Glódís Perla Viggósdóttir skoraði í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Rosengard vann öruggan sigur á LB07.
Iva Landeka og Simone Boye Sorensen skoruðu sitt hvort markið í fyrri hálfleik og komu heimakonum í Rosengard í 2-0 forystu áður en gengið var til búningsherbergja.
Íslenski miðvörðurinn innsyglaði svo sigurinn undir lok leiksins.
Glódís spilaði allan leikinn í liði Rosengard og það gerðu Rakel Hönnudóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir líka í liði LB 07.
Glódís skoraði í Íslendingaslag
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti



Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku
Íslenski boltinn

Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar
Körfubolti

Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum
Enski boltinn


