Selja marga af frægustu leikmunum sögunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. ágúst 2018 06:42 Flottur jakki, tvíd, tvíd. Vísir/Getty Búist er við því að jakki sem leikarinn Harrison Ford skartaði í Star Wars-kvikmyndinni The Empire Strikes Back muni seljast fyrir um eina milljón punda, rúmlega 137 milljónir króna, á uppboði sem fram fer í næsta mánuði. Alls verða rúmlega 600 kvikmyndatengdir munir boðnir upp hjá fyrirtækinu Prop Store í Lundúnum. Meðal annarra muna má nefna svifbrettið sem Marty McFly flaug á í Back To The Future 2 og búninginn sem Johnny Depp klæddist í Edward Scissorhands. Ef marka má frétt á vef breska ríkisútvarpsins þá munu aðdáendur Star Wars-myndabálksins ekki gera fýluferð á uppboðið. Hjálmar, geislasverð og fleiri geimmunir verða fáanlegir í Lundúnum og gert er ráð fyrir því að gripirnir seljist fyrir háar upphæðir.Þessi komu Indiana Jones að góðum notum.Vísir/gettyÞví til staðfestingar er vísað til geislabyssu, sem fyrrnefndur Ford notaði í myndinni Return of the Jedi, sem seldist fyrir næstum 60 milljónir króna á uppboði í júní síðastliðnum. Jakkinn er þó ekki eini Ford-munurinn sem er falur. Áhugasamir munu geta boðið í svipuna sem hann sveiflaði í myndinni Indiana Jones and The Temple Of Doom, sem metin er á 10 milljónir króna. Þá má búast við því að hatturinn sem hvíldi á höfði Ford í The Raiders Of The Lost Ark seljist á allt að 42 milljónir króna. Eins og heyra má geta kvikmyndaáhugamenn því nælt sér í marga af þekktustu leikmunum kvikmyndasögunnar. Uppboðið fer fram dagana 6 til 20 september. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Búist er við því að jakki sem leikarinn Harrison Ford skartaði í Star Wars-kvikmyndinni The Empire Strikes Back muni seljast fyrir um eina milljón punda, rúmlega 137 milljónir króna, á uppboði sem fram fer í næsta mánuði. Alls verða rúmlega 600 kvikmyndatengdir munir boðnir upp hjá fyrirtækinu Prop Store í Lundúnum. Meðal annarra muna má nefna svifbrettið sem Marty McFly flaug á í Back To The Future 2 og búninginn sem Johnny Depp klæddist í Edward Scissorhands. Ef marka má frétt á vef breska ríkisútvarpsins þá munu aðdáendur Star Wars-myndabálksins ekki gera fýluferð á uppboðið. Hjálmar, geislasverð og fleiri geimmunir verða fáanlegir í Lundúnum og gert er ráð fyrir því að gripirnir seljist fyrir háar upphæðir.Þessi komu Indiana Jones að góðum notum.Vísir/gettyÞví til staðfestingar er vísað til geislabyssu, sem fyrrnefndur Ford notaði í myndinni Return of the Jedi, sem seldist fyrir næstum 60 milljónir króna á uppboði í júní síðastliðnum. Jakkinn er þó ekki eini Ford-munurinn sem er falur. Áhugasamir munu geta boðið í svipuna sem hann sveiflaði í myndinni Indiana Jones and The Temple Of Doom, sem metin er á 10 milljónir króna. Þá má búast við því að hatturinn sem hvíldi á höfði Ford í The Raiders Of The Lost Ark seljist á allt að 42 milljónir króna. Eins og heyra má geta kvikmyndaáhugamenn því nælt sér í marga af þekktustu leikmunum kvikmyndasögunnar. Uppboðið fer fram dagana 6 til 20 september.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira