Framleiða um eitt kíló frjósemislyfs úr tugum tonna hryssublóðs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. ágúst 2018 21:00 Undanfarin misseri hefur eftirspurn eftir frjósemislyfi, sem framleitt er hér á landi úr hryssublóði, farið ört vaxandi. Í sölu á hryssublóði felast tekjumöguleikar fyrir bændur og hrossaræktendur til að mæta lakari afkomu á öðrum sviðum búrekstrar að sögn framkvæmdastjóra Ísteka. Um árabil hefur fyrirtækið Ísteka framleitt frjósemislyf, einkum notuð í svína- og nautgriparækt, sem unnið er úr hormóni sem fæst úr blóði fylfullra hryssa. Undanfarin misseri hefur hefur eftirspurn eftir lyfinu aukist jafnt og þétt að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins. „Okkar aðal pródúkt er frjósemishormón sem við vinnum úr blóði fylfullra hryssa og seljum svo á erlenda markaði til stórra dýralyfjafyrirtækja úti í heimi,“ segir Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka. Fyrirtækið starfar samkvæmt leyfi Lyfjastofnunar og kaupir blóð af bændum og hrossaræktendum sem tilkynnt hafa um starfsemina til Matvælastofnunar. Varan er framleidd árlega úr tugum tonna hryssublóðs sem duga í framleiðslu um eins kílós af fullunni vöru. „Við höfum náð að auka framleiðslu okkar á hverju einasta ári núna sem er gott, markaðurinn er fyrir hendi og við viljum framleiða meira og raunar höfum við verið að hvetja bændur til þess, nýja bændur að koma inn og gamla bændur að stækka,“ segir Arnþór. Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka.Vísir/Elín Hann segir einkum tvo þætti skýra þá aukningu sem verið hefur að undanförnu. „Nú er staðan þannig að Ísteka hefur verið að bæta mikið við verð og á hverju ári alla veganna seinustu 10 ár eins og ég man. Og á móti því miður hafa aðrar afurðir bænda lækkað í verði þannig að margir hafa þá gripið þennan möguleika.“ Blóðtakan fer fram að hausti og fást úr hverri fylfullri hryssu að jafnaði fimm lítrar í hverri blóðtöku. Blóðið er tekið úr bláæð á hálsi hryssunnar að undangenginni staðdeifingu. Folöldunum sem hryssan gengur með er svo í flestum tilfellum slátrað líkt og í öðrum búrekstri. „Hver hryssa er að meðaltali, ef við myndum mæla þetta í folöldum eins og við gerum stundum, folöldum í sláturhús, þá er hver hryssa að gefa kannski tvö folöld aukalega með því að vera í blóðsöfnun, aukalega við það sem hún hefði gert hefði hún bara verið í folaldaframleiðslu fyrir kjötframleiðslu,“ segir Arnþór. Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur eftirspurn eftir frjósemislyfi, sem framleitt er hér á landi úr hryssublóði, farið ört vaxandi. Í sölu á hryssublóði felast tekjumöguleikar fyrir bændur og hrossaræktendur til að mæta lakari afkomu á öðrum sviðum búrekstrar að sögn framkvæmdastjóra Ísteka. Um árabil hefur fyrirtækið Ísteka framleitt frjósemislyf, einkum notuð í svína- og nautgriparækt, sem unnið er úr hormóni sem fæst úr blóði fylfullra hryssa. Undanfarin misseri hefur hefur eftirspurn eftir lyfinu aukist jafnt og þétt að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins. „Okkar aðal pródúkt er frjósemishormón sem við vinnum úr blóði fylfullra hryssa og seljum svo á erlenda markaði til stórra dýralyfjafyrirtækja úti í heimi,“ segir Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka. Fyrirtækið starfar samkvæmt leyfi Lyfjastofnunar og kaupir blóð af bændum og hrossaræktendum sem tilkynnt hafa um starfsemina til Matvælastofnunar. Varan er framleidd árlega úr tugum tonna hryssublóðs sem duga í framleiðslu um eins kílós af fullunni vöru. „Við höfum náð að auka framleiðslu okkar á hverju einasta ári núna sem er gott, markaðurinn er fyrir hendi og við viljum framleiða meira og raunar höfum við verið að hvetja bændur til þess, nýja bændur að koma inn og gamla bændur að stækka,“ segir Arnþór. Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka.Vísir/Elín Hann segir einkum tvo þætti skýra þá aukningu sem verið hefur að undanförnu. „Nú er staðan þannig að Ísteka hefur verið að bæta mikið við verð og á hverju ári alla veganna seinustu 10 ár eins og ég man. Og á móti því miður hafa aðrar afurðir bænda lækkað í verði þannig að margir hafa þá gripið þennan möguleika.“ Blóðtakan fer fram að hausti og fást úr hverri fylfullri hryssu að jafnaði fimm lítrar í hverri blóðtöku. Blóðið er tekið úr bláæð á hálsi hryssunnar að undangenginni staðdeifingu. Folöldunum sem hryssan gengur með er svo í flestum tilfellum slátrað líkt og í öðrum búrekstri. „Hver hryssa er að meðaltali, ef við myndum mæla þetta í folöldum eins og við gerum stundum, folöldum í sláturhús, þá er hver hryssa að gefa kannski tvö folöld aukalega með því að vera í blóðsöfnun, aukalega við það sem hún hefði gert hefði hún bara verið í folaldaframleiðslu fyrir kjötframleiðslu,“ segir Arnþór.
Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira