Júlíana og Leó misstu fyrsta og eina barnið sitt: „Hún kom ekki til baka“ Bergþór Másson skrifar 16. ágúst 2018 21:30 Júlíana Karvelsdóttir og unnusti hennar, Leó Baldursson, misstu sitt fyrsta og eina barn fyrir tæpu ári. Þau voru þá aðeins 21 og 23 ára gömul. Dóttir þeirra, sem hét Heiðrún, fæddist með hjartagalla og lést aðeins sjö mánaða gömul. Sindri Sindrason ræddi við þau í Ísland í dag í kvöld. Heiðrún fæddist 4. júní árið 2017 með hjarta- og litningagalla. Hjartagallinn hafði komið í ljós á tuttugustu viku meðgöngunnar en að um litningargalla væri að ræða var ekki staðfest fyrr en þremur mánuðum eftir fæðingu. „Við tókum því sem við fengum, okkur var boðið að binda enda á þetta á 24. viku en við sögðum bara að við tækjum því sem við fengum,“ segir Júlíana.Kom ekki til baka eftir hjartastopp 7. janúar, þegar Heiðrún var sjö mánaða gömul, fóru foreldar hennar með hana á Læknavaktina og þaðan á Barnaspítalann. „Þá var hún farin að detta út, við náðum engu sambandi við hana, þegar við erum komin með hana á Læknavaktina þá er hún farin að blána svolítið, þannig við brunum með hana upp á Barnaspítala.“ Á Barnaspítalanum fer hún í allskonar rannsóknir. Þá var hún greind með þvagfærasýkingu, eyrnabólgu, hálsbólgu og háan lungnaþrýsting. Heiðrún var sett í öndunarvél uppi á gjörgæslu og fór þar í hjartastopp. „Þeir bara hnoða hana og okkur var sagt að það hafi verið í tuttugu mínútur. Hún kom ekki til baka eftir þetta. Það var búið að fara í rannsóknir á líffærunum og þau voru öll hætt að starfa eðlilega.“ Heiðrún lést þann 12. janúar 2018.Tilbúin að tala um þetta Eftir andlát Heiðrúnar segja Júlíana og Leó samband þeirra hafa styrkst. „Þetta er erfitt, við bara pössum upp á hvort annað og svo bara gerum við eitthvað sem okkur finnst skemmtilegt að gera og við minnumst hennar í gleði.“ Júlíana segir að margt hafi breyst eftir að Heiðrún lést og að sumt fólk komi öðruvísi fram við hana og Leó. „Fólki finnst oft erfitt að spyrja okkur um Heiðrúnu, en það þarf ekki að vera. Við erum alveg tilbúin að tala um allt hennar og mér finnst betra að fólk spyrji okkur hvað hafi komið fyrir.“ Júlíana og öll fjölskylda hennar ætla að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Neistans, styrktarfélags hjartaveikra barna.Hægt er að heita á þau hér. Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Júlíana Karvelsdóttir og unnusti hennar, Leó Baldursson, misstu sitt fyrsta og eina barn fyrir tæpu ári. Þau voru þá aðeins 21 og 23 ára gömul. Dóttir þeirra, sem hét Heiðrún, fæddist með hjartagalla og lést aðeins sjö mánaða gömul. Sindri Sindrason ræddi við þau í Ísland í dag í kvöld. Heiðrún fæddist 4. júní árið 2017 með hjarta- og litningagalla. Hjartagallinn hafði komið í ljós á tuttugustu viku meðgöngunnar en að um litningargalla væri að ræða var ekki staðfest fyrr en þremur mánuðum eftir fæðingu. „Við tókum því sem við fengum, okkur var boðið að binda enda á þetta á 24. viku en við sögðum bara að við tækjum því sem við fengum,“ segir Júlíana.Kom ekki til baka eftir hjartastopp 7. janúar, þegar Heiðrún var sjö mánaða gömul, fóru foreldar hennar með hana á Læknavaktina og þaðan á Barnaspítalann. „Þá var hún farin að detta út, við náðum engu sambandi við hana, þegar við erum komin með hana á Læknavaktina þá er hún farin að blána svolítið, þannig við brunum með hana upp á Barnaspítala.“ Á Barnaspítalanum fer hún í allskonar rannsóknir. Þá var hún greind með þvagfærasýkingu, eyrnabólgu, hálsbólgu og háan lungnaþrýsting. Heiðrún var sett í öndunarvél uppi á gjörgæslu og fór þar í hjartastopp. „Þeir bara hnoða hana og okkur var sagt að það hafi verið í tuttugu mínútur. Hún kom ekki til baka eftir þetta. Það var búið að fara í rannsóknir á líffærunum og þau voru öll hætt að starfa eðlilega.“ Heiðrún lést þann 12. janúar 2018.Tilbúin að tala um þetta Eftir andlát Heiðrúnar segja Júlíana og Leó samband þeirra hafa styrkst. „Þetta er erfitt, við bara pössum upp á hvort annað og svo bara gerum við eitthvað sem okkur finnst skemmtilegt að gera og við minnumst hennar í gleði.“ Júlíana segir að margt hafi breyst eftir að Heiðrún lést og að sumt fólk komi öðruvísi fram við hana og Leó. „Fólki finnst oft erfitt að spyrja okkur um Heiðrúnu, en það þarf ekki að vera. Við erum alveg tilbúin að tala um allt hennar og mér finnst betra að fólk spyrji okkur hvað hafi komið fyrir.“ Júlíana og öll fjölskylda hennar ætla að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Neistans, styrktarfélags hjartaveikra barna.Hægt er að heita á þau hér.
Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira