáll Guðjónsson, stjórnarmaður og ritari Landssamtaka hjólreiðamanna, segir í samtali við Vísi að skrif lögreglunnar á Facebook sem fylgdu með fræðslumyndbandinu séu algjörlega misheppnuð. „Ég veit ekki hvort að þetta hafi verið vondur dagur hjá þessari samfélagsmiðlastjörnu þeirra eða hvað sem það er, eða hvort að hún þurfi bara að fara í þjálfun í mannlegum samskiptum, það er verið að ala á fordómum gagnvart hóp með því að vera að endurtaka svona slúður og nota þennan tón.“Páll Guðjónsson, stjórnarmaður Landssamtaka hjólreiðamannaFacebookÍ færslu lögreglunnar kemur fram að „ábendingar eða kvartanir um reiðhjólafólk sem fer ógætilega hafa borist frá vegfarendum í öllum sveitarfélögum í umdæminu og segir það sína sögu.“ Páll segir að þar sé lögreglan að slá fram einhverjum fullyrðingum frá fólki sem hringir daglega. „Það að einhver segir það sama aftur og aftur, stundum daglega, það gerir fullyrðinguna ekki sanna, það þarf að sýna fram á þetta með öðrum hætti, þetta er bara slúður sem þau eru að endurtaka og það er bara ekki smart.“ Páll segir þjóðina búa við mörg stór vandamál svosem hlýnun jarðar, mengun og lífsstílsjúkdóma og segir hann að auknar hljóðreiðar séu hluti af lausninni á öllum þessum vandamálum, og að lögregla eigi ekki að ala á fordómum gegn þeim. Hér má sjá umrædda Facebook færslu lögreglunnar.
Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan biður reiðhjólafólk um að gera betur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið fjölmargar kvartanir vegna reiðhjólafólks í sumar. 1. ágúst 2018 10:51 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Sjá meira
Lögreglan biður reiðhjólafólk um að gera betur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið fjölmargar kvartanir vegna reiðhjólafólks í sumar. 1. ágúst 2018 10:51