Meta hversu langt gjóskuflóð úr Öræfajökli gæti náð Kjartan Kjartansson skrifar 19. ágúst 2018 11:00 Hópurinn setur saman GPR-mæla á sléttum nærri Hofi í Öræfum. Með þeim leituðu þau að merkjum um gjóskuflóð frá eldgosinu í Öræfajökli árið 1362. Helga Kristín Torfadóttir Jarðvísindamenn rannsaka nú tún suður af Öræfajökli til að meta hversu langt gjóskuflóð úr hamfaragosi á 14. öld teygði sig. Helga Kristín Torfadóttir, jarðfræðingur, segir að gosið sé alltaf að stækka eftir því sem hópurinn finnur fleiri ummerki um það. Nýlegar hræringar í eldstöðinni undir Öræfajökli sem hefur legið í dvala um aldir hafa valdið vangaveltum um hvort ástæða sé til þess að hækka viðbúnaðarstig vegna mögulegs eldgoss í jöklinum. Engin ákvörðun hefur verið tekin um slíkt en eldfjallarvárhópur frá Háskóla Íslands rannsakar nú merki um fyrri gos í Öræfajökli, þar á meðal hamfaragosið árið 1362.Ekkert sleppur lifandi undan gjóskuflóði Gjóskuflóð eru ein helsta ógnin við byggð í kringum Öræfajökul, að sögn Helgu Kristínar. Þau geta átt sér stað í eldgosum ef gosmökkur þeirra fellur skyndilega saman. Þá getur allt að þúsund gráðu heit gjóska hlaupið niður hlíðar á fjögur hundruð kílómetra hraða á klukkustund. „Það sleppur ekkert lifandi undan svoleiðis,“ segir Helga Kristín. Það gerðist í hamfaragosinu árið 1362 sem er það mannskæðasta sem orðið hefur á Íslandi. Gjóskuflóðið lagði sveitirnar fyrir sunnan jökulinn í rúst. Svæðið hafði verið grænt og frjósamt og þekkt sem Litla-Hérað. Eftir hamfarirnar fékk það hins vegar nafnið Öræfi. Vísindamennirnir ganga nú um tún við bæinn Hof fyrir sunnan Öræfajökul með svonefndar jarðsjár, radarmæla sem geta greint þykkt gjóskulaga frá gosinu fyrir tæpum sjö hundruð árum. Helga Kristín segir að þær mælingar hafi gengið vel en unnið verði úr gögnunum í haust. „Við erum að reyna að sjá hversu langt það hefur farið út á sléttuna og hversu umfangsmikið lagið er. Þetta hjálpar til við að sjá hversu langt þetta drífur út á sléttuna og hversu stórt þetta gos hefur verið,“ segir Helga Kristín um leifar gjóskuflóðsins sunnan jökulsins.Helga Kristín (t.v.) ásamt Ölmu Gythu Huntdington Williams ganga með radarmæli sunnan Öræfajökuls. Hún segir það nokkuð puð þar sem tækin séu þung og ganga þurfi langar vegalengdir með mælana.Helga Kristín TorfadóttirGosið alltaf að stækka og stækka Hópurinn hefur verið á ferð við jökulinn undanfarna daga og fann meðal annars gíga frá minna gosi sem átti sér stað árið 1727 sem talið hafði verið að væru faldir undir jökli. Vísbendingarnar sem hópurinn hefur fundið um stóra gosið árið 1362 benda til þess að það hafi verið enn stærra en vísindamenn höfðu talið. „Fyrir okkur finnst okkur eins og þetta gos sé að stækka miðað við gögnin sem við erum að sjá,“ segir Helga Kristín. Rannsóknirnar gefa vísindamönnunum þannig betri hugmynd um hvað eldgos í Öræfajökli gæti haft í för með sér. Ólíkt öskufalli eru það ekki veður og vindar sem stjórna því í hvaða átt gjóskuflóð streyma. „Það fer eftir því hvar í eldstöðinni gýsÞað fer eftir því hvaða dalur verður fyrir valinu. Það fer eftir því hvaða brún er fyrir valinu í gosinu. Þá er líklegra að gosið fari í átt að þeirri brún,“ segir Helga Kristín.Eldstöðin undir Öræfajökli hefur lengið í dvala undanfarnar aldir en hefur rumskað að undanförnu.Fréttablaðið/GunnþóraTæki flóðið aðeins örfáar mínútur að ná til byggða Ef gos hæfist í Öræfajökli væru flest allir bæir í Öræfum í hættu. Þá bendir Helga Kristín á að þjóðvegurinn sé uppvið fjallið og mikill ferðamannaiðnaður. Gjóskuflóð tæki aðeins örfáar mínútur að ná að þjóðveginum og bæjunum í kring. Mikilvægt sé að gera varúðarráðstafanir af þessum sökum. „Það er í rauninni allt sem er upp við fjallið sem getur orðið fyrir þessu,“ segir hún. Spurð út í hversu langur fyrirvari gæti verið á gosi í jöklinum segir Helga Kristín að jarðskjálftar gætu mælst klukkustundum eða í mesta lagi sólahring fyrir gos. Gos gæti einnig hafist fyrirvaralaust. „Maður þarf bara að læra að þekkja eldstöðina með öllum þessum rannsóknum til þess að átta sig á hversu umfangsmikil þessa gos geta orðið,“ segir hún. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Virkni Öræfajökuls óvenjuleg miðað við sögu eldstöðvarinnar Segir eldstöðina vera að skipta um skap. 27. júlí 2018 13:29 Til skoðunar að hækka viðbúnaðarstig við Öræfajökul upp í gult Ekkert lát virðist vera á virkni í Öræfajökli, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. 26. júlí 2018 23:30 Fyrri eldgos í Öræfajökli mun öflugri en áður var talið Jarðvísindahópur frá Háskóla Íslands er við rannsóknir við jökulinn. Ekki hefur verið tekið ákvörðun um að hækka viðbúnaðarstig 14. ágúst 2018 18:30 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
Jarðvísindamenn rannsaka nú tún suður af Öræfajökli til að meta hversu langt gjóskuflóð úr hamfaragosi á 14. öld teygði sig. Helga Kristín Torfadóttir, jarðfræðingur, segir að gosið sé alltaf að stækka eftir því sem hópurinn finnur fleiri ummerki um það. Nýlegar hræringar í eldstöðinni undir Öræfajökli sem hefur legið í dvala um aldir hafa valdið vangaveltum um hvort ástæða sé til þess að hækka viðbúnaðarstig vegna mögulegs eldgoss í jöklinum. Engin ákvörðun hefur verið tekin um slíkt en eldfjallarvárhópur frá Háskóla Íslands rannsakar nú merki um fyrri gos í Öræfajökli, þar á meðal hamfaragosið árið 1362.Ekkert sleppur lifandi undan gjóskuflóði Gjóskuflóð eru ein helsta ógnin við byggð í kringum Öræfajökul, að sögn Helgu Kristínar. Þau geta átt sér stað í eldgosum ef gosmökkur þeirra fellur skyndilega saman. Þá getur allt að þúsund gráðu heit gjóska hlaupið niður hlíðar á fjögur hundruð kílómetra hraða á klukkustund. „Það sleppur ekkert lifandi undan svoleiðis,“ segir Helga Kristín. Það gerðist í hamfaragosinu árið 1362 sem er það mannskæðasta sem orðið hefur á Íslandi. Gjóskuflóðið lagði sveitirnar fyrir sunnan jökulinn í rúst. Svæðið hafði verið grænt og frjósamt og þekkt sem Litla-Hérað. Eftir hamfarirnar fékk það hins vegar nafnið Öræfi. Vísindamennirnir ganga nú um tún við bæinn Hof fyrir sunnan Öræfajökul með svonefndar jarðsjár, radarmæla sem geta greint þykkt gjóskulaga frá gosinu fyrir tæpum sjö hundruð árum. Helga Kristín segir að þær mælingar hafi gengið vel en unnið verði úr gögnunum í haust. „Við erum að reyna að sjá hversu langt það hefur farið út á sléttuna og hversu umfangsmikið lagið er. Þetta hjálpar til við að sjá hversu langt þetta drífur út á sléttuna og hversu stórt þetta gos hefur verið,“ segir Helga Kristín um leifar gjóskuflóðsins sunnan jökulsins.Helga Kristín (t.v.) ásamt Ölmu Gythu Huntdington Williams ganga með radarmæli sunnan Öræfajökuls. Hún segir það nokkuð puð þar sem tækin séu þung og ganga þurfi langar vegalengdir með mælana.Helga Kristín TorfadóttirGosið alltaf að stækka og stækka Hópurinn hefur verið á ferð við jökulinn undanfarna daga og fann meðal annars gíga frá minna gosi sem átti sér stað árið 1727 sem talið hafði verið að væru faldir undir jökli. Vísbendingarnar sem hópurinn hefur fundið um stóra gosið árið 1362 benda til þess að það hafi verið enn stærra en vísindamenn höfðu talið. „Fyrir okkur finnst okkur eins og þetta gos sé að stækka miðað við gögnin sem við erum að sjá,“ segir Helga Kristín. Rannsóknirnar gefa vísindamönnunum þannig betri hugmynd um hvað eldgos í Öræfajökli gæti haft í för með sér. Ólíkt öskufalli eru það ekki veður og vindar sem stjórna því í hvaða átt gjóskuflóð streyma. „Það fer eftir því hvar í eldstöðinni gýsÞað fer eftir því hvaða dalur verður fyrir valinu. Það fer eftir því hvaða brún er fyrir valinu í gosinu. Þá er líklegra að gosið fari í átt að þeirri brún,“ segir Helga Kristín.Eldstöðin undir Öræfajökli hefur lengið í dvala undanfarnar aldir en hefur rumskað að undanförnu.Fréttablaðið/GunnþóraTæki flóðið aðeins örfáar mínútur að ná til byggða Ef gos hæfist í Öræfajökli væru flest allir bæir í Öræfum í hættu. Þá bendir Helga Kristín á að þjóðvegurinn sé uppvið fjallið og mikill ferðamannaiðnaður. Gjóskuflóð tæki aðeins örfáar mínútur að ná að þjóðveginum og bæjunum í kring. Mikilvægt sé að gera varúðarráðstafanir af þessum sökum. „Það er í rauninni allt sem er upp við fjallið sem getur orðið fyrir þessu,“ segir hún. Spurð út í hversu langur fyrirvari gæti verið á gosi í jöklinum segir Helga Kristín að jarðskjálftar gætu mælst klukkustundum eða í mesta lagi sólahring fyrir gos. Gos gæti einnig hafist fyrirvaralaust. „Maður þarf bara að læra að þekkja eldstöðina með öllum þessum rannsóknum til þess að átta sig á hversu umfangsmikil þessa gos geta orðið,“ segir hún.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Virkni Öræfajökuls óvenjuleg miðað við sögu eldstöðvarinnar Segir eldstöðina vera að skipta um skap. 27. júlí 2018 13:29 Til skoðunar að hækka viðbúnaðarstig við Öræfajökul upp í gult Ekkert lát virðist vera á virkni í Öræfajökli, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. 26. júlí 2018 23:30 Fyrri eldgos í Öræfajökli mun öflugri en áður var talið Jarðvísindahópur frá Háskóla Íslands er við rannsóknir við jökulinn. Ekki hefur verið tekið ákvörðun um að hækka viðbúnaðarstig 14. ágúst 2018 18:30 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
Virkni Öræfajökuls óvenjuleg miðað við sögu eldstöðvarinnar Segir eldstöðina vera að skipta um skap. 27. júlí 2018 13:29
Til skoðunar að hækka viðbúnaðarstig við Öræfajökul upp í gult Ekkert lát virðist vera á virkni í Öræfajökli, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. 26. júlí 2018 23:30
Fyrri eldgos í Öræfajökli mun öflugri en áður var talið Jarðvísindahópur frá Háskóla Íslands er við rannsóknir við jökulinn. Ekki hefur verið tekið ákvörðun um að hækka viðbúnaðarstig 14. ágúst 2018 18:30