Björn Bragi setti í kvöld inn á Facebook og Instagram myndaseríu úr brúkaupinu sem verður að teljast ansi skemmtileg. Þar má sjá hvar hann stillir sér upp með eiginkonum annarra gesta úr brúðkaupinu eins og um hans eigin kærustu væri að ræða. Á meðan mátti sjá hina raunverulegu eiginmenn í bakgrunni, heldur súra á svip.
Myndirnar má sjá hér að neðan, en þær voru eins og margar aðrar myndir úr brúðkaupinu merktar með myllumerkinu #algjörgifting.
Brúðkaup eru frábær til að kynnast góðri konu #algjörgifting
A post shared by Björn Bragi (@bjornbragi) on Aug 19, 2018 at 11:00am PDT