Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, hefur skrifað undir nýjan ráðningarsamning. Mánaðarlaun hans verða tæpar tvær milljónir króna.
Ný bæjarstjórn hefur gengið frá ráðningu Haraldar, sem hefur verið bæjarstjóri síðan haustið 2007. Í ráðningarsamningi segir að launin skuli vera samkvæmt úrskurði kjararáðs um laun ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytis. Hann fær greiddar 50 einingar af yfirvinnu á mánuði og fær greitt fyrir 1.200 kílómetra akstur á eigin bíl á mánuði.
Föst laun Haraldar, miðað við launatöflu kjararáðs, nema 1.339.043 krónum á mánuði. Fyrir 50 yfirvinnustundir fær Haraldur 478.650 en vegna aksturs fær hann 129.800 krónur á mánuði. Samtals nema launagreiðslurnar 1.947.493 krónum á mánuði.
Mánaðarlaunin tvær milljónir

Tengdar fréttir

Vandar „yfirelítu þessa lands“ ekki kveðjurnar vegna launahækkunar bankastjóra
Tilefni færslu Vilhjálms Birgissonar, verkalýðsleiðtoga á Akranesi, er frétt Fréttablaðsins um launahækkun bankastjóra Landbankans sem nemur 1,2 milljónum á mánuði.

Bæjarstjóra óheimilt að afsala sér launum sem bæjarfulltrúi
Mánaðarlaun Gunnars Einarssonar bæjarstjóra Garðabæjar verða rúmar 2,2 milljónir króna á kjörtímabilinu. Bæjarráð samþykkti ný kjör hans í gær. Minnihlutinn segir laun bæjarstjórans enn allt of há.

Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir
Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra.