Hafnarfjörður kaupi hús í eigin eigu af FH Aðalheiður Ámundadóttir og Sveinn Arnarsson skrifar 16. ágúst 2018 05:00 Reisa á þriðja knatthúsið á svæði FH-inga. Málið hefur verið þrætuepli í bæjarmálum í Hafnarfirði Fréttablaðið/GVA Fulltrúar minnihluta í Hafnarfirði eru mjög ósáttir vegna þeirrar stefnubreytingar sem varð í stóra knatthúsamáli bæjarins í síðustu viku þegar ákveðið var á fundi bæjarráðs að bærinn keypti öll þrjú knatthús Fimleikafélags Hafnarfjarðar á 790 milljónir og FH-ingar stæðu sjálfir að byggingu nýs knatthúss á eigin kostnað og ábyrgð. Á aukafundi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær lögðu fulltrúar minnihlutans fram fjölda fyrirspurna vegna málsins en fyrir liggur að kaup bæjarins á mannvirkjunum hafa það markmið að gera félaginu mögulegt að byggja nýtt knatthús. Meðal annars er vísað til þess að félagið hafi fengið eitt húsanna að gjöf frá bænum árið 1989 en skilyrði gjafagerningsins hafi ekki verið uppfyllt á tilsettum tíma og hann því aldrei farið í gegn og húsið sé því enn í eigu bæjarins. Óskað er upplýsinga um kostnað bæjarins við kaup á þessari eign sinni, þar á meðal tilfallandi kostnaði verði gjafagerningurinn gjaldfærður áður en kaupin fara fram. Einnig er gagnrýnt að hvorki liggi fyrir verðmat né mat á ástandi umræddra eigna heldur fari kaupverðið eftir fjárþörf FH vegna byggingar nýs húss.Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bæjarlistans.Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, oddviti Bæjarlistans í Hafnarfirði, segir þetta ekki góða meðferð skattfjár. „Nei, alls ekki, og við í minnihlutanum erum sammála um það að þessi vinnubrögð séu vafasöm og höfum beint því til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins að ganga úr skugga um það hvort þetta sé löglegt. Okkar tilgáta er sú að þetta sé ólöglegt.“ Knatthúsamálið hefur verið þrætuepli í bæjarmálum Hafnarfjarðar um nokkurra ára skeið og var málið uppspretta stöðugra deilna innan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar á síðasta kjörtímabili. Tvö knatthús eru í Hafnarfirði, bæði á athafnasvæði FH, þar á meðal Risinn í Kaplakrika sem bærinn leigir af félaginu fyrir tugi milljóna á ári. Haukar eiga ekkert yfirbyggt knatthús og vilja fá sams konar samning og gerður var við FH en meirihlutinn í Hafnarfirði hefur ákveðið að FH fái þriðja knatthús bæjarins. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Fulltrúar minnihluta í Hafnarfirði eru mjög ósáttir vegna þeirrar stefnubreytingar sem varð í stóra knatthúsamáli bæjarins í síðustu viku þegar ákveðið var á fundi bæjarráðs að bærinn keypti öll þrjú knatthús Fimleikafélags Hafnarfjarðar á 790 milljónir og FH-ingar stæðu sjálfir að byggingu nýs knatthúss á eigin kostnað og ábyrgð. Á aukafundi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær lögðu fulltrúar minnihlutans fram fjölda fyrirspurna vegna málsins en fyrir liggur að kaup bæjarins á mannvirkjunum hafa það markmið að gera félaginu mögulegt að byggja nýtt knatthús. Meðal annars er vísað til þess að félagið hafi fengið eitt húsanna að gjöf frá bænum árið 1989 en skilyrði gjafagerningsins hafi ekki verið uppfyllt á tilsettum tíma og hann því aldrei farið í gegn og húsið sé því enn í eigu bæjarins. Óskað er upplýsinga um kostnað bæjarins við kaup á þessari eign sinni, þar á meðal tilfallandi kostnaði verði gjafagerningurinn gjaldfærður áður en kaupin fara fram. Einnig er gagnrýnt að hvorki liggi fyrir verðmat né mat á ástandi umræddra eigna heldur fari kaupverðið eftir fjárþörf FH vegna byggingar nýs húss.Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bæjarlistans.Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, oddviti Bæjarlistans í Hafnarfirði, segir þetta ekki góða meðferð skattfjár. „Nei, alls ekki, og við í minnihlutanum erum sammála um það að þessi vinnubrögð séu vafasöm og höfum beint því til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins að ganga úr skugga um það hvort þetta sé löglegt. Okkar tilgáta er sú að þetta sé ólöglegt.“ Knatthúsamálið hefur verið þrætuepli í bæjarmálum Hafnarfjarðar um nokkurra ára skeið og var málið uppspretta stöðugra deilna innan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar á síðasta kjörtímabili. Tvö knatthús eru í Hafnarfirði, bæði á athafnasvæði FH, þar á meðal Risinn í Kaplakrika sem bærinn leigir af félaginu fyrir tugi milljóna á ári. Haukar eiga ekkert yfirbyggt knatthús og vilja fá sams konar samning og gerður var við FH en meirihlutinn í Hafnarfirði hefur ákveðið að FH fái þriðja knatthús bæjarins.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira