Borgaryfirvöld ráðast í aðgerðir vegna vanda heimilislauss fólks Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 1. ágúst 2018 08:00 Á aukafundi borgarráðs Reykjavíkur sem var haldinn var í gær að beiðni minnihlutaflokka. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Tillögur um húsnæðismál fólks sem telst utangarðs voru samþykktar í gærmorgun á aukafundi borgarráðs sem minnihluti ráðsins óskaði eftir. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands segir miður að ekki hafi verið samþykkt neyðarúrræði sem taka á brýnasta vandanum án tafar. Alls samþykkti borgarráð átta tillögur meirihluta um aðgerðir í húsnæðismálum og eina frá áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands. Flestum tillögum minnihlutans var hins vegar vísað til frekari skoðunar hjá velferðarráði og fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Samþykkt var að útvega fimm lóðir fyrir allt að 25 smáhýsi á þessu ári, bæta þjónustu í samstarfi við ríkið um heilbrigðisþjónustu utangarðsfólks og að velferðarsvið ljúki tillögugerð um áframhaldandi uppbyggingu húsnæðis fyrir fólk sem telst utangarðs. Einnig var samþykkt að fara í viðræður við ríkisvaldið og verkalýðshreyfinguna um breytingar á reglum um stofnframlög og áskorun til ráðherra húsnæðismála um að sveitarfélögum verði gert skylt að fjölga félagslegum íbúðum að ákveðnu hlutfalli við íbúafjölda.Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista.Fréttablaðið/StefánAuk þess verði teknar upp viðræður við önnur sveitarfélög um þátttöku í kostnaði við úrræði sem íbúar viðkomandi sveitarfélaga nýta sér en borgin ber „hitann og þungann“ af, eins og orðað er í tilkynningu Reykjavíkurborgar um fundinn. Þá var samþykkt tillaga Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands á fundinum, um að kanna væntingar og þarfir einstaklinga í húsnæðisvanda. Sanna telur þó að gera hefði mátt betur og segist óánægð með að mörgum tillögum hafi verið vísað inn í ráð. Hún nefnir tillögu sína um neyðarhúsnæði sem var vísað í velferðarráð sem tekur ekki aftur til starfa fyrr en 10. ágúst. „Með því að vísa neyðarúrræðum í ráð erum við ekki að taka á þessum brýna vanda eins fljótt og unnt er. Þó að langtímalausnir séu mikilvægar þurfum við samt sem áður neyðarúrræði sem heimilislaust fólk getur gripið til,“ segir Sanna. Hún segir gott að vinna sé hafin í málaflokknum en veltir fyrir sér hvernig meirihlutinn hafi leyft stöðunni að verða eins og hún er. „Þetta er ekki eitthvað sem á að sitja á hakanum. Maður skynjaði á málflutningi meirihlutans að hann vildi ekki axla ábyrgð með því að vísa í að ríki og önnur sveitarfélög þurfi einnig að koma að málinu. Reykjavíkurborg ber ábyrgð á þessari stöðu og við þurfum strax lausnir fyrir einstaklinga í neyð.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Húsnæðismál Tengdar fréttir Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Samruni N1, Krónunnar og Elko og málefni heimilislausra eru á meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2 sem hefjast kl. 18:30. 31. júlí 2018 18:00 „Hefði viljað sjá meiri kraft til aðgerða á þessum fundi“ Farið var vítt og breitt yfir stöðu heimilislausra í borginni á aukafundi í borgarráði í dag. 31. júlí 2018 17:24 Boða til aukafundar: „Heimilislausir fá ekki sumarfrí frá áhyggjum sínum“ Boðað hefur verið til aukafundar í borgarráði á morgun klukkan 11. 30. júlí 2018 11:06 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira
Tillögur um húsnæðismál fólks sem telst utangarðs voru samþykktar í gærmorgun á aukafundi borgarráðs sem minnihluti ráðsins óskaði eftir. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands segir miður að ekki hafi verið samþykkt neyðarúrræði sem taka á brýnasta vandanum án tafar. Alls samþykkti borgarráð átta tillögur meirihluta um aðgerðir í húsnæðismálum og eina frá áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands. Flestum tillögum minnihlutans var hins vegar vísað til frekari skoðunar hjá velferðarráði og fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Samþykkt var að útvega fimm lóðir fyrir allt að 25 smáhýsi á þessu ári, bæta þjónustu í samstarfi við ríkið um heilbrigðisþjónustu utangarðsfólks og að velferðarsvið ljúki tillögugerð um áframhaldandi uppbyggingu húsnæðis fyrir fólk sem telst utangarðs. Einnig var samþykkt að fara í viðræður við ríkisvaldið og verkalýðshreyfinguna um breytingar á reglum um stofnframlög og áskorun til ráðherra húsnæðismála um að sveitarfélögum verði gert skylt að fjölga félagslegum íbúðum að ákveðnu hlutfalli við íbúafjölda.Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista.Fréttablaðið/StefánAuk þess verði teknar upp viðræður við önnur sveitarfélög um þátttöku í kostnaði við úrræði sem íbúar viðkomandi sveitarfélaga nýta sér en borgin ber „hitann og þungann“ af, eins og orðað er í tilkynningu Reykjavíkurborgar um fundinn. Þá var samþykkt tillaga Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands á fundinum, um að kanna væntingar og þarfir einstaklinga í húsnæðisvanda. Sanna telur þó að gera hefði mátt betur og segist óánægð með að mörgum tillögum hafi verið vísað inn í ráð. Hún nefnir tillögu sína um neyðarhúsnæði sem var vísað í velferðarráð sem tekur ekki aftur til starfa fyrr en 10. ágúst. „Með því að vísa neyðarúrræðum í ráð erum við ekki að taka á þessum brýna vanda eins fljótt og unnt er. Þó að langtímalausnir séu mikilvægar þurfum við samt sem áður neyðarúrræði sem heimilislaust fólk getur gripið til,“ segir Sanna. Hún segir gott að vinna sé hafin í málaflokknum en veltir fyrir sér hvernig meirihlutinn hafi leyft stöðunni að verða eins og hún er. „Þetta er ekki eitthvað sem á að sitja á hakanum. Maður skynjaði á málflutningi meirihlutans að hann vildi ekki axla ábyrgð með því að vísa í að ríki og önnur sveitarfélög þurfi einnig að koma að málinu. Reykjavíkurborg ber ábyrgð á þessari stöðu og við þurfum strax lausnir fyrir einstaklinga í neyð.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Húsnæðismál Tengdar fréttir Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Samruni N1, Krónunnar og Elko og málefni heimilislausra eru á meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2 sem hefjast kl. 18:30. 31. júlí 2018 18:00 „Hefði viljað sjá meiri kraft til aðgerða á þessum fundi“ Farið var vítt og breitt yfir stöðu heimilislausra í borginni á aukafundi í borgarráði í dag. 31. júlí 2018 17:24 Boða til aukafundar: „Heimilislausir fá ekki sumarfrí frá áhyggjum sínum“ Boðað hefur verið til aukafundar í borgarráði á morgun klukkan 11. 30. júlí 2018 11:06 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Samruni N1, Krónunnar og Elko og málefni heimilislausra eru á meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2 sem hefjast kl. 18:30. 31. júlí 2018 18:00
„Hefði viljað sjá meiri kraft til aðgerða á þessum fundi“ Farið var vítt og breitt yfir stöðu heimilislausra í borginni á aukafundi í borgarráði í dag. 31. júlí 2018 17:24
Boða til aukafundar: „Heimilislausir fá ekki sumarfrí frá áhyggjum sínum“ Boðað hefur verið til aukafundar í borgarráði á morgun klukkan 11. 30. júlí 2018 11:06