Uppgjör við erfiða reynslu Benedikt Bóas skrifar 29. ágúst 2018 06:00 Stefán heima í sinni Mývatnssveit. Hann heldur tvenna útgáfutónleika. Aðra á Græna hattinum á Akureyri þann 8. september og hina í Bæjarbíói þann 14. Þrjú lög eru komin í spilun af komandi sólóplötu hans, það nýjasta er Spegilbrot. „Textinn byrjar þegar ég sá hann. Ég var bara 19 ára og varð að hlaupa smá spotta því mér fannst ég hafa séð eitthvað. Ég var aleinn þegar ég fann hann og ég hef ekki hugmynd um hvað ég var lengi einn með honum. Kannski eina mínútu og kannski hálftíma. Ég bara veit það ekki. En þetta virkaði sem heil eilífð,“ segir Stefán Jakobsson en lagið Vatnið má finna á fyrstu sólóplötu hans sem kemur í búðir innan skamms. Þar gerir Stefán upp þá erfiðu reynslu þegar hann gekk fram á fyrrverandi samstarfsfélaga í Kísiliðjunni í Mývatnssveit látinn í fjöruborði vatnsins. Sigurgeir Stefánsson hafði farið ásamt tveimur öðrum mönnum að leggja ljósleiðara en afar slæmt veður var á þessum tíma. Allir mennirnir fórust. Sigurgeir átti stærsta safn uppstoppaðra fugla á Íslandi og ættingjar og vinir reistu fuglasafnið í Mývatnssveit í hans minningu. „Þetta er uppgjör við vatnið en ekki við slysið sem slíkt. Það eru ekki til nein svör við svona harmleik og því miður þá gerðist þetta.“ Sjálfur Magnús Þór Sigmundsson hjálpaði Stefáni við aðra texta og þá á hagyrðingurinn frábæri Friðrik Steingrímsson einnig einn. „Magnús á nokkra texta aleinn en það var alltaf samstarf. Hann er búinn að kenna mér fullt í textagerð og ég er búinn að læra mikið af að hafa hann við hlið mér. Hann hefur gefið mér sjálfstraust því oft eru þetta tilfinningar sem eru óþægilegar og mann skorti sjálfstraust til að láta vaða en hann hikar hvergi. Hann er alveg stórkostlegur maður,“ segir Stefán. Tíu lög verða á plötunni og eru þrjú komin í spilun. Það nýjasta, Spegilbrot, segir Stefán að sé klassískt grunge-lag en Hallveig Rúnarsdóttir syngur sópran og Hulda Björk Garðarsdóttir mezzosópran. „Það var ekki nóg að hafa bara eina,“ segir hann og hlær. Stefán hefur verið söngvari í Dimmu en nú stendur hann einn. „Ég fæ á baukinn ef þetta gengur ekki en fæ hrósið ef þetta gengur. Maður stendur svolítið og fellur með þessu hvernig sem þetta fer. Það er samt alveg rosaleg tilhlökkun að spila þetta fyrir fólk. Þeir sem þekkja mig verða ekki rosa hissa en hinn almenni hlustandi verður hugsi yfir þessu.“Miða á útgáfutónleika Stefáns má nálgast hér Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sjá meira
„Textinn byrjar þegar ég sá hann. Ég var bara 19 ára og varð að hlaupa smá spotta því mér fannst ég hafa séð eitthvað. Ég var aleinn þegar ég fann hann og ég hef ekki hugmynd um hvað ég var lengi einn með honum. Kannski eina mínútu og kannski hálftíma. Ég bara veit það ekki. En þetta virkaði sem heil eilífð,“ segir Stefán Jakobsson en lagið Vatnið má finna á fyrstu sólóplötu hans sem kemur í búðir innan skamms. Þar gerir Stefán upp þá erfiðu reynslu þegar hann gekk fram á fyrrverandi samstarfsfélaga í Kísiliðjunni í Mývatnssveit látinn í fjöruborði vatnsins. Sigurgeir Stefánsson hafði farið ásamt tveimur öðrum mönnum að leggja ljósleiðara en afar slæmt veður var á þessum tíma. Allir mennirnir fórust. Sigurgeir átti stærsta safn uppstoppaðra fugla á Íslandi og ættingjar og vinir reistu fuglasafnið í Mývatnssveit í hans minningu. „Þetta er uppgjör við vatnið en ekki við slysið sem slíkt. Það eru ekki til nein svör við svona harmleik og því miður þá gerðist þetta.“ Sjálfur Magnús Þór Sigmundsson hjálpaði Stefáni við aðra texta og þá á hagyrðingurinn frábæri Friðrik Steingrímsson einnig einn. „Magnús á nokkra texta aleinn en það var alltaf samstarf. Hann er búinn að kenna mér fullt í textagerð og ég er búinn að læra mikið af að hafa hann við hlið mér. Hann hefur gefið mér sjálfstraust því oft eru þetta tilfinningar sem eru óþægilegar og mann skorti sjálfstraust til að láta vaða en hann hikar hvergi. Hann er alveg stórkostlegur maður,“ segir Stefán. Tíu lög verða á plötunni og eru þrjú komin í spilun. Það nýjasta, Spegilbrot, segir Stefán að sé klassískt grunge-lag en Hallveig Rúnarsdóttir syngur sópran og Hulda Björk Garðarsdóttir mezzosópran. „Það var ekki nóg að hafa bara eina,“ segir hann og hlær. Stefán hefur verið söngvari í Dimmu en nú stendur hann einn. „Ég fæ á baukinn ef þetta gengur ekki en fæ hrósið ef þetta gengur. Maður stendur svolítið og fellur með þessu hvernig sem þetta fer. Það er samt alveg rosaleg tilhlökkun að spila þetta fyrir fólk. Þeir sem þekkja mig verða ekki rosa hissa en hinn almenni hlustandi verður hugsi yfir þessu.“Miða á útgáfutónleika Stefáns má nálgast hér
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sjá meira