Færri fá barnabætur en áður Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 29. ágúst 2018 19:00 ASÍ hefur bent á að þeim sem fá barnabætur hefur fækkað um tólf þúsund frá árinu 2013. Fréttablaðið/Ernir Persónuafsláttur og vaxta- og barnabætur hafa ekki hækkað í samræmi við launaþróun síðustu ár. Formenn stærstu stéttarfélaganna segja þetta auka skattbyrði og stéttaskiptingu í landinu. Þeir boða harða baráttu í vetur. Mikil ólga hefur verið innan verkalýshreyfingarinnar síðustu misseri og formenn stærstu stéttarfélaganna, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segja eina af kröfunum vera að láglaunafólk hætti að bera þá þungu skattbyrgði sem sett hefur verið á þau síðustu ár. Viss ögurstund sé runnin upp og þessi mikla stéttskipting sem ríki á Íslandi sé skaðleg öllu samfélaginu. „Við höfum talað um svokallaðar kerfisbreytingar, þær snúa að nokkrum atriðu og fyrst og fremst að skattkerfinu. Að persónuafsláttur verði hækkaður, við höfum líka talað um að það verði að snúa til baka þessari óheillabraut að skerða bætur sem verka- og lághlaunahópar reiða sig á til að láta hlutina ganga upp. Við höfum líka verið að velta fyrir okkur verðtryggingunni, hún er einfaldlega bara úrelt fyrirbæri,” segir Sólveig Anna.Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar Fréttablaðið/AntonNiðurstöður skýrslu ASÍ um skattbyrði launafólks á árunum 1998-2016 eru þær að skattbyrði hefur aukist í öllum tekjuhópum og mest hjá þeim tekjulægstu. Meginástæðurnar eru að persónuafsláttur hefur ekki fylgt launaþróun sem hefur aukið skattbyrði lægri launa mest. Stuðningur vaxtabótakerfisins hefur minnkað verulega vegna þess að bótafjárhæðir og skerðingarmörk hafa ekki hækkað í takt við laun. ASÍ hefur einnig bent á að þeim sem fá barnabætur hefur fækkað um tólf þúsund frá árinu 2013. „Auðvitað snýst þetta um miklu meira en bara launahækkanir. Þetta snýst um það hvað fólk hefur tapað í ráðstöfunarkrónum í gegnum árin í útaf tekjutengingum til dæmis barna- og húsnæðisbóta. Þetta snýst um húsnæðismarkaðinn þar sem okkar félagsmenn og félagar á leigumarkaði eru í skelfilegri aðstöðu.Þetta snýst líka um skattkerfisbreytingar, þar sem við erum að skattleggja fátækt, ef svo má að orði komast,” segir Ragnar. Kjaramál Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Persónuafsláttur og vaxta- og barnabætur hafa ekki hækkað í samræmi við launaþróun síðustu ár. Formenn stærstu stéttarfélaganna segja þetta auka skattbyrði og stéttaskiptingu í landinu. Þeir boða harða baráttu í vetur. Mikil ólga hefur verið innan verkalýshreyfingarinnar síðustu misseri og formenn stærstu stéttarfélaganna, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segja eina af kröfunum vera að láglaunafólk hætti að bera þá þungu skattbyrgði sem sett hefur verið á þau síðustu ár. Viss ögurstund sé runnin upp og þessi mikla stéttskipting sem ríki á Íslandi sé skaðleg öllu samfélaginu. „Við höfum talað um svokallaðar kerfisbreytingar, þær snúa að nokkrum atriðu og fyrst og fremst að skattkerfinu. Að persónuafsláttur verði hækkaður, við höfum líka talað um að það verði að snúa til baka þessari óheillabraut að skerða bætur sem verka- og lághlaunahópar reiða sig á til að láta hlutina ganga upp. Við höfum líka verið að velta fyrir okkur verðtryggingunni, hún er einfaldlega bara úrelt fyrirbæri,” segir Sólveig Anna.Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar Fréttablaðið/AntonNiðurstöður skýrslu ASÍ um skattbyrði launafólks á árunum 1998-2016 eru þær að skattbyrði hefur aukist í öllum tekjuhópum og mest hjá þeim tekjulægstu. Meginástæðurnar eru að persónuafsláttur hefur ekki fylgt launaþróun sem hefur aukið skattbyrði lægri launa mest. Stuðningur vaxtabótakerfisins hefur minnkað verulega vegna þess að bótafjárhæðir og skerðingarmörk hafa ekki hækkað í takt við laun. ASÍ hefur einnig bent á að þeim sem fá barnabætur hefur fækkað um tólf þúsund frá árinu 2013. „Auðvitað snýst þetta um miklu meira en bara launahækkanir. Þetta snýst um það hvað fólk hefur tapað í ráðstöfunarkrónum í gegnum árin í útaf tekjutengingum til dæmis barna- og húsnæðisbóta. Þetta snýst um húsnæðismarkaðinn þar sem okkar félagsmenn og félagar á leigumarkaði eru í skelfilegri aðstöðu.Þetta snýst líka um skattkerfisbreytingar, þar sem við erum að skattleggja fátækt, ef svo má að orði komast,” segir Ragnar.
Kjaramál Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira