„Ég bjargaði mannslífi í dag“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. ágúst 2018 16:00 Þórhildur Ólafsdóttir var stödd á ylströndinni í Nauthólsvík með eiginmanni sínum, syni og tveimur systurdætrum sínum þegar eftirtektarsemi henni hennar varð til þess að hún bjargaði mannslífi. Samsett mynd Þórhildur Ólafsdóttir var í fyrradag stödd á ylströndinni í Nauthólsvík með kærastanum sínum, syni og tveimur systurdætrum sínum þegar eftirtektarsemi henni hennar varð til þess að hún bjargaði mannslífi. Kristján, kærasti hennar ákvað að fara með börnin í sjóinn á meðan Þórhildur varð eftir í heita pottinum. Á meðan hún sat og slakaði á í pottinum varð henni litið til strandvarðarins sem henni fannst sem væri annars hugar. Það varð til þess að hún fór að hugsa um einkenni drukknunar, sem eru allt öðruvísi en við sjáum almennt í kvikmyndum. Hún ákvað, fyrir tilviljun, að líta yfir svæðið og athuga hvort einhver sýndi þessi einkenni drukknunar, sem hún hafði lesið sér svo mikið til um. Það liðu ekki nema 2-3 mínútur þar til táningsstúlka í sjónum vekur athygli hennar. Hún var umkringd fólki en höfuðið var frekar neðarlega heldur vanalegt er og buslaði í vatninu með höndunum. Þórhildur hugsaði með sjálfri sér að stúlkan væri bara að í leik með vinum sínum og að hún væri bara að ofhugsa þetta. Henni varð þó fljótlega ljóst að þarna væri eitthvað að.Þórhildur var stödd í heita pottinum í Nauthólsvík þegar hún tók eftir stúlku sem sýndi skrítin einkenni.Fréttablaðið/ernir eyjólfssonÞórhildur rýkur úr heita pottinum og kallar til mannsins síns að athuga með stúlkuna. Í sömu andrá náði stúlkan að koma upp vanmáttugu ópi og fór síðan alveg í kaf. Kristján náði sem betur fer taki á henni strax og hjálpaði henni upp úr. „Ég sá strax að þetta hafði verið rétt hjá mér og hljóp út í og tók á móti henni. Stúlkan náði varla andanum og hóstaði og skalf. Þegar ég tók utan um hana fann ég í hversu hversu miklu sjokki og hversu hrædd stúlkan var. Það liðu nokkrar mínútur þar til hún gat komið upp orði og sagt mér hvað hefði gerst,“ segir Þórhildur. Stúlkan reyndist ekki vera íslensk og var á ylströndinni ein og ósynd. Þórhildur segir í samtali við Vísi að Íslendingar þurfi í auknum mæli að vera vakandi fyrir einkennum drukknunar og fylgjast vel með hvort öðru í sjó og sundi, ekki aðeins okkar eigin börnum. Það eigi sérstaklega við í dag þegar við tökum á móti svona mörgum ferðamönnum sem margir hverjir eru ósyndir. „Þegar ég horfði á eftir stelpunni ganga í land ca tíu mínútum seinna sá ég strandvörðinn ganga aftur að svæðinu... gjörsamlega grunlaus,“ segir Þórhildur sem bætir við að það sé afar mikilvægt að sund-og strandverðir séu með athyglina í lagi í starfinu. Hún segist hafa talað við strandvörðinn sem var brugðið að heyra hvað hafði gerst. „Ég hvet alla til þess að kynna sér þessi einkenni og vera vakandi fyrir þeim í hvert sinn sem farið er í sund því það getur bókstaflega bjargað mannslífi einn daginn.“ Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Sjá meira
Þórhildur Ólafsdóttir var í fyrradag stödd á ylströndinni í Nauthólsvík með kærastanum sínum, syni og tveimur systurdætrum sínum þegar eftirtektarsemi henni hennar varð til þess að hún bjargaði mannslífi. Kristján, kærasti hennar ákvað að fara með börnin í sjóinn á meðan Þórhildur varð eftir í heita pottinum. Á meðan hún sat og slakaði á í pottinum varð henni litið til strandvarðarins sem henni fannst sem væri annars hugar. Það varð til þess að hún fór að hugsa um einkenni drukknunar, sem eru allt öðruvísi en við sjáum almennt í kvikmyndum. Hún ákvað, fyrir tilviljun, að líta yfir svæðið og athuga hvort einhver sýndi þessi einkenni drukknunar, sem hún hafði lesið sér svo mikið til um. Það liðu ekki nema 2-3 mínútur þar til táningsstúlka í sjónum vekur athygli hennar. Hún var umkringd fólki en höfuðið var frekar neðarlega heldur vanalegt er og buslaði í vatninu með höndunum. Þórhildur hugsaði með sjálfri sér að stúlkan væri bara að í leik með vinum sínum og að hún væri bara að ofhugsa þetta. Henni varð þó fljótlega ljóst að þarna væri eitthvað að.Þórhildur var stödd í heita pottinum í Nauthólsvík þegar hún tók eftir stúlku sem sýndi skrítin einkenni.Fréttablaðið/ernir eyjólfssonÞórhildur rýkur úr heita pottinum og kallar til mannsins síns að athuga með stúlkuna. Í sömu andrá náði stúlkan að koma upp vanmáttugu ópi og fór síðan alveg í kaf. Kristján náði sem betur fer taki á henni strax og hjálpaði henni upp úr. „Ég sá strax að þetta hafði verið rétt hjá mér og hljóp út í og tók á móti henni. Stúlkan náði varla andanum og hóstaði og skalf. Þegar ég tók utan um hana fann ég í hversu hversu miklu sjokki og hversu hrædd stúlkan var. Það liðu nokkrar mínútur þar til hún gat komið upp orði og sagt mér hvað hefði gerst,“ segir Þórhildur. Stúlkan reyndist ekki vera íslensk og var á ylströndinni ein og ósynd. Þórhildur segir í samtali við Vísi að Íslendingar þurfi í auknum mæli að vera vakandi fyrir einkennum drukknunar og fylgjast vel með hvort öðru í sjó og sundi, ekki aðeins okkar eigin börnum. Það eigi sérstaklega við í dag þegar við tökum á móti svona mörgum ferðamönnum sem margir hverjir eru ósyndir. „Þegar ég horfði á eftir stelpunni ganga í land ca tíu mínútum seinna sá ég strandvörðinn ganga aftur að svæðinu... gjörsamlega grunlaus,“ segir Þórhildur sem bætir við að það sé afar mikilvægt að sund-og strandverðir séu með athyglina í lagi í starfinu. Hún segist hafa talað við strandvörðinn sem var brugðið að heyra hvað hafði gerst. „Ég hvet alla til þess að kynna sér þessi einkenni og vera vakandi fyrir þeim í hvert sinn sem farið er í sund því það getur bókstaflega bjargað mannslífi einn daginn.“
Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Sjá meira