Bæjarstjórinn sleppur við rafbíl og heldur jeppanum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 18. ágúst 2018 08:15 Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ. Bæjarstjórn Garðabæjar felldi á fimmtudag tillögu um að fella bifreiðahlunnindi Gunnars Einarssonar bæjarstjóra Garðabæjar úr ráðningarsamningi hans. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í vikunni gagnrýndi Ingvar Arnarson, bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans, laun bæjarstjórans og þá staðreynd að áfram verði honum séð fyrir Toyota Land Cruiser jeppa á kostnað bæjarins. Ingvar lagði því til að fella þessi bifreiðahlunnindi út enda væri um að ræða óþarfa aukakostnað fyrir skattgreiðendur og að laun bæjarstjórans, upp á rúmar 2,2 milljónir á mánuði, dygðu vel fyrir rekstri á eigin bifreið. Þessa tillögu felldi meirihlutinn. Til vara lagði Ingvar til þær breytingar að bærinn útvegaði bæjarstjóranum rafmagnsbíl í staðinn fyrir jeppann. Garðabæjarlistinn teldi mikilvægt að fylgja umhverfisstefnu bæjarins og að bæjarstjórinn færi fyrir með góðu fordæmi í þeim efnum með því að nota umhverfisvænan samgöngumáta. Þessi tillaga var einnig felld sem og þriðja tillagan um að fella út greiðslu fastrar yfirvinnu samkvæmt ráðningarsamningnum í sex mánuði eftir starfslok. Kaup og kjör bæjarstjórans standa því óhögguð og teljast samþykkt af bæjarstjórn. Fréttablaðið fjallaði um ráðningarsamninginn í vikunni og hvernig ákveðið hefði verið að lækka laun bæjarstjórans um tíu prósent. Var það gert eftir að í ljós kom að honum var ekki heimilt að afsala sér launum sem hann á rétt á sem kjörinn bæjarfulltrúi en Gunnar hafði viðrað slíkar hugmyndir eftir kosningar í ljósi umræðu um há laun hans og annarra bæjarstjóra. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Bæjarstjórn Garðabæjar felldi á fimmtudag tillögu um að fella bifreiðahlunnindi Gunnars Einarssonar bæjarstjóra Garðabæjar úr ráðningarsamningi hans. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í vikunni gagnrýndi Ingvar Arnarson, bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans, laun bæjarstjórans og þá staðreynd að áfram verði honum séð fyrir Toyota Land Cruiser jeppa á kostnað bæjarins. Ingvar lagði því til að fella þessi bifreiðahlunnindi út enda væri um að ræða óþarfa aukakostnað fyrir skattgreiðendur og að laun bæjarstjórans, upp á rúmar 2,2 milljónir á mánuði, dygðu vel fyrir rekstri á eigin bifreið. Þessa tillögu felldi meirihlutinn. Til vara lagði Ingvar til þær breytingar að bærinn útvegaði bæjarstjóranum rafmagnsbíl í staðinn fyrir jeppann. Garðabæjarlistinn teldi mikilvægt að fylgja umhverfisstefnu bæjarins og að bæjarstjórinn færi fyrir með góðu fordæmi í þeim efnum með því að nota umhverfisvænan samgöngumáta. Þessi tillaga var einnig felld sem og þriðja tillagan um að fella út greiðslu fastrar yfirvinnu samkvæmt ráðningarsamningnum í sex mánuði eftir starfslok. Kaup og kjör bæjarstjórans standa því óhögguð og teljast samþykkt af bæjarstjórn. Fréttablaðið fjallaði um ráðningarsamninginn í vikunni og hvernig ákveðið hefði verið að lækka laun bæjarstjórans um tíu prósent. Var það gert eftir að í ljós kom að honum var ekki heimilt að afsala sér launum sem hann á rétt á sem kjörinn bæjarfulltrúi en Gunnar hafði viðrað slíkar hugmyndir eftir kosningar í ljósi umræðu um há laun hans og annarra bæjarstjóra.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira