Japanskar lausnir geta hentað á Þingeyri Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. ágúst 2018 19:45 Mikil gróska hefur verið í nýsköpunar og listastarfi á Þingeyri að undanförnu. Lausnir sem reynst hafa vel í Japan vegna fólksfækkunar í strjálbýli geta líka reynst vel á Íslandi. Þetta segir japanskur arkitekt sem starfað hefur að verkefni því tengdu á Þingeyri undanfarin þrjú ár. Hann segir list og skapandi hugsun meðal annars gegna lykilhlurverki. Dreyfðar byggðir í Japan hafa glímt við vandamál á borð við hækkandi meðalaaldur íbúa og fólksflótta til stórborga allt frá því í seinni heimsstyrjöldinni að sögn arkitektsins Yasuaki Tanago. „Allir vildu flytja í þéttbýli og undanfarin tíu ár hefur þróun fólksfjölda í landinu verið niður á við,” segir Tanago. „sem stendur glímum við við fjölbreytt vandamál vegna fólksfækkunar í litlum byggðum og yfirvöld segja að á næstu þrjátíu árum gætu þær horfið. Það eru félagsleg vandamál af þessum toga í Japan.” Á undanförnum árum hefur verið ráðist í verkefni til að bregðast við þessu í litlum fjallaþorpum í Japan sem hafa gefist vel. Tanago hefur frá árinu 2015 unnið að sambærilegu framtíðarverkefni á Þingeyri, í samvinnu við heimamenn, sem felst meðal annars í því að stuðla að breyttri íbúasamsetningu, skapa fleiri tækifæri fyrir ungt fólk og auka aðdráttarafl þorpsins með skipulegum hætti. Tanago flutti erindi um verkefnið í Háskólabíói í dag. „Verkefnið fór af stað bara fyrir þremur árum. Svo núna erum við að vinna með heimamönnum, gestum, listamönnum og arkitektum og skoðum saman framtíð Þingeyrar, í þessu afskekkta samfélagi,” segir Tanago. Frá árinu 1986 til 2016 fækkaði íbúum á Þingeyri um 46% en íbúum fjölgaði á milli áranna 2017-2018, í fyrsta sinn í langan tíma, en þar búa nú tæplega 280 manns. Áhyggjuefni þykir að mest hefur fækkað í hópi 16-35 ára. „Mín lausn byggir á því að við þurfum verðmætasköpun sem er sjálfbær. Því ef verðmætasköpun er ekki meiri en sem nemur neyslu gæða, þá lifir samfélagið ekki af. Ef það er ekki verðmætasköpun þá er erfitt að búa þar,” segir Tanago. Þess má geta að japönsk helgi verður haldin á Þingeyri nú um helgina en dagskrá hátíðarinnar má kynna sér hér. Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Sjá meira
Lausnir sem reynst hafa vel í Japan vegna fólksfækkunar í strjálbýli geta líka reynst vel á Íslandi. Þetta segir japanskur arkitekt sem starfað hefur að verkefni því tengdu á Þingeyri undanfarin þrjú ár. Hann segir list og skapandi hugsun meðal annars gegna lykilhlurverki. Dreyfðar byggðir í Japan hafa glímt við vandamál á borð við hækkandi meðalaaldur íbúa og fólksflótta til stórborga allt frá því í seinni heimsstyrjöldinni að sögn arkitektsins Yasuaki Tanago. „Allir vildu flytja í þéttbýli og undanfarin tíu ár hefur þróun fólksfjölda í landinu verið niður á við,” segir Tanago. „sem stendur glímum við við fjölbreytt vandamál vegna fólksfækkunar í litlum byggðum og yfirvöld segja að á næstu þrjátíu árum gætu þær horfið. Það eru félagsleg vandamál af þessum toga í Japan.” Á undanförnum árum hefur verið ráðist í verkefni til að bregðast við þessu í litlum fjallaþorpum í Japan sem hafa gefist vel. Tanago hefur frá árinu 2015 unnið að sambærilegu framtíðarverkefni á Þingeyri, í samvinnu við heimamenn, sem felst meðal annars í því að stuðla að breyttri íbúasamsetningu, skapa fleiri tækifæri fyrir ungt fólk og auka aðdráttarafl þorpsins með skipulegum hætti. Tanago flutti erindi um verkefnið í Háskólabíói í dag. „Verkefnið fór af stað bara fyrir þremur árum. Svo núna erum við að vinna með heimamönnum, gestum, listamönnum og arkitektum og skoðum saman framtíð Þingeyrar, í þessu afskekkta samfélagi,” segir Tanago. Frá árinu 1986 til 2016 fækkaði íbúum á Þingeyri um 46% en íbúum fjölgaði á milli áranna 2017-2018, í fyrsta sinn í langan tíma, en þar búa nú tæplega 280 manns. Áhyggjuefni þykir að mest hefur fækkað í hópi 16-35 ára. „Mín lausn byggir á því að við þurfum verðmætasköpun sem er sjálfbær. Því ef verðmætasköpun er ekki meiri en sem nemur neyslu gæða, þá lifir samfélagið ekki af. Ef það er ekki verðmætasköpun þá er erfitt að búa þar,” segir Tanago. Þess má geta að japönsk helgi verður haldin á Þingeyri nú um helgina en dagskrá hátíðarinnar má kynna sér hér.
Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Sjá meira