Eurovision: Samið um skuld ísraelska sjónvarpsins við EBU Atli Ísleifsson skrifar 14. ágúst 2018 17:43 Sigurvegarinn Netta Barzilai sagði "Next year: Jerusalem“ þegar hún tók við verðlaunagripnum í Lissabon í maí síðastliðinn. Vísir/Getty Svo virðist sem að samkomulag hafi náðst varðandi skuld ísraelska ríkissjónvarpsins Kan við Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU. Þykir því ljóst að hægt verði að halda keppnina í Ísrael næsta vor eftir allt saman. Forsvarsmenn Kan rituðu nýlega bréf til ríkisstjórnar Ísraels þar sem farið var fram á aukin fjárframlög – 12 milljónir evra eða um 1,5 milljarð íslenskra króna – til að geta staðið straum af kostnaði við að halda keppnina. Ísraelska ríkisstjórnin sagði þvert nei og hótuðu forsvarsmenn Kan því að mögulega þyrfti að halda keppnina í öðru landi. Nú virðist hins vegar lausn vera komin í málið sem snýr að tryggingagjaldi sem sjónvarpsstöðin þarf að greiða EBU til að hýsa keppnina næsta vor. Jerusalem Post greinir frá því að samkomulag hafi náðst milli ísraelska fjármálaráðuneytisins og Kan eftir „maraþonviðræður“, en frestur til að greiða trygginguna rennur út á miðnætti. Að sögn Jerusalem Post hefur fjármálaráðuneytið samþykkt að heimila Kan að taka lán fyrir tryggingunni. Enn hefur ekki fengist staðfest í hvaða borg keppnin verður haldin. Sigurvegarinn Netta Barzilai sagði „Next year: Jerusalem“ þegar hún tók við verðlaunagripnum í Lissabon í maí síðastliðinn, en Kann hefur ekkert staðfest hvort það sé rétt. Síðast þegar keppnin var haldin í Ísrael, árið 1999, fór keppnin fram í Jerúsalem. Eurovision Ísrael Portúgal Tengdar fréttir Hætta á að Eurovision fari ekki fram í Ísrael Hætta er á því að Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, fari ekki fram í Ísrael á næsta ári, fari svo að ísraelska ríkissjónvarpið geri ekki upp skuld sem það á við samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU. 13. ágúst 2018 22:34 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Svo virðist sem að samkomulag hafi náðst varðandi skuld ísraelska ríkissjónvarpsins Kan við Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU. Þykir því ljóst að hægt verði að halda keppnina í Ísrael næsta vor eftir allt saman. Forsvarsmenn Kan rituðu nýlega bréf til ríkisstjórnar Ísraels þar sem farið var fram á aukin fjárframlög – 12 milljónir evra eða um 1,5 milljarð íslenskra króna – til að geta staðið straum af kostnaði við að halda keppnina. Ísraelska ríkisstjórnin sagði þvert nei og hótuðu forsvarsmenn Kan því að mögulega þyrfti að halda keppnina í öðru landi. Nú virðist hins vegar lausn vera komin í málið sem snýr að tryggingagjaldi sem sjónvarpsstöðin þarf að greiða EBU til að hýsa keppnina næsta vor. Jerusalem Post greinir frá því að samkomulag hafi náðst milli ísraelska fjármálaráðuneytisins og Kan eftir „maraþonviðræður“, en frestur til að greiða trygginguna rennur út á miðnætti. Að sögn Jerusalem Post hefur fjármálaráðuneytið samþykkt að heimila Kan að taka lán fyrir tryggingunni. Enn hefur ekki fengist staðfest í hvaða borg keppnin verður haldin. Sigurvegarinn Netta Barzilai sagði „Next year: Jerusalem“ þegar hún tók við verðlaunagripnum í Lissabon í maí síðastliðinn, en Kann hefur ekkert staðfest hvort það sé rétt. Síðast þegar keppnin var haldin í Ísrael, árið 1999, fór keppnin fram í Jerúsalem.
Eurovision Ísrael Portúgal Tengdar fréttir Hætta á að Eurovision fari ekki fram í Ísrael Hætta er á því að Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, fari ekki fram í Ísrael á næsta ári, fari svo að ísraelska ríkissjónvarpið geri ekki upp skuld sem það á við samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU. 13. ágúst 2018 22:34 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Hætta á að Eurovision fari ekki fram í Ísrael Hætta er á því að Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, fari ekki fram í Ísrael á næsta ári, fari svo að ísraelska ríkissjónvarpið geri ekki upp skuld sem það á við samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU. 13. ágúst 2018 22:34