Frestaði bardagaviðræðum á meðan ég finn nýjan þjálfara Kristinn Páll Teitsson skrifar 29. ágúst 2018 07:30 Kolbeinn Kristinsson. vísir/valli Hnefaleikakappinn Kolbeinn Kristinsson er á leiðinni til Bandaríkjanna í viðræður við nýjan þjálfara. Eru þrír mánuðir liðnir síðan hann vann sannfærandi sigur á Gennadi Mentsikainen í Finnlandi og um leið tíunda atvinnumannabardaga sinn. Er Kolbeinn ósigraður sem atvinnumaður í hringnum og í 159. sæti í þungavigt á heimsvísu en hefur farið hraðbyri upp þann lista. Hann segist vera búinn að setja það á ís í bili að finna sér nýjan bardaga þar til hann verði kominn með nýjan þjálfara. „Ég sló á frest öllum viðræðum um bardaga á dögunum þegar ég tók ákvörðun um að skipta um þjálfara. Ég fer til Finnlands á næstu dögum þar sem ég aðstoða annan hnefaleikakappa við að undirbúa sig og stuttu síðar fer ég til Bandaríkjanna í viðræður,“ segir Kolbeinn sem er búinn að vera í sambandi við einn þjálfara í Detroit og mun hitta hann. Eftir að hafa barist fjórum sinnum árið 2016 lenti hann í leiðinda meiðslum sem gerðu það að verkum að hann náði aðeins einum bardaga í fyrra. „Ég fór í aðgerð síðasta sumar og það tók góða sex mánuði að ná sér en það er ekkert að angra mig í dag. Það er bara búið að vera tímafrekt að standa í þessum þjálfaramálum, það er margt sem þarf að huga að.“ Hann kveðst spenntur fyrir því að komast inn í hringinn á ný og er tilbúinn að finna bardaga um leið og þjálfaramálin leysast. „Mann er farið að klæja aðeins í fingurna, ég sagði við teymið mitt að um leið og þjálfaramálin væru klár þá mætti skipuleggja næsta bardaga. Það sem vantaði alltaf var reyndari skipstjóra til að stýra skipinu,“ segir Kolbeinn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Haukar áfram eftir spennuleik Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Birkir Valur yfirgefur HK Skoraði 109 stig á tveimur dögum Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Sjá meira
Hnefaleikakappinn Kolbeinn Kristinsson er á leiðinni til Bandaríkjanna í viðræður við nýjan þjálfara. Eru þrír mánuðir liðnir síðan hann vann sannfærandi sigur á Gennadi Mentsikainen í Finnlandi og um leið tíunda atvinnumannabardaga sinn. Er Kolbeinn ósigraður sem atvinnumaður í hringnum og í 159. sæti í þungavigt á heimsvísu en hefur farið hraðbyri upp þann lista. Hann segist vera búinn að setja það á ís í bili að finna sér nýjan bardaga þar til hann verði kominn með nýjan þjálfara. „Ég sló á frest öllum viðræðum um bardaga á dögunum þegar ég tók ákvörðun um að skipta um þjálfara. Ég fer til Finnlands á næstu dögum þar sem ég aðstoða annan hnefaleikakappa við að undirbúa sig og stuttu síðar fer ég til Bandaríkjanna í viðræður,“ segir Kolbeinn sem er búinn að vera í sambandi við einn þjálfara í Detroit og mun hitta hann. Eftir að hafa barist fjórum sinnum árið 2016 lenti hann í leiðinda meiðslum sem gerðu það að verkum að hann náði aðeins einum bardaga í fyrra. „Ég fór í aðgerð síðasta sumar og það tók góða sex mánuði að ná sér en það er ekkert að angra mig í dag. Það er bara búið að vera tímafrekt að standa í þessum þjálfaramálum, það er margt sem þarf að huga að.“ Hann kveðst spenntur fyrir því að komast inn í hringinn á ný og er tilbúinn að finna bardaga um leið og þjálfaramálin leysast. „Mann er farið að klæja aðeins í fingurna, ég sagði við teymið mitt að um leið og þjálfaramálin væru klár þá mætti skipuleggja næsta bardaga. Það sem vantaði alltaf var reyndari skipstjóra til að stýra skipinu,“ segir Kolbeinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Haukar áfram eftir spennuleik Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Birkir Valur yfirgefur HK Skoraði 109 stig á tveimur dögum Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Sjá meira