Fækkun hryðjuverka í Evrópu mögulega tímabundin Samúel Karl Ólason skrifar 14. ágúst 2018 15:00 Abu Bakr Al-Baghdadi í Mosul árið 2014 þar sem hann lýsti yfir stofnun Kalífadæmis Íslamska ríkisins. Vísir/AFP Þrátt fyrir ósigra á vígvöllum og töpuð yfirráðasvæði eru vígamenn Íslamska ríkisins í Sýrlandi og Írak enn allt að 30 þúsund talsins. Þar af eru þúsundir erlendra vígamanna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna þar sem varað er við því að hryðjuverkasamtökin gætu verið áfram til staðar í báðum ríkjum. Þá í mynd hefðbundinna hryðjuverkasamtaka og gæti ógnin af þeim aukist á nýjan leik á komandi árum. Þó ISIS-liðar hafi hlotið hvern ósigurinn á fætur öðrum er baráttuvilji ISIS-liða enn til staðar samkvæmt höfundum skýrslunnar. Í skýrslunni, sem lesa má hér, segir að þörf sé á betri upplýsingum um fjárhagsmál ISIS. Slíkar upplýsingar myndu varpa ljósi á tilætlanir forsvarsmanna hryðjuverkasamtakanna og hvort þau séu í stakk búin til að styðja við bakið á hryðjuverkamönnum sem hyggja á árásir, hvar svo sem þeir kunna að vera.Flæði erlendra vígamanna til Írak og Sýrlands hefur nánast stöðvast að fullu. Á móti kemur að flóðið er í öfuga átt, þó það sé minna en talið var að það yrði. Í skýrslunni segir að mikil ógn gæti stafað af vígamönnum sem laumist heim og fari þar í felur.Sjá einnig: Mennirnir sem enginn vill fá heim Heilt yfir litið hefur hryðjuverkaárásum í Evrópu fækkað á þessu ári og í fyrra. Mögulega má rekja það til ósigra ISIS í Mið-Austurlöndum. Samskiptaleiðir samtakanna geta verið í ólagi og ljóst er að margar af æðstu skipuleggjendum og vígamönnum samtakanna hafa verið felldir, þó Abu Bakr al-Baghdadi sé enn að stýra samtökunum. Samkvæmt höfundum skýrslunnar er fækkun hryðjuverka talin tímabundin. Ástandið gæti breyst þegar forsvarsmenn ISIS hafa tekið á vandræðum sínum og endurskipulagt sig. Þá er einnig vakin athygli á þeirri ógn sem stafar af þeirri viðleitni ISIS-liða til að hvetja stuðningsmenn sína á samfélagsmiðlum til að fremja stakar árásir. ISIS-liða má finna víða um heim. Þeir eru í löndunum í kringum Írak og Sýrland, Afganistan, Líbýu, Suðaustur-Asíu og Vestur-Afríku. Þá má einnig finna þá, þó í minna mæli, í Sómalíu, Jemen og á Sinai-skaga í Egyptalandi. Hryðjuverk í Evrópu Jemen Mið-Austurlönd Sómalía Tengdar fréttir Bresk yfirvöld munu ekki koma í veg fyrir dauðarefsingu yfir síðustu „Bítlunum“ Bresk yfirvöld myndu ekki leggjast gegn dauðarefsingu verði tveir breskir menn sem börðust fyrir Íslamska ríkið framseldir til Bandaríkjanna. 23. júlí 2018 15:03 Akilov dæmdur í lífstíðarfangelsi í Svíþjóð Úsbekinn Rakhmat Akilov varð fimm manns að bana og slasaði fjórtán alvarlega þegar hann ók sendiferðabíl á mikilli ferð inn í mannþröng á Drottningargötunni í Stokkhólmi í apríl í fyrra. 7. júní 2018 11:11 Komið að endalokum kalífadæmisins Íslamska ríkið gefur eftir á öllum vígstöðum og setið er um höfuðvígi þeirra í Sýrlandi. Munu samtökin þurkast út með kalífadæminu, eða munu þau færast aftur yfir í skuggana? 14. apríl 2017 08:45 Kallaði eftir árásum á Georg prins Breti sem lýst hafði yfir hollustu við Íslamska ríkið hefur játað ýmis hryðjuverkabrot. 31. maí 2018 18:04 Ætlaði að keyra á fólk á Oxford götu Hinn 26 ára gamli Lewis Ludlow lýsti yfir hollustu við ISIS og ætlaði sér að fremja hryðjuverk í London. 10. ágúst 2018 23:38 Baghdadi stappar stálinu í vígamenn sína Íslamska ríkið birti í dag hljóðupptöku af leiðtoga samtakanna Abu Bakr Al-Baghdadi. 28. september 2017 16:29 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Sjá meira
Þrátt fyrir ósigra á vígvöllum og töpuð yfirráðasvæði eru vígamenn Íslamska ríkisins í Sýrlandi og Írak enn allt að 30 þúsund talsins. Þar af eru þúsundir erlendra vígamanna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna þar sem varað er við því að hryðjuverkasamtökin gætu verið áfram til staðar í báðum ríkjum. Þá í mynd hefðbundinna hryðjuverkasamtaka og gæti ógnin af þeim aukist á nýjan leik á komandi árum. Þó ISIS-liðar hafi hlotið hvern ósigurinn á fætur öðrum er baráttuvilji ISIS-liða enn til staðar samkvæmt höfundum skýrslunnar. Í skýrslunni, sem lesa má hér, segir að þörf sé á betri upplýsingum um fjárhagsmál ISIS. Slíkar upplýsingar myndu varpa ljósi á tilætlanir forsvarsmanna hryðjuverkasamtakanna og hvort þau séu í stakk búin til að styðja við bakið á hryðjuverkamönnum sem hyggja á árásir, hvar svo sem þeir kunna að vera.Flæði erlendra vígamanna til Írak og Sýrlands hefur nánast stöðvast að fullu. Á móti kemur að flóðið er í öfuga átt, þó það sé minna en talið var að það yrði. Í skýrslunni segir að mikil ógn gæti stafað af vígamönnum sem laumist heim og fari þar í felur.Sjá einnig: Mennirnir sem enginn vill fá heim Heilt yfir litið hefur hryðjuverkaárásum í Evrópu fækkað á þessu ári og í fyrra. Mögulega má rekja það til ósigra ISIS í Mið-Austurlöndum. Samskiptaleiðir samtakanna geta verið í ólagi og ljóst er að margar af æðstu skipuleggjendum og vígamönnum samtakanna hafa verið felldir, þó Abu Bakr al-Baghdadi sé enn að stýra samtökunum. Samkvæmt höfundum skýrslunnar er fækkun hryðjuverka talin tímabundin. Ástandið gæti breyst þegar forsvarsmenn ISIS hafa tekið á vandræðum sínum og endurskipulagt sig. Þá er einnig vakin athygli á þeirri ógn sem stafar af þeirri viðleitni ISIS-liða til að hvetja stuðningsmenn sína á samfélagsmiðlum til að fremja stakar árásir. ISIS-liða má finna víða um heim. Þeir eru í löndunum í kringum Írak og Sýrland, Afganistan, Líbýu, Suðaustur-Asíu og Vestur-Afríku. Þá má einnig finna þá, þó í minna mæli, í Sómalíu, Jemen og á Sinai-skaga í Egyptalandi.
Hryðjuverk í Evrópu Jemen Mið-Austurlönd Sómalía Tengdar fréttir Bresk yfirvöld munu ekki koma í veg fyrir dauðarefsingu yfir síðustu „Bítlunum“ Bresk yfirvöld myndu ekki leggjast gegn dauðarefsingu verði tveir breskir menn sem börðust fyrir Íslamska ríkið framseldir til Bandaríkjanna. 23. júlí 2018 15:03 Akilov dæmdur í lífstíðarfangelsi í Svíþjóð Úsbekinn Rakhmat Akilov varð fimm manns að bana og slasaði fjórtán alvarlega þegar hann ók sendiferðabíl á mikilli ferð inn í mannþröng á Drottningargötunni í Stokkhólmi í apríl í fyrra. 7. júní 2018 11:11 Komið að endalokum kalífadæmisins Íslamska ríkið gefur eftir á öllum vígstöðum og setið er um höfuðvígi þeirra í Sýrlandi. Munu samtökin þurkast út með kalífadæminu, eða munu þau færast aftur yfir í skuggana? 14. apríl 2017 08:45 Kallaði eftir árásum á Georg prins Breti sem lýst hafði yfir hollustu við Íslamska ríkið hefur játað ýmis hryðjuverkabrot. 31. maí 2018 18:04 Ætlaði að keyra á fólk á Oxford götu Hinn 26 ára gamli Lewis Ludlow lýsti yfir hollustu við ISIS og ætlaði sér að fremja hryðjuverk í London. 10. ágúst 2018 23:38 Baghdadi stappar stálinu í vígamenn sína Íslamska ríkið birti í dag hljóðupptöku af leiðtoga samtakanna Abu Bakr Al-Baghdadi. 28. september 2017 16:29 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Sjá meira
Bresk yfirvöld munu ekki koma í veg fyrir dauðarefsingu yfir síðustu „Bítlunum“ Bresk yfirvöld myndu ekki leggjast gegn dauðarefsingu verði tveir breskir menn sem börðust fyrir Íslamska ríkið framseldir til Bandaríkjanna. 23. júlí 2018 15:03
Akilov dæmdur í lífstíðarfangelsi í Svíþjóð Úsbekinn Rakhmat Akilov varð fimm manns að bana og slasaði fjórtán alvarlega þegar hann ók sendiferðabíl á mikilli ferð inn í mannþröng á Drottningargötunni í Stokkhólmi í apríl í fyrra. 7. júní 2018 11:11
Komið að endalokum kalífadæmisins Íslamska ríkið gefur eftir á öllum vígstöðum og setið er um höfuðvígi þeirra í Sýrlandi. Munu samtökin þurkast út með kalífadæminu, eða munu þau færast aftur yfir í skuggana? 14. apríl 2017 08:45
Kallaði eftir árásum á Georg prins Breti sem lýst hafði yfir hollustu við Íslamska ríkið hefur játað ýmis hryðjuverkabrot. 31. maí 2018 18:04
Ætlaði að keyra á fólk á Oxford götu Hinn 26 ára gamli Lewis Ludlow lýsti yfir hollustu við ISIS og ætlaði sér að fremja hryðjuverk í London. 10. ágúst 2018 23:38
Baghdadi stappar stálinu í vígamenn sína Íslamska ríkið birti í dag hljóðupptöku af leiðtoga samtakanna Abu Bakr Al-Baghdadi. 28. september 2017 16:29