Ætlaði að keyra á fólk á Oxford götu Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2018 23:38 Oxford gata er mjög vinsæl og þar má iðulega finna mikið fjölmenni. Vísir/Getty Hinn 26 ára gamli Lewis Ludlow hefur játað að hafa ætlað sér að myrða um undrað manns við verslun Disney á Oxford-götu, sem er vinsæl verslunargata í London. Hann hefur sömuleiðis játað að hafa gefið Íslamska ríkinu peninga. Ludlow tók upp íslamstrú fyrir nokkrum árum og lýsti yfir hollustu við ISIS. Ludlow var fyrst handtekinn árið 2015 og fannst myndefni frá Íslamska ríkinu á tölvum hans. Hann var hins vegar ekki ákærður, samkvæmt Sky News.Í febrúar á þessu ári komu yfirvöld í veg fyrir að hann ferðaðist til Filippseyja og var vegabréf hans fellt úr gildi. Í kjölfarið skipulagði hann áðurnefnda árás. Lögregluþjónar sem leituðu á heimili hans eftir handtökuna komust þó að því að hann hefði átt í samskiptum við mann frá Filippseyjum sem talinn er vera ISIS-liði. Hann hafði sömuleiðis verið í samskiptum við breskan ISIS-liða sem var felldur í drónaárás árið 2016.Síðan þá hafði Ludlow verið undir stöðugu eftirliti vopnaðra lögregluþjóna. Þá ræddu lögregluþjónar, undir fölsku flaggi, við manninn sem Ludlow hafði verið í samskiptum við. Maðurinn, sem heitir Abu Yaqeen, bað þá um að senda peninga til Filippseyja og fremja hryðjuverkaárásir í Bretlandi. Hann setti þá sömuleiðis í samband við Ludlow og sagði hann geta hjálpað þeim við árásir. Í kjölfarið, eða þann 18. apríl, var Ludlow handtekinn aftur. Þá höfðu lögregluþjónar einnig fundið síma í ræsi nærri heimili hans þar sem þeir fundu myndband af honum lýsa yfir hollustu við ISIS og myndir af fjölförnum stöðum, sem lögregluþjónar segja að hafi verið teknar við skipulagningu hryðjuverks. Við frekari leit fundust blaðsíður sem Ludlow hafði rifið í búta. Þar hafði hann skrifað niður áætlun sína. Hann ætlaði sér að leigja sendiferðabíl og keyra honum á fólk á Oxford-götu. Þar hafði hann skrifað að hann gæti myrt nærri því hundrað manns. Hann hafði einnig skoðað hvort hann gæti framið sambærilegar árásir við vaxstyttusafnið Madame Tussauds og við St. Paul‘s kirkjuna. Ludlow játaði í dag og verður dómsuppkvaðning þann 2. nóvember. Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í London Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Hinn 26 ára gamli Lewis Ludlow hefur játað að hafa ætlað sér að myrða um undrað manns við verslun Disney á Oxford-götu, sem er vinsæl verslunargata í London. Hann hefur sömuleiðis játað að hafa gefið Íslamska ríkinu peninga. Ludlow tók upp íslamstrú fyrir nokkrum árum og lýsti yfir hollustu við ISIS. Ludlow var fyrst handtekinn árið 2015 og fannst myndefni frá Íslamska ríkinu á tölvum hans. Hann var hins vegar ekki ákærður, samkvæmt Sky News.Í febrúar á þessu ári komu yfirvöld í veg fyrir að hann ferðaðist til Filippseyja og var vegabréf hans fellt úr gildi. Í kjölfarið skipulagði hann áðurnefnda árás. Lögregluþjónar sem leituðu á heimili hans eftir handtökuna komust þó að því að hann hefði átt í samskiptum við mann frá Filippseyjum sem talinn er vera ISIS-liði. Hann hafði sömuleiðis verið í samskiptum við breskan ISIS-liða sem var felldur í drónaárás árið 2016.Síðan þá hafði Ludlow verið undir stöðugu eftirliti vopnaðra lögregluþjóna. Þá ræddu lögregluþjónar, undir fölsku flaggi, við manninn sem Ludlow hafði verið í samskiptum við. Maðurinn, sem heitir Abu Yaqeen, bað þá um að senda peninga til Filippseyja og fremja hryðjuverkaárásir í Bretlandi. Hann setti þá sömuleiðis í samband við Ludlow og sagði hann geta hjálpað þeim við árásir. Í kjölfarið, eða þann 18. apríl, var Ludlow handtekinn aftur. Þá höfðu lögregluþjónar einnig fundið síma í ræsi nærri heimili hans þar sem þeir fundu myndband af honum lýsa yfir hollustu við ISIS og myndir af fjölförnum stöðum, sem lögregluþjónar segja að hafi verið teknar við skipulagningu hryðjuverks. Við frekari leit fundust blaðsíður sem Ludlow hafði rifið í búta. Þar hafði hann skrifað niður áætlun sína. Hann ætlaði sér að leigja sendiferðabíl og keyra honum á fólk á Oxford-götu. Þar hafði hann skrifað að hann gæti myrt nærri því hundrað manns. Hann hafði einnig skoðað hvort hann gæti framið sambærilegar árásir við vaxstyttusafnið Madame Tussauds og við St. Paul‘s kirkjuna. Ludlow játaði í dag og verður dómsuppkvaðning þann 2. nóvember.
Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í London Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira