„Skítseiði, hún er skítseiði“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. ágúst 2018 23:15 Omarosa og Trump í Hvíta húsinu snemma árs 2017. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmann Hvíta hússins, „skítseiði“ á stuðningsmannafundi í dag. Omarosa sakar Trump um að hafa uppi kynþáttafordóma í nýrri bók sem kemur út í næstu viku.Sjá einnig: Omarosa segir Trump vera rasista Trump var staddur á stuðningsmannafundi samtakanna „Mótorhjólamenn fyrir Trump“ í dag. Þar spurði fréttamaður bandaríska dagblaðsins New York Times hvort Trump fyndist Omarosa hafa svikið sig, og vísaði þar í skrif Omarosu um hin meintu rasísku ummæli forsetans. Spurningin uppskar kátínu meðal viðstaddra og virtist Trump sjálfum einnig nokkuð skemmt yfir henni. „Skítseiði, hún er skítseiði,“ svaraði forsetinn að bragði. NBC-fréttastofan birti myndskeið af tilsvarinu á Twitter sem horfa má á hér að neðan.Reporter: "Do you feel betrayed by Omarosa?"President Trump: "Lowlife. She's a lowlife." pic.twitter.com/NOBA7nahO1— NBC News (@NBCNews) August 11, 2018 Omarosa er fyrrverandi keppandi í raunveruleikaþáttaröð Trumps, The Apprentice eða Lærlingnum, og var ráðin til starfa hjá Hvíta húsinu eftir að Trump var kjörinn forseti árið 2016. Henni var sagt upp störfum í fyrra. Hún er nú sögð í hefndarhug og ber Trump ekki vel söguna í bók sinni, Unhinged eða Ruglaður upp á íslensku, sem kemur út í næstu viku. Þar segir Omarosa að Trump hafi ítrekað notað „n-orðið“, niðrandi orð yfir svart fólk, við tökur á The Apprentice og fullyrðir að hún geti sannað það með hljóðupptökum. Sarah Sanders talskona Hvíta hússins sagði í yfirlýsingu í gær að fullyrðingar Omarosa ættu sér enga stoð í raunveruleikanum. Trump tjáði sig sjálfur um kynþáttafordóma á Twitter í dag en ár er nú liðið frá mótmælunum í Charlottesville í Virginíu. Kona lést þegar maður ók bíl sínum yfir hana við mótmælin þar sem hvítir þjóðernissinnar, nýnasistar, Ku Klux Klan-liðar og aðrir hægriöfgamenn komu saman. „Ég fordæmi allar tegundir kynþáttafordóma og ofbeldis. Friður til ALLRA Bandaríkjamanna!“ skrifaði Trump á Twitter.The riots in Charlottesville a year ago resulted in senseless death and division. We must come together as a nation. I condemn all types of racism and acts of violence. Peace to ALL Americans!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 11, 2018 Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Tengdaforeldrar Trump fá ríkisborgararétt þrátt fyrir gagnrýni hans Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað gagnrýnt að innflytjendur geti flutt inn fjölskyldur sínar. Tengdaforeldrar hans eru nú orðnir ríkisborgarar í krafti þeirrar reglu. 10. ágúst 2018 10:10 Omarosa segir Trump vera rasista Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og þar áður keppandi í raunveruleikasjónvarpsþáttum Trump, segir að hann hafi ítrekað notað "N-orðið“ við tökur Apprentice þáttanna og það sé til á upptökum. 10. ágúst 2018 22:30 Donald Trump segir stuðning Kanye West skipta miklu máli Donald Trump sagði á Twitter í gær að stuðningur Kanye West skipti hann miklu máli. 11. ágúst 2018 10:15 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmann Hvíta hússins, „skítseiði“ á stuðningsmannafundi í dag. Omarosa sakar Trump um að hafa uppi kynþáttafordóma í nýrri bók sem kemur út í næstu viku.Sjá einnig: Omarosa segir Trump vera rasista Trump var staddur á stuðningsmannafundi samtakanna „Mótorhjólamenn fyrir Trump“ í dag. Þar spurði fréttamaður bandaríska dagblaðsins New York Times hvort Trump fyndist Omarosa hafa svikið sig, og vísaði þar í skrif Omarosu um hin meintu rasísku ummæli forsetans. Spurningin uppskar kátínu meðal viðstaddra og virtist Trump sjálfum einnig nokkuð skemmt yfir henni. „Skítseiði, hún er skítseiði,“ svaraði forsetinn að bragði. NBC-fréttastofan birti myndskeið af tilsvarinu á Twitter sem horfa má á hér að neðan.Reporter: "Do you feel betrayed by Omarosa?"President Trump: "Lowlife. She's a lowlife." pic.twitter.com/NOBA7nahO1— NBC News (@NBCNews) August 11, 2018 Omarosa er fyrrverandi keppandi í raunveruleikaþáttaröð Trumps, The Apprentice eða Lærlingnum, og var ráðin til starfa hjá Hvíta húsinu eftir að Trump var kjörinn forseti árið 2016. Henni var sagt upp störfum í fyrra. Hún er nú sögð í hefndarhug og ber Trump ekki vel söguna í bók sinni, Unhinged eða Ruglaður upp á íslensku, sem kemur út í næstu viku. Þar segir Omarosa að Trump hafi ítrekað notað „n-orðið“, niðrandi orð yfir svart fólk, við tökur á The Apprentice og fullyrðir að hún geti sannað það með hljóðupptökum. Sarah Sanders talskona Hvíta hússins sagði í yfirlýsingu í gær að fullyrðingar Omarosa ættu sér enga stoð í raunveruleikanum. Trump tjáði sig sjálfur um kynþáttafordóma á Twitter í dag en ár er nú liðið frá mótmælunum í Charlottesville í Virginíu. Kona lést þegar maður ók bíl sínum yfir hana við mótmælin þar sem hvítir þjóðernissinnar, nýnasistar, Ku Klux Klan-liðar og aðrir hægriöfgamenn komu saman. „Ég fordæmi allar tegundir kynþáttafordóma og ofbeldis. Friður til ALLRA Bandaríkjamanna!“ skrifaði Trump á Twitter.The riots in Charlottesville a year ago resulted in senseless death and division. We must come together as a nation. I condemn all types of racism and acts of violence. Peace to ALL Americans!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 11, 2018
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Tengdaforeldrar Trump fá ríkisborgararétt þrátt fyrir gagnrýni hans Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað gagnrýnt að innflytjendur geti flutt inn fjölskyldur sínar. Tengdaforeldrar hans eru nú orðnir ríkisborgarar í krafti þeirrar reglu. 10. ágúst 2018 10:10 Omarosa segir Trump vera rasista Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og þar áður keppandi í raunveruleikasjónvarpsþáttum Trump, segir að hann hafi ítrekað notað "N-orðið“ við tökur Apprentice þáttanna og það sé til á upptökum. 10. ágúst 2018 22:30 Donald Trump segir stuðning Kanye West skipta miklu máli Donald Trump sagði á Twitter í gær að stuðningur Kanye West skipti hann miklu máli. 11. ágúst 2018 10:15 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Tengdaforeldrar Trump fá ríkisborgararétt þrátt fyrir gagnrýni hans Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað gagnrýnt að innflytjendur geti flutt inn fjölskyldur sínar. Tengdaforeldrar hans eru nú orðnir ríkisborgarar í krafti þeirrar reglu. 10. ágúst 2018 10:10
Omarosa segir Trump vera rasista Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og þar áður keppandi í raunveruleikasjónvarpsþáttum Trump, segir að hann hafi ítrekað notað "N-orðið“ við tökur Apprentice þáttanna og það sé til á upptökum. 10. ágúst 2018 22:30
Donald Trump segir stuðning Kanye West skipta miklu máli Donald Trump sagði á Twitter í gær að stuðningur Kanye West skipti hann miklu máli. 11. ágúst 2018 10:15