Einn heppinn vinningshafi hlaut tæpar 52 milljónir króna í Lottói helgarinnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Nam vinningurinn samtals 51.735.260 krónum en vinningsmiðinn var seldur í verslun Hagkaups við Furuvelli á Akureyri.
Þá hlaut einn 2 milljónir í vinning fyrir jókertölur kvöldsins og var sá miði seldur í áskrift. Tveir hlutu bónusvinning upp á 330 þúsund krónur en annar keypti miðann í versluninni Vitanum í miðborg Reykjavíkur og hinn útvegaði sér miða á lotto.is.
