Mæla ekki með friðlýsingu sundhallar Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. ágúst 2018 05:00 Ysta byrði hússins er í slæmu ástandi en um timburklæðningu er að ræða að stærstu leyti. Undir henni leynist þó upprunalega húsið frá 1944. „Ég er ósátt við þessa niðurstöðu og finnst hún í raun óskiljanleg. Þarna er verið að átelja sveitarfélagið fyrir að hafa ekki staðið sig við að vernda menningarminjar,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður Hollvinasamtaka Sundhallar Keflavíkur. Minjastofnun ákvað á fundi á þriðjudag að eiga ekki frumkvæði að því að leggja til friðlýsingu Sundhallar Keflavíkur við mennta- og menningarmálaráðherra. Var það gert í ljósi málsatvika og að teknu tilliti til faglegrar niðurstöðu húsafriðunarnefndar á varðveislugildi hússins. Húsafriðunarnefnd segist í bókun sammála niðurstöðu Hjörleifs Stefánssonar arkitekts um að sundhöllin hafi hátt menningarsögulegt gildi. Þá er lýst yfir miklum vonbrigðum með framgöngu Reykjanesbæjar í málinu. Fyrir liggi að hvorki sé vilji né áhugi af hálfu sveitarfélagsins og eiganda að stuðla að varðveislu hússins. Ennfremur segir í bókuninni að nefndin telji sveitarfélög bera skyldur gagnvart varðveislu menningararfs í nærumhverfi sínu. Engu að síður telur nefndin heildarniðurstöðu varðveislumats ekki nægja til að hún geti mælt með friðlýsingu sundhallarinnar. Minjastofnun telur eindregna afstöðu sveitarfélagsins og eiganda hússins valda því að enginn flötur virðist vera á lausn sem almenn sátt gæti náðst um.Ragnheiður Elín Árnadóttir fer fyrir Keflvíkingum sem vilja varðveita gömlu Sundhöllina.vísir/GVARagnheiður Elín segir að Hollvinasamtökin hafi ekki gefið upp alla von um varðveislu sundhallarinnar. „Við höfum óskað eftir fundi með Minjastofnun og verður hann haldinn í næstu viku. Við viljum fá skýringar á þessu og finnst að kafa þurfi betur ofan í þetta.“ Ragnheiður Elín veltir fyrir sér stöðu nýrrar bæjarstjórnar. „Vill hún fá sama dóminn um að skeyta engu um menningarminjar og sögufrægar byggingar?“ spyr hún. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að málinu sé lokið með þessari ákvörðun Minjastofnunar. „Niðurstaðan liggur fyrir og við erum fegin að þessu sé lokið,“ segir Kjartan. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í mars síðastliðnum deiliskipulag þar sem niðurrif sundhallarinnar var heimilað. Samkvæmt skipulaginu má reisa fimm hæða hús á lóðinni. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira
„Ég er ósátt við þessa niðurstöðu og finnst hún í raun óskiljanleg. Þarna er verið að átelja sveitarfélagið fyrir að hafa ekki staðið sig við að vernda menningarminjar,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður Hollvinasamtaka Sundhallar Keflavíkur. Minjastofnun ákvað á fundi á þriðjudag að eiga ekki frumkvæði að því að leggja til friðlýsingu Sundhallar Keflavíkur við mennta- og menningarmálaráðherra. Var það gert í ljósi málsatvika og að teknu tilliti til faglegrar niðurstöðu húsafriðunarnefndar á varðveislugildi hússins. Húsafriðunarnefnd segist í bókun sammála niðurstöðu Hjörleifs Stefánssonar arkitekts um að sundhöllin hafi hátt menningarsögulegt gildi. Þá er lýst yfir miklum vonbrigðum með framgöngu Reykjanesbæjar í málinu. Fyrir liggi að hvorki sé vilji né áhugi af hálfu sveitarfélagsins og eiganda að stuðla að varðveislu hússins. Ennfremur segir í bókuninni að nefndin telji sveitarfélög bera skyldur gagnvart varðveislu menningararfs í nærumhverfi sínu. Engu að síður telur nefndin heildarniðurstöðu varðveislumats ekki nægja til að hún geti mælt með friðlýsingu sundhallarinnar. Minjastofnun telur eindregna afstöðu sveitarfélagsins og eiganda hússins valda því að enginn flötur virðist vera á lausn sem almenn sátt gæti náðst um.Ragnheiður Elín Árnadóttir fer fyrir Keflvíkingum sem vilja varðveita gömlu Sundhöllina.vísir/GVARagnheiður Elín segir að Hollvinasamtökin hafi ekki gefið upp alla von um varðveislu sundhallarinnar. „Við höfum óskað eftir fundi með Minjastofnun og verður hann haldinn í næstu viku. Við viljum fá skýringar á þessu og finnst að kafa þurfi betur ofan í þetta.“ Ragnheiður Elín veltir fyrir sér stöðu nýrrar bæjarstjórnar. „Vill hún fá sama dóminn um að skeyta engu um menningarminjar og sögufrægar byggingar?“ spyr hún. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að málinu sé lokið með þessari ákvörðun Minjastofnunar. „Niðurstaðan liggur fyrir og við erum fegin að þessu sé lokið,“ segir Kjartan. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í mars síðastliðnum deiliskipulag þar sem niðurrif sundhallarinnar var heimilað. Samkvæmt skipulaginu má reisa fimm hæða hús á lóðinni.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira