Á fjórða tug hefur sóst eftir forvarnarlyfjum gegn HIV Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 11. ágúst 2018 07:15 TIl þess að geta gengist undir meðferðina þarf að koma reglulega í blóð- og sjúkdómaskimun. Vísir/Getty Fleiri en 30 manns hafa farið í skimun hjá Landspítalanum til þess að hefja lyfjameðferð til að fyrirbyggja HIV-smit en áætlað er að fjöldinn verði í kringum 50. Smitsjúkdómalæknir segir að ábatinn af lyfjameðferðinni verði fljótur að dekka kostnað ríkissjóðs vegna niðurgreiðslu meðferðarinnar. Eins og greint var frá í síðustu viku samþykkti lyfjagreiðslunefnd greiðsluþátttöku fyrir samheitalyfinu Emtricitabine/Tenofovir sem er notað í forvarnarskyni gegn HIV-veirunni. Kostnaður lyfjameðferðarinnar er niðurgreiddur að fullu en hins vegar þurfa einstaklingar að greiða fyrir reglulegar læknisheimsóknir og blóðprufur sem eru skilyrði fyrir því að gangast undir meðferðina. „Við erum búin að skima fleiri en 30 karlmenn sem hafa óskað eftir lyfjameðferðinni en ég býst við að þeir verði í kringum 50 talsins þegar upp er staðið,“ segir Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir í samtali við Fréttablaðið. Kostnaður vegna meðferðarinnar nemur 62 þúsund krónum á mánuði fyrir hvern einstakling, eða 744 þúsund á ári. Gangi spár eftir um að 50 manns gangist undir meðferðina nemur heildarkostnaður ríkissjóðs rúmum 37 milljónum á ári. Bryndís bendir á að ábatinn vegi þyngra en kostnaðurinn. „Ef við tökum andlega og líkamlega heilsu einstaklinga út fyrir sviga hafa kostnaðargreiningar sýnt að meðferðin borgi sig upp á fimm til tíu árum,“ segir Bryndís og bendir á að meðferðin sé í flestum tilfellum tímabundin. Lyfjameðferðin sem þarf að gangast undir eftir HIV-smit er hins vegar ævilöng og kostar minnst 150 þúsund á mánuði á hvern einstakling. Þá kom fram í greinargerð starfshóps velferðarráðneytisins sem var birt í byrjun árs að kostnaður vegna lyfja og rannsókna í tengslum við HIV næmi allt að 500 milljónum króna hér á landi. Bryndís nefnir einnig að meðferðin komi til með að fækka öðrum kynsjúkdómum hjá meðferðarhópnum. „Skilyrði fyrir meðferðinni er að koma í skimun á þriggja mánaða fresti. Þá getum við greint og meðhöndlað aðra kynsjúkdóma.“ Þeir einstaklingar sem hug hafa á að nýta sér meðferðina þurfa að hafa samband við Landspítalann og panta tíma á göngudeild smitsjúkdóma. Þar fer fram áhættumat, forvarnafræðsla og rannsóknir á viðkomandi. Aðspurð segir Bryndís að Landspítalinn muni ekki hafa samband við einstaklinga að fyrra bragði til að bjóða meðferðina. Um 220 sjúklingar eru í lyfjameðferð vegna HIV-veirunnar. Alls greindust 27 einstaklingar með HIV-sýkingu á árinu 2017 og var meðalaldurinn 35 ár. Í Farsóttafréttum embættis landlæknir kom fram að áhættuhegðun tengdist sýkingu hjá samkynhneigðum í þrettán tilfellum, gagnkynhneigðum í átta tilfellum og fíkniefnaneyslu í fimm tilfellum, en óvíst var um áhættuþætti í einu tilfelli. Á fyrstu fimm mánuðum þessa árs greindust sextán með HIV-sýkingu og þar af voru þrettán af erlendu bergi brotnir. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Sjá meira
Fleiri en 30 manns hafa farið í skimun hjá Landspítalanum til þess að hefja lyfjameðferð til að fyrirbyggja HIV-smit en áætlað er að fjöldinn verði í kringum 50. Smitsjúkdómalæknir segir að ábatinn af lyfjameðferðinni verði fljótur að dekka kostnað ríkissjóðs vegna niðurgreiðslu meðferðarinnar. Eins og greint var frá í síðustu viku samþykkti lyfjagreiðslunefnd greiðsluþátttöku fyrir samheitalyfinu Emtricitabine/Tenofovir sem er notað í forvarnarskyni gegn HIV-veirunni. Kostnaður lyfjameðferðarinnar er niðurgreiddur að fullu en hins vegar þurfa einstaklingar að greiða fyrir reglulegar læknisheimsóknir og blóðprufur sem eru skilyrði fyrir því að gangast undir meðferðina. „Við erum búin að skima fleiri en 30 karlmenn sem hafa óskað eftir lyfjameðferðinni en ég býst við að þeir verði í kringum 50 talsins þegar upp er staðið,“ segir Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir í samtali við Fréttablaðið. Kostnaður vegna meðferðarinnar nemur 62 þúsund krónum á mánuði fyrir hvern einstakling, eða 744 þúsund á ári. Gangi spár eftir um að 50 manns gangist undir meðferðina nemur heildarkostnaður ríkissjóðs rúmum 37 milljónum á ári. Bryndís bendir á að ábatinn vegi þyngra en kostnaðurinn. „Ef við tökum andlega og líkamlega heilsu einstaklinga út fyrir sviga hafa kostnaðargreiningar sýnt að meðferðin borgi sig upp á fimm til tíu árum,“ segir Bryndís og bendir á að meðferðin sé í flestum tilfellum tímabundin. Lyfjameðferðin sem þarf að gangast undir eftir HIV-smit er hins vegar ævilöng og kostar minnst 150 þúsund á mánuði á hvern einstakling. Þá kom fram í greinargerð starfshóps velferðarráðneytisins sem var birt í byrjun árs að kostnaður vegna lyfja og rannsókna í tengslum við HIV næmi allt að 500 milljónum króna hér á landi. Bryndís nefnir einnig að meðferðin komi til með að fækka öðrum kynsjúkdómum hjá meðferðarhópnum. „Skilyrði fyrir meðferðinni er að koma í skimun á þriggja mánaða fresti. Þá getum við greint og meðhöndlað aðra kynsjúkdóma.“ Þeir einstaklingar sem hug hafa á að nýta sér meðferðina þurfa að hafa samband við Landspítalann og panta tíma á göngudeild smitsjúkdóma. Þar fer fram áhættumat, forvarnafræðsla og rannsóknir á viðkomandi. Aðspurð segir Bryndís að Landspítalinn muni ekki hafa samband við einstaklinga að fyrra bragði til að bjóða meðferðina. Um 220 sjúklingar eru í lyfjameðferð vegna HIV-veirunnar. Alls greindust 27 einstaklingar með HIV-sýkingu á árinu 2017 og var meðalaldurinn 35 ár. Í Farsóttafréttum embættis landlæknir kom fram að áhættuhegðun tengdist sýkingu hjá samkynhneigðum í þrettán tilfellum, gagnkynhneigðum í átta tilfellum og fíkniefnaneyslu í fimm tilfellum, en óvíst var um áhættuþætti í einu tilfelli. Á fyrstu fimm mánuðum þessa árs greindust sextán með HIV-sýkingu og þar af voru þrettán af erlendu bergi brotnir.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Sjá meira