Aldrei fleiri mál tengd heimilisofbeldi Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. ágúst 2018 06:00 402 tilkynningar um heimilisofbeldi bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrstu sjö mánuði ársins. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Tilkynningum um heimilisofbeldi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að fjölga. Þannig bárust embættinu 402 tilkynningar á fyrstu sjö mánuðum ársins. Á sama tíma á síðasta ári höfðu borist 392 tilkynningar. Eftir að breytt verklag var tekið upp í ársbyrjun 2015 fjölgaði tilkynningum um heimilisofbeldi gríðarlega. Alls voru tilkynningarnar 630 það ár en höfðu verið 479 árið 2014 og 442 árið 2013. Tilkynningum hefur haldið áfram að fjölga og voru þær alls 652 árið 2016 og 703 á síðasta ári. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, segir að þessi fjölgun sé enn innan þeirra marka sem búist hafði verið við. Hún leggur áherslu á að fjölgunin þurfi ekki að þýða að heimilisofbeldi sé að aukast. Aukin umræða leiði til fleiri tilkynninga.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglusjórinn á höfuðborgarsvæðinu.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR„Umræðan hefur verið að breytast á undanförnum árum. Þetta er ekki jafn mikið feimnismál og áður. Þegar við byrjuðum á þessu og breyttum aðferðafræðinni var þetta svolítið á fótinn,“ segir Sigríður Björk. Hún segir þessi mál nú brenna á öllum þjóðum. „Við höfum kynnt þessa aðferðafræði í mjög mörgum löndum. Svíar hafa meðal annars verið að prófa sig áfram og nú er til dæmis í gangi verkefni í Gautaborg sem byggir á þessum hugmyndum.“ Verklagsreglurnar frá 2015 um meðferð og skráningu heimilisofbeldismála, sem voru gefnar út af Ríkislögreglustjóra, eru byggðar á tilraunaverkefni lögreglustjórans á Suðurnesjum. Með reglunum var forgangsröðun lögreglu og sveitarfélaga breytt með það markmið að bæta þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Helmingur manndrápa á Íslandi tengist heimilisofbeldi Alda Hrönn Jóhannsdóttir segir að með breytingum á kerfinu sé mögulegt að bjarga mannslífum. 7. júní 2018 15:30 Ofbeldi í nánu sambandi oftar tilkynnt Metfjöldi leitaði á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á síðasta ári. Stefnir ekki í nýtt met í ár. Verkefnastjóri þar segir að fleiri leiti nú þangað vegna kynferðisofbeldis í nánum samböndum. Umræða hafi fækkað kynferðisbrotum um verslunarmannahelgi. 2. ágúst 2018 06:00 Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira
Tilkynningum um heimilisofbeldi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að fjölga. Þannig bárust embættinu 402 tilkynningar á fyrstu sjö mánuðum ársins. Á sama tíma á síðasta ári höfðu borist 392 tilkynningar. Eftir að breytt verklag var tekið upp í ársbyrjun 2015 fjölgaði tilkynningum um heimilisofbeldi gríðarlega. Alls voru tilkynningarnar 630 það ár en höfðu verið 479 árið 2014 og 442 árið 2013. Tilkynningum hefur haldið áfram að fjölga og voru þær alls 652 árið 2016 og 703 á síðasta ári. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, segir að þessi fjölgun sé enn innan þeirra marka sem búist hafði verið við. Hún leggur áherslu á að fjölgunin þurfi ekki að þýða að heimilisofbeldi sé að aukast. Aukin umræða leiði til fleiri tilkynninga.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglusjórinn á höfuðborgarsvæðinu.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR„Umræðan hefur verið að breytast á undanförnum árum. Þetta er ekki jafn mikið feimnismál og áður. Þegar við byrjuðum á þessu og breyttum aðferðafræðinni var þetta svolítið á fótinn,“ segir Sigríður Björk. Hún segir þessi mál nú brenna á öllum þjóðum. „Við höfum kynnt þessa aðferðafræði í mjög mörgum löndum. Svíar hafa meðal annars verið að prófa sig áfram og nú er til dæmis í gangi verkefni í Gautaborg sem byggir á þessum hugmyndum.“ Verklagsreglurnar frá 2015 um meðferð og skráningu heimilisofbeldismála, sem voru gefnar út af Ríkislögreglustjóra, eru byggðar á tilraunaverkefni lögreglustjórans á Suðurnesjum. Með reglunum var forgangsröðun lögreglu og sveitarfélaga breytt með það markmið að bæta þjónustu við þolendur heimilisofbeldis.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Helmingur manndrápa á Íslandi tengist heimilisofbeldi Alda Hrönn Jóhannsdóttir segir að með breytingum á kerfinu sé mögulegt að bjarga mannslífum. 7. júní 2018 15:30 Ofbeldi í nánu sambandi oftar tilkynnt Metfjöldi leitaði á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á síðasta ári. Stefnir ekki í nýtt met í ár. Verkefnastjóri þar segir að fleiri leiti nú þangað vegna kynferðisofbeldis í nánum samböndum. Umræða hafi fækkað kynferðisbrotum um verslunarmannahelgi. 2. ágúst 2018 06:00 Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira
Helmingur manndrápa á Íslandi tengist heimilisofbeldi Alda Hrönn Jóhannsdóttir segir að með breytingum á kerfinu sé mögulegt að bjarga mannslífum. 7. júní 2018 15:30
Ofbeldi í nánu sambandi oftar tilkynnt Metfjöldi leitaði á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á síðasta ári. Stefnir ekki í nýtt met í ár. Verkefnastjóri þar segir að fleiri leiti nú þangað vegna kynferðisofbeldis í nánum samböndum. Umræða hafi fækkað kynferðisbrotum um verslunarmannahelgi. 2. ágúst 2018 06:00