Smá stress en samt ákveðinn léttir Benedikt Bóas skrifar 10. ágúst 2018 06:00 Arnór segir að á síðasta ári hafi komið tímabil þar sem Agent Fresco liðar hafi verið í öðrum verkefnum og hann náð að semja fjölmörg lög. Stone by Stone hafi verið lag sem snemma hafi verið ljóst að gaman yrði að klára. "Það eru mörg lög ókláruð. "Þetta er bara byrjunin þar sem ég sendi út lög í mínu nafni.“ Benjamin Hardman „Ég hef haft minna að gera,“ segir Arnór Dan Arnarson sem flestir þekkja sem söngvara Agent Fresco en hann gefur út sitt fyrsta lag, Stone by Stone, sem sólólistamaður í dag. Fyrir utan að vera að gefa út lag og myndband, svara fjölmiðlafólki hér heima og erlendis, er Arnór að skipuleggja Evróputúr Agent Fresco sem hefst í byrjun næsta mánaðar. „Við í Agent Fresco erum að fara í ferðina í september ásamt tveimur norskum hljómsveitum um Evrópu. Ný plata fer svo vonandi í tökur skömmu eftir túrinn en það er mikið af pælingum í gangi en hún er á réttri leið og verður mjög sérstök – ég lofa því.“ Arnór hefur gefið út mikið af efni en haft þá alltaf einhvern með sér. Hvort sem það er Agent Fresco, Ólafur Arnalds eða Yoko Kanno. Nú er öll ábyrgðin á honum sjálfum og því eðlilega smá stress. „Ég bjóst ekki við að það væri spenna eða stress en þegar ég tilkynnti um lagið þá komu fiðrildin í maganum á óvart. Ég er stanslaust búinn að vera að gefa út en þá með Agent Fresco, Ólafi Arnalds eða Broadchurch verkefninu. Öll ábyrgðin liggur nú hjá mér og það er geggjuð tilfinning. Mér finnst líka gaman að stýra ferðinni,“ segir hann. Lagið Stone by Stone er unnið með Janusi Rasmussen og Sakarisi Emil Joensen en textinn er eftir hann sjálfan. Myndbandið var svo unnið í samstarfi við listamenn sem Arnór hefur fylgst með og dáð. „Ég fékk í raun akkúrat það fólk sem ég vildi vinna með eins og Benjamin Hardman og Amy Haslehurst. Unnur Elísabet dansari kom til mín með hugmynd fyrir verkið Ég býð mig fram, og úr varð samstarf sem sjá má í myndbandinu. Þetta er samsuða af fólki sem vill vinna saman og þannig endaði þetta verkefni – sem eitt stórt samstarfsprójekt.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
„Ég hef haft minna að gera,“ segir Arnór Dan Arnarson sem flestir þekkja sem söngvara Agent Fresco en hann gefur út sitt fyrsta lag, Stone by Stone, sem sólólistamaður í dag. Fyrir utan að vera að gefa út lag og myndband, svara fjölmiðlafólki hér heima og erlendis, er Arnór að skipuleggja Evróputúr Agent Fresco sem hefst í byrjun næsta mánaðar. „Við í Agent Fresco erum að fara í ferðina í september ásamt tveimur norskum hljómsveitum um Evrópu. Ný plata fer svo vonandi í tökur skömmu eftir túrinn en það er mikið af pælingum í gangi en hún er á réttri leið og verður mjög sérstök – ég lofa því.“ Arnór hefur gefið út mikið af efni en haft þá alltaf einhvern með sér. Hvort sem það er Agent Fresco, Ólafur Arnalds eða Yoko Kanno. Nú er öll ábyrgðin á honum sjálfum og því eðlilega smá stress. „Ég bjóst ekki við að það væri spenna eða stress en þegar ég tilkynnti um lagið þá komu fiðrildin í maganum á óvart. Ég er stanslaust búinn að vera að gefa út en þá með Agent Fresco, Ólafi Arnalds eða Broadchurch verkefninu. Öll ábyrgðin liggur nú hjá mér og það er geggjuð tilfinning. Mér finnst líka gaman að stýra ferðinni,“ segir hann. Lagið Stone by Stone er unnið með Janusi Rasmussen og Sakarisi Emil Joensen en textinn er eftir hann sjálfan. Myndbandið var svo unnið í samstarfi við listamenn sem Arnór hefur fylgst með og dáð. „Ég fékk í raun akkúrat það fólk sem ég vildi vinna með eins og Benjamin Hardman og Amy Haslehurst. Unnur Elísabet dansari kom til mín með hugmynd fyrir verkið Ég býð mig fram, og úr varð samstarf sem sjá má í myndbandinu. Þetta er samsuða af fólki sem vill vinna saman og þannig endaði þetta verkefni – sem eitt stórt samstarfsprójekt.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira