Skipulagðir glæpahópar frá Evrópu herja á ólæst hús á landsbyggðinni Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 29. ágúst 2018 11:38 Það virðist því miður liðin tíð að óhætt sé að bregða sér af bæ án þess að læsa á eftir sér Lögreglan á Austurlandi Næsta víst þykir að skipulagðir glæpahópar í Evrópu geri út þjófagengi sem hafa herjað á heimili víða á Íslandi í sumar. Lögreglan á Austurlandi hefur gert víðtæka leit að grunsamlegum mönnum sem voru á ferð í Neskaupstað og Eskifirði síðustu daga. Vitað er að fólkinu tókst að stela fjármunum í minnst einu húsi á Eskifirði. Sá sem var þar að verki var karlmaður á fertugsaldri, í meðalhæð með dökkt vel snyrt skegg og klæddur í regnjakka og með bakpoka. Hann var sem sagt í einkennisklæðnaði ferðamanna og vakti minni grunsemdir fyrir vikið. Maðurinn talaði ensku með sterkum hreim. Óskar Þór Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að grunur liggi á að hér séu á ferðinni skipulagðir hópar frá Evrópu. Vitað sé um fleiri slíka hópa sem hafi verið á ferð um landið í sumar, í einu tilviki hafi tekist að handsama þjófana og reyndust þeir komnir hingað frá Austur-Evrópu í þessum erindagjörðum. Í flestum tilvikum hefur þetta fólk farið inn í ólæst hús úti á landi. Óskar Þór segir að lögreglan brýni nú fyrir fólki að læsa alltaf á eftir sér þegar það bregður sér af bæ. Hann segir algengt að fólk skilji hús sín eftir ólæst í sveitinni en það sé ekki óhætt lengur. Þjófarnir vinna þannig að þeir ganga á milli húsa í minni bæjarfélögum og banka uppá. Ef einhver kemur til dyra spyrja þeir eftir einhverjum sem ekki býr í húsinu, biðja um gistingu eða hafa aðrar skýringar á reiðum höndum. Ef enginn er heima fara þeir hins vegar inn og láta greipar sópa. Lögreglan biður landsmenn, og þá sérstaklega Austfirðinga um þessar mundir, að hafa þessar lýsingar í huga og láta vita af grunsamlegum mannaferðum. Önnur tilkynning frá lögreglunni á Austurlandi vakti athygli í gær en var sagt var frá erilsamri helgi. Þurfti lögreglan meðal annars að aðstoða mann sem var fluttur á sjúkrahús eftir alvarlega líkamsárás, nota dróna til að elta uppi ofurölvi ökumann eftir bílveltu og aka í veg fyrir mannlausa bifreið eftir að ölvaður og réttindalaus ökumaður stökk út á ferð. Óskar Þór segir að raunar hafi ekki verið neitt óvenjulega mikið að gera, þau mál sem komu upp hafi bara verið sérstaklega fjölbreytt um síðustu helgi. Lögreglumál Tengdar fréttir Leita enn að innbrotsþjófum á Austurlandi Íbúar á Eskifirði urðu fyrir barðinum á innbrotsþjófum í dag. 28. ágúst 2018 20:22 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Næsta víst þykir að skipulagðir glæpahópar í Evrópu geri út þjófagengi sem hafa herjað á heimili víða á Íslandi í sumar. Lögreglan á Austurlandi hefur gert víðtæka leit að grunsamlegum mönnum sem voru á ferð í Neskaupstað og Eskifirði síðustu daga. Vitað er að fólkinu tókst að stela fjármunum í minnst einu húsi á Eskifirði. Sá sem var þar að verki var karlmaður á fertugsaldri, í meðalhæð með dökkt vel snyrt skegg og klæddur í regnjakka og með bakpoka. Hann var sem sagt í einkennisklæðnaði ferðamanna og vakti minni grunsemdir fyrir vikið. Maðurinn talaði ensku með sterkum hreim. Óskar Þór Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að grunur liggi á að hér séu á ferðinni skipulagðir hópar frá Evrópu. Vitað sé um fleiri slíka hópa sem hafi verið á ferð um landið í sumar, í einu tilviki hafi tekist að handsama þjófana og reyndust þeir komnir hingað frá Austur-Evrópu í þessum erindagjörðum. Í flestum tilvikum hefur þetta fólk farið inn í ólæst hús úti á landi. Óskar Þór segir að lögreglan brýni nú fyrir fólki að læsa alltaf á eftir sér þegar það bregður sér af bæ. Hann segir algengt að fólk skilji hús sín eftir ólæst í sveitinni en það sé ekki óhætt lengur. Þjófarnir vinna þannig að þeir ganga á milli húsa í minni bæjarfélögum og banka uppá. Ef einhver kemur til dyra spyrja þeir eftir einhverjum sem ekki býr í húsinu, biðja um gistingu eða hafa aðrar skýringar á reiðum höndum. Ef enginn er heima fara þeir hins vegar inn og láta greipar sópa. Lögreglan biður landsmenn, og þá sérstaklega Austfirðinga um þessar mundir, að hafa þessar lýsingar í huga og láta vita af grunsamlegum mannaferðum. Önnur tilkynning frá lögreglunni á Austurlandi vakti athygli í gær en var sagt var frá erilsamri helgi. Þurfti lögreglan meðal annars að aðstoða mann sem var fluttur á sjúkrahús eftir alvarlega líkamsárás, nota dróna til að elta uppi ofurölvi ökumann eftir bílveltu og aka í veg fyrir mannlausa bifreið eftir að ölvaður og réttindalaus ökumaður stökk út á ferð. Óskar Þór segir að raunar hafi ekki verið neitt óvenjulega mikið að gera, þau mál sem komu upp hafi bara verið sérstaklega fjölbreytt um síðustu helgi.
Lögreglumál Tengdar fréttir Leita enn að innbrotsþjófum á Austurlandi Íbúar á Eskifirði urðu fyrir barðinum á innbrotsþjófum í dag. 28. ágúst 2018 20:22 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Leita enn að innbrotsþjófum á Austurlandi Íbúar á Eskifirði urðu fyrir barðinum á innbrotsþjófum í dag. 28. ágúst 2018 20:22