Innlent

Löguðu skemmdir frönsku ferðamannanna

Bergþór Másson skrifar
Liðsmenn 4x4 klúbburinn að laga skemmdirnar.
Liðsmenn 4x4 klúbburinn að laga skemmdirnar. Friðrik S. Halldórsson
Franskir ferðamenn voru sektaðir fyrir utanvegaakstur sem olli miklum skemmdum austan við Kerlingafjöll síðastliðinn júlí. Ferðaklúbburinn 4x4 greip til sinna eigin ráða og mætti á svæðið til að reyna að laga skemmdirnar.

Frönsku ferðamennirnir gengust undir sektargerð að upphæð 200 þúsund krónur hvor, eða samtals 400 þúsund krónur, fyrir brot gegn ákvæðum náttúruverndarlaga.

Ferðamennirnir, sem voru keyrandi á jeppa, festu sig í drullusvaði og spændu þar af leiðandi upp jörðina og ollu talsverðum skemmdum.

Sjá einnig: Greiða alls 400 þúsund krónur í sekt vegna utanvegaaksturs við Kerlingafjöll

Sveinbjörn Halldórsson, formaður 4x4, segir í samtali við Vísi ferðaklúbbinn hafa farið í þetta verkefni vegna þess að stefna klúbbsins sé að „vernda náttúruna og stuðla að því að minnka utanvegaakstur og vinna gegn tjóni á náttúrunni.“

Sveinbjörn segir það vera ósanngjarnt að sektirnar sem ferðamennirnir greiði renni í ríkissjóð en síðan geri ríkið ekkert í því að laga skemmdirnar.

Segir Sveinbjörn að þeim hafi tekist mjög vel að laga sprungur og ummerkin eftir utanvegaaksturinn og má sjá það á myndum hér að neðan.

Skemmdirnar eftir frönsku ferðamennina áður en hópurinn tók til handanna.Friðrik S. Halldórsson
Vegurinn eftir að hópurinn gekk í verkið.Friðrik S. Halldórsson

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×