Kristín „nagli“ berst tveggja ára við sjaldgæfa tegund af krabbameini Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. ágúst 2018 09:00 Kristín Halldórsdóttir greindist með illkynja æxli í heila skömmu eftir tveggja ára afmælið sitt. Mynd/Úr einkasafni Kristín Halldórsdóttir greindist í júní með illkynja æxli í heila sem hafði dreift sér niður mænuna. Kristín er aðeins tveggja ára gömul og berst af fullum krafti í veikindunum enda hefur hún strax fengið viðurnefnið Kristín „nagli.“ Starfsfólk leikskólans hennar, Múlaborgar , ætla að hlaupa fyrir hana í Reykjavíkurmaraþoninu. Bæði móðir og amma Kristínar eru starfsmenn leikskólans. Hópurinn hleypur í nafni Kristínar og safnar áheitum til styrktar Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna og með þeim hlaupa líka eldri bræður Kristínar, Arnór Bjarki og Brynjar Bjarmi sem eru níu og fimmtán ára. „Ég er vinkona Birgittu mömmu hennar Kristínar eins og fleiri og við fengum þessar fréttir að stelpan hennar væri alvarlega veik. Manni langar svo til að gera eitthvað til að hjálpa en auðvitað er bara fátt sem er hægt að gera, annað en að senda góðar hugsanir og kærleikskveðjur,“ segir Rakel Þorsteinsdóttir þroskaþjálfi á Múlaborgi í samtali við Vísi. Rakel er ein þeirra sem ætlar að taka þátt fyrir þennan málstað.Kristín er sú fyrsta sem greinist með þessa tegund krabbameins hér á landi.Mynd/Úr einkasafniFyrst til að greinast hér á landi „Þegar hlaupið var auglýst þá sáum við einhverja leið til þess að hjálpa og til þess að styrkja SKB, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Við völdum það félag því að við höfðum heyrt að það hafi gert góða hluti fyrir fólk í þessari stöðu. Við ákváðum að sameinast sem hópur og síðan bættist í hópinn, meðal annars bræður hennar Kristínar litlu og fleiri fjölskyldumeðlimir.“ Kristín er að berjast við sjaldgæfa tegund krabbameins og framundan er löng og ströng barátta hjá fjölskyldunni. „Hún greinist með sjaldgæfa tegund sem heitir ETMR en það er krabbamein sem leggst á heila og miðtaugakerfið. Það greinist aðallega hjá ungum börnum en þetta er fyrsta tilfellið á landinu.“ Kristín hefur í sumar verið í rannsóknum og meðferðum og lítið er vitað um það hvernig framhaldið verður. Hún er núna að byrja sína fjórðu lotu í meðferðinni. „Við erum bara að sýna þeim samstöðu með þessu og hvetja Kristínu nagla áfram og hennar fjölskyldu og allar fjölskyldur sem að eru í þessum erfiðu sporum.“Kristín með bræðrum sínum Arnóri Bjarka og Brynjari Bjarma. Foreldrar þeirra eru Halldór Geir Jensson og Birgitta Rut BirgisdóttirMynd/Úr einkasafniTeikning eftir Kristínu á bolunum Rakel segir að það sé ekki að ástæðulausu sem þessi duglega litla stúlka fékk viðurnefnið sitt.„Það er kraftur í þessari stelpu og ástæða fyrir viðurnefninu nagli. Það er rosalegur kraftur í henni en þetta er náttúrulega erfitt að eiga við, þessi tegund.“ Um þrjátíu hlaupa saman í nafni Kristínar og ætla þau að halda hópinn allt hlaupið og klára þetta saman. „Við létum prenta boli fyrir okkur. Kristín litla teiknaði mynd sem mamma hennar sendi okkur. Við létum prenta myndina hennar á bolinn og munum hlaupa í honum. Það stendur líka Kristín „nagli“ Halldórsdóttir á honum. Það ætti að vera auðvelt að þekkja okkur.“Starfsfólk Múlaborgar í flottu bolunum sem hópurinn hleypur í.Mynd/Rakel ÞorsteinsdóttirÞakklát fyrir samhuginn „Hún er að byrja sína fjórðu meðferð en fer heim í pásur á milli,“ segir Kristín Árnadóttir aðstoðarleikskólastjóri á Múlaborg. Hún er einnig amma Kristínar litlu svo þetta framtak stendur henni mjög nærri. Hún tekur einnig þátt í hlaupinu sjálf. „Ég er mjög glöð með þetta frábæra framtak á þessum vinnustað og þessa miklu samheldni og samhug sem að þau sýna með þessu hlaupi.“Hægt er að heita á hópinn á síðunni Hlaupastyrkur. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Kristín Halldórsdóttir greindist í júní með illkynja æxli í heila sem hafði dreift sér niður mænuna. Kristín er aðeins tveggja ára gömul og berst af fullum krafti í veikindunum enda hefur hún strax fengið viðurnefnið Kristín „nagli.“ Starfsfólk leikskólans hennar, Múlaborgar , ætla að hlaupa fyrir hana í Reykjavíkurmaraþoninu. Bæði móðir og amma Kristínar eru starfsmenn leikskólans. Hópurinn hleypur í nafni Kristínar og safnar áheitum til styrktar Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna og með þeim hlaupa líka eldri bræður Kristínar, Arnór Bjarki og Brynjar Bjarmi sem eru níu og fimmtán ára. „Ég er vinkona Birgittu mömmu hennar Kristínar eins og fleiri og við fengum þessar fréttir að stelpan hennar væri alvarlega veik. Manni langar svo til að gera eitthvað til að hjálpa en auðvitað er bara fátt sem er hægt að gera, annað en að senda góðar hugsanir og kærleikskveðjur,“ segir Rakel Þorsteinsdóttir þroskaþjálfi á Múlaborgi í samtali við Vísi. Rakel er ein þeirra sem ætlar að taka þátt fyrir þennan málstað.Kristín er sú fyrsta sem greinist með þessa tegund krabbameins hér á landi.Mynd/Úr einkasafniFyrst til að greinast hér á landi „Þegar hlaupið var auglýst þá sáum við einhverja leið til þess að hjálpa og til þess að styrkja SKB, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Við völdum það félag því að við höfðum heyrt að það hafi gert góða hluti fyrir fólk í þessari stöðu. Við ákváðum að sameinast sem hópur og síðan bættist í hópinn, meðal annars bræður hennar Kristínar litlu og fleiri fjölskyldumeðlimir.“ Kristín er að berjast við sjaldgæfa tegund krabbameins og framundan er löng og ströng barátta hjá fjölskyldunni. „Hún greinist með sjaldgæfa tegund sem heitir ETMR en það er krabbamein sem leggst á heila og miðtaugakerfið. Það greinist aðallega hjá ungum börnum en þetta er fyrsta tilfellið á landinu.“ Kristín hefur í sumar verið í rannsóknum og meðferðum og lítið er vitað um það hvernig framhaldið verður. Hún er núna að byrja sína fjórðu lotu í meðferðinni. „Við erum bara að sýna þeim samstöðu með þessu og hvetja Kristínu nagla áfram og hennar fjölskyldu og allar fjölskyldur sem að eru í þessum erfiðu sporum.“Kristín með bræðrum sínum Arnóri Bjarka og Brynjari Bjarma. Foreldrar þeirra eru Halldór Geir Jensson og Birgitta Rut BirgisdóttirMynd/Úr einkasafniTeikning eftir Kristínu á bolunum Rakel segir að það sé ekki að ástæðulausu sem þessi duglega litla stúlka fékk viðurnefnið sitt.„Það er kraftur í þessari stelpu og ástæða fyrir viðurnefninu nagli. Það er rosalegur kraftur í henni en þetta er náttúrulega erfitt að eiga við, þessi tegund.“ Um þrjátíu hlaupa saman í nafni Kristínar og ætla þau að halda hópinn allt hlaupið og klára þetta saman. „Við létum prenta boli fyrir okkur. Kristín litla teiknaði mynd sem mamma hennar sendi okkur. Við létum prenta myndina hennar á bolinn og munum hlaupa í honum. Það stendur líka Kristín „nagli“ Halldórsdóttir á honum. Það ætti að vera auðvelt að þekkja okkur.“Starfsfólk Múlaborgar í flottu bolunum sem hópurinn hleypur í.Mynd/Rakel ÞorsteinsdóttirÞakklát fyrir samhuginn „Hún er að byrja sína fjórðu meðferð en fer heim í pásur á milli,“ segir Kristín Árnadóttir aðstoðarleikskólastjóri á Múlaborg. Hún er einnig amma Kristínar litlu svo þetta framtak stendur henni mjög nærri. Hún tekur einnig þátt í hlaupinu sjálf. „Ég er mjög glöð með þetta frábæra framtak á þessum vinnustað og þessa miklu samheldni og samhug sem að þau sýna með þessu hlaupi.“Hægt er að heita á hópinn á síðunni Hlaupastyrkur.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira