Pakistanar óttast upprisu ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 17. ágúst 2018 13:55 Frá vettvangi árásarinnar í júlí. Vísir/AP Yfirvöld í Pakistan óttast að fjöldi vígamanna Íslamska ríkisins hafi flúið frá Írak og Sýrlandi og falið sig í Pakistan. Þar skipuleggi þeir árásir. Yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar segir ISIS-liða vera einhverja stærstu ógn sem steðji að Pakistan um þessar mundir. „Við erum tilbúnir til að berjast í þessu stríði,“ sagði yfirmaðurinn Pervez Ahmed Chandio við AP.Rifjuð er upp árás frá því í júlí þar sem hinn 23 ára gamli Hafeez Nawaz sprengdi sig í loft upp á kosningasamkomu. 149 létu lífið og 300 særðust í árásinni. Nawaz hafði hætt í skóla sínum þremur árum áður og gengið til liðs við ISIS í Afganistan. Eldri bróðir hans hafði gengið til liðs við Talibana árið 2014 en yfirgefið þá mjög fljótt. Skömmu seinna fékk hann bróðir sinn til þess að ganga til liðs við ISIS. Bræðurnir tóku þrjár systur sínar og móður sína með sér til Afganistan. Faðir þeirra, yngsti bróðir þeirra og sá elsti urðu eftir í Pakistan. Yngsti bróðirinn var sendur til þess að sannfæra þá um að koma aftur heim en hann sneri aldrei aftur. Seinna var faðir þeirra og bróðir handteknir við að reyna að komast til Afganistan. Fjölmargir vígahópar eru staðsettir í Pakistan og margir þeirra eru óáreittir af yfirvöldum ríkisins. Embættismenn óttast þó Íslamska ríkið sérstaklega vegna eðlis samtakanna þar í landi og þeirrar leyndar sem meðlimir þeirra fara eftir. Ráði yfirvöld niðurlögum eins hóps vígamanna stingur annar upp kollinum og jafnvel annars staðar í landinu. Þá er lítið sem ekkert vitað um nýja uppbyggingu samtakanna. Sameinuðu þjóðirnar vöruðu við því fyrr í vikunni að enn væru vígamenn Íslamska ríkisins fjölmargir og þar af væru þúsundir erlendra vígamanna. Verið væri að byggja samtökin upp á nýju og ógnin af þeim gæti aukist á nýjan leik. Pakistan Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Yfirvöld í Pakistan óttast að fjöldi vígamanna Íslamska ríkisins hafi flúið frá Írak og Sýrlandi og falið sig í Pakistan. Þar skipuleggi þeir árásir. Yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar segir ISIS-liða vera einhverja stærstu ógn sem steðji að Pakistan um þessar mundir. „Við erum tilbúnir til að berjast í þessu stríði,“ sagði yfirmaðurinn Pervez Ahmed Chandio við AP.Rifjuð er upp árás frá því í júlí þar sem hinn 23 ára gamli Hafeez Nawaz sprengdi sig í loft upp á kosningasamkomu. 149 létu lífið og 300 særðust í árásinni. Nawaz hafði hætt í skóla sínum þremur árum áður og gengið til liðs við ISIS í Afganistan. Eldri bróðir hans hafði gengið til liðs við Talibana árið 2014 en yfirgefið þá mjög fljótt. Skömmu seinna fékk hann bróðir sinn til þess að ganga til liðs við ISIS. Bræðurnir tóku þrjár systur sínar og móður sína með sér til Afganistan. Faðir þeirra, yngsti bróðir þeirra og sá elsti urðu eftir í Pakistan. Yngsti bróðirinn var sendur til þess að sannfæra þá um að koma aftur heim en hann sneri aldrei aftur. Seinna var faðir þeirra og bróðir handteknir við að reyna að komast til Afganistan. Fjölmargir vígahópar eru staðsettir í Pakistan og margir þeirra eru óáreittir af yfirvöldum ríkisins. Embættismenn óttast þó Íslamska ríkið sérstaklega vegna eðlis samtakanna þar í landi og þeirrar leyndar sem meðlimir þeirra fara eftir. Ráði yfirvöld niðurlögum eins hóps vígamanna stingur annar upp kollinum og jafnvel annars staðar í landinu. Þá er lítið sem ekkert vitað um nýja uppbyggingu samtakanna. Sameinuðu þjóðirnar vöruðu við því fyrr í vikunni að enn væru vígamenn Íslamska ríkisins fjölmargir og þar af væru þúsundir erlendra vígamanna. Verið væri að byggja samtökin upp á nýju og ógnin af þeim gæti aukist á nýjan leik.
Pakistan Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira