Tyrkir búa sig undir það versta eftir yfirlýsingagleði Erdogans Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. ágúst 2018 06:00 Recep Tayyip Erdogan heilsar stuðningsfólki sínu í Bayburt. Þar flutti hann eitt sinna umdeildu ávarpa. Vísir/epa Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, lét engan bilbug á sér finna um helgina og sendi Bandaríkjunum tóninn í yfirlýsingum sínum. Óvíst er hvort það dugi til en tyrkneska líran féll um nærri fimmtung á föstudag eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kynnti þvingunaraðgerðir gegn Tyrklandi. Á föstudag tísti Donald Trump að hann hygðist hækka tolla á ál og stál frá Tyrklandi. Tollar fyrir álið yrðu tuttugu prósent en fimmtíu prósent fyrir stálið. Gripið var til aðgerðanna eftir að Tyrkir neituðu að láta bandarískan klerk úr haldi sem sakfelldur hafði verið fyrir þátt sinn í valdaránstilrauninni í Tyrklandi fyrir tveimur árum síðan. Yfir helgina flutti tyrkneski forsetinn þrjú ávörp í tilraun sinni til að ná tökum á stöðunni. Í ávörpunum réðst hann meðal annars gegn Bandaríkjunum og hótaði því að Tyrkir myndu finna sér nýjan bandamann í þeirra stað. Þá útilokaði hann að hækka stýrivexti og þá útilokaði hann einnig þann möguleika að Tyrkland myndi leita á náðir alþjóðlegra stofnana ef allt færi á versta veg. Að auki kallaði hann eftir því að íbúar Tyrklands myndu selja erlendan gjaldeyri og kaupa lírur til að styrkja stöðu lírunnar en frá árinu 2016 hefur verðgildi lírunnar rýrst mjög eða um helming gagnvart dollar og evru.I have just authorized a doubling of Tariffs on Steel and Aluminum with respect to Turkey as their currency, the Turkish Lira, slides rapidly downward against our very strong Dollar! Aluminum will now be 20% and Steel 50%. Our relations with Turkey are not good at this time!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 10, 2018 Þau skilaboð sem Erdogan sendi í ræðum sínum voru þveröfug miðað við það sem fjárfestar höfðu vonast eftir. Í viðtölum við Bloomberg líktu sumir þeim við það að skvetta bensíni á bál. Mjög hefur hægst á tannhjólum tyrknesks efnahagslífs það sem af er ári og mörg stórfyrirtæki komist í hann krappan. Fyrirtækin eru mörg hver afar skuldsett og hefur fréttum af fyrirtækjum sem fara fram á skilmálabreytingar á endurgreiðslum farið fjölgandi. Búist er við því að slíkt muni aukast enn frekar í kjölfar pattstöðunnar milli ríkjanna tveggja. Sem kunnugt er var Erdogan endurkjörinn forseti Tyrklands í júní síðastliðnum. Breytingar á stjórnarskrá landsins, sem samþykktar voru í kjölfar valdaránstilraunarinnar, færa forsetanum gríðarleg völd en þau ná meðal annars til efnahagslífsins. Mörgum þykir forsetinn full þver í afstöðu sinni og hafa kallað eftir því að seðlabanki landsins grípi til aðgerða í stað þess að bíða og vona það besta. Yfirlýsingarnar nú gefa lítið tilefni til þess. „Vandinn nú á rætur sínar að rekja til skorts á efnahagsstjórn í landinu. Það mun reynast núverandi stjórnvöldum afar erfitt að sýna fram að þau séu þess megnug að hanna og fylgja skynssamlegu plani til að leysa hann,“ segir Refet Gurkaynak, hagfræðiprófessor við Bilkent-háskólann í Ankara, við Bloomberg. Gurkaynak segist enn fremur efast um það að vandinn myndi leysast með því að sleppa klerknum úr haldi. Sú aðgerð myndi væntanlega aðeins kaupa Tyrklandi gálgafrest. Skuldastaða Tyrklands gagnvart erlendum ríkjum sé of erfið og vandasamt gæti orðið að ráða niðurlögum verðbólgunnar í landinu. Sem stendur er verðbólga í Tyrklandi tæp sextán prósent og hefur aukist um sex prósentustig frá upphafi árs. Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Virði lírunnar hríðfellur í kjölfar tísts Trump Líran hefur hríðfallið í virði í dag eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti að hann ætlaði að tvöfalda tolla gegn Tyrklandi. 10. ágúst 2018 18:37 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, lét engan bilbug á sér finna um helgina og sendi Bandaríkjunum tóninn í yfirlýsingum sínum. Óvíst er hvort það dugi til en tyrkneska líran féll um nærri fimmtung á föstudag eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kynnti þvingunaraðgerðir gegn Tyrklandi. Á föstudag tísti Donald Trump að hann hygðist hækka tolla á ál og stál frá Tyrklandi. Tollar fyrir álið yrðu tuttugu prósent en fimmtíu prósent fyrir stálið. Gripið var til aðgerðanna eftir að Tyrkir neituðu að láta bandarískan klerk úr haldi sem sakfelldur hafði verið fyrir þátt sinn í valdaránstilrauninni í Tyrklandi fyrir tveimur árum síðan. Yfir helgina flutti tyrkneski forsetinn þrjú ávörp í tilraun sinni til að ná tökum á stöðunni. Í ávörpunum réðst hann meðal annars gegn Bandaríkjunum og hótaði því að Tyrkir myndu finna sér nýjan bandamann í þeirra stað. Þá útilokaði hann að hækka stýrivexti og þá útilokaði hann einnig þann möguleika að Tyrkland myndi leita á náðir alþjóðlegra stofnana ef allt færi á versta veg. Að auki kallaði hann eftir því að íbúar Tyrklands myndu selja erlendan gjaldeyri og kaupa lírur til að styrkja stöðu lírunnar en frá árinu 2016 hefur verðgildi lírunnar rýrst mjög eða um helming gagnvart dollar og evru.I have just authorized a doubling of Tariffs on Steel and Aluminum with respect to Turkey as their currency, the Turkish Lira, slides rapidly downward against our very strong Dollar! Aluminum will now be 20% and Steel 50%. Our relations with Turkey are not good at this time!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 10, 2018 Þau skilaboð sem Erdogan sendi í ræðum sínum voru þveröfug miðað við það sem fjárfestar höfðu vonast eftir. Í viðtölum við Bloomberg líktu sumir þeim við það að skvetta bensíni á bál. Mjög hefur hægst á tannhjólum tyrknesks efnahagslífs það sem af er ári og mörg stórfyrirtæki komist í hann krappan. Fyrirtækin eru mörg hver afar skuldsett og hefur fréttum af fyrirtækjum sem fara fram á skilmálabreytingar á endurgreiðslum farið fjölgandi. Búist er við því að slíkt muni aukast enn frekar í kjölfar pattstöðunnar milli ríkjanna tveggja. Sem kunnugt er var Erdogan endurkjörinn forseti Tyrklands í júní síðastliðnum. Breytingar á stjórnarskrá landsins, sem samþykktar voru í kjölfar valdaránstilraunarinnar, færa forsetanum gríðarleg völd en þau ná meðal annars til efnahagslífsins. Mörgum þykir forsetinn full þver í afstöðu sinni og hafa kallað eftir því að seðlabanki landsins grípi til aðgerða í stað þess að bíða og vona það besta. Yfirlýsingarnar nú gefa lítið tilefni til þess. „Vandinn nú á rætur sínar að rekja til skorts á efnahagsstjórn í landinu. Það mun reynast núverandi stjórnvöldum afar erfitt að sýna fram að þau séu þess megnug að hanna og fylgja skynssamlegu plani til að leysa hann,“ segir Refet Gurkaynak, hagfræðiprófessor við Bilkent-háskólann í Ankara, við Bloomberg. Gurkaynak segist enn fremur efast um það að vandinn myndi leysast með því að sleppa klerknum úr haldi. Sú aðgerð myndi væntanlega aðeins kaupa Tyrklandi gálgafrest. Skuldastaða Tyrklands gagnvart erlendum ríkjum sé of erfið og vandasamt gæti orðið að ráða niðurlögum verðbólgunnar í landinu. Sem stendur er verðbólga í Tyrklandi tæp sextán prósent og hefur aukist um sex prósentustig frá upphafi árs.
Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Virði lírunnar hríðfellur í kjölfar tísts Trump Líran hefur hríðfallið í virði í dag eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti að hann ætlaði að tvöfalda tolla gegn Tyrklandi. 10. ágúst 2018 18:37 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Virði lírunnar hríðfellur í kjölfar tísts Trump Líran hefur hríðfallið í virði í dag eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti að hann ætlaði að tvöfalda tolla gegn Tyrklandi. 10. ágúst 2018 18:37