Ferðamenn sorgmæddir vegna alls ruslsins á Suðurlandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. ágúst 2018 07:36 Rachel McAfee þótti leiðinlegt að sjá allt þetta rusl við náttúruperlurnar á Suðurlandi. facebook Hin bandarísku David og Rachel McAfee skora á aðra ferðamenn sem koma til Íslands að taka upp rusl sem á vegi þeirra kann að verða. Hjónin ferðuðust um Suðurland á sunnudag og komu meðal annars við í Reynisfjöru og við Skógafoss. Þrátt fyrir að þau lýsi náttúrunni og útsýninu þar sem einhverju því fallegasta sem þau hafa augum litið þótti þeim miður að sjá allt ruslið sem ferðamenn hafa skilið þar eftir. „Við sáum rusl alls staðar,“ skrifar David McAfee og bætir við að ruslið hafi óneitanlega sett svip á náttúrufegurðina á Suðurlandi. Þau hafi séð fjöldann allan af sígarettustubbum og ýmis konar plasthringi, sem hjónin telja að geti valdið dýralífi svæðisins skaða. Rachel hafi því ákveðið að tína upp allt rusl sem á vegi hjónanna varð. Ekki hafi þó liðið á löngu áður en allir vasar þeirra fylltust af rusli. „Heppilega“ hafi þau þó fundið plastpoka, sem einhver ferðamaður hafði skilið eftir á víðavangi, sem þau notuðu svo til að flytja enn meira rusl úr náttúrunni og yfir í næstu ruslatunnu. Hér að neðan má sjá færslu sem Rachel birti á Facebook eftir Suðurlandsferðina. Hún segir að við færsluna hafi hún hengt „einu myndina af sér frá Íslandi þar sem hún er ekki brosandi,“ enda hafi henni þótt leiðinlegt að rekast á allt þetta rusl. „Skiljum svæðin eftir hreinni en við komum að þeim,“ skrifar Rachel. Eiginmaður hennar tekur í sama streng og segir á bloggsíðu sinni að þau hafi heilt yfir skemmt sér vel og að Ísland sé fallegt land. „Það verður þó ekki þannig lengi ef fólk heldur áfram að skilja eftir rusl alls staðar,“ skrifar David. Hann hvetur því fólk til að aðstoða þau hjónin við að tína upp allt rusl sem á vegi þess verður. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira
Hin bandarísku David og Rachel McAfee skora á aðra ferðamenn sem koma til Íslands að taka upp rusl sem á vegi þeirra kann að verða. Hjónin ferðuðust um Suðurland á sunnudag og komu meðal annars við í Reynisfjöru og við Skógafoss. Þrátt fyrir að þau lýsi náttúrunni og útsýninu þar sem einhverju því fallegasta sem þau hafa augum litið þótti þeim miður að sjá allt ruslið sem ferðamenn hafa skilið þar eftir. „Við sáum rusl alls staðar,“ skrifar David McAfee og bætir við að ruslið hafi óneitanlega sett svip á náttúrufegurðina á Suðurlandi. Þau hafi séð fjöldann allan af sígarettustubbum og ýmis konar plasthringi, sem hjónin telja að geti valdið dýralífi svæðisins skaða. Rachel hafi því ákveðið að tína upp allt rusl sem á vegi hjónanna varð. Ekki hafi þó liðið á löngu áður en allir vasar þeirra fylltust af rusli. „Heppilega“ hafi þau þó fundið plastpoka, sem einhver ferðamaður hafði skilið eftir á víðavangi, sem þau notuðu svo til að flytja enn meira rusl úr náttúrunni og yfir í næstu ruslatunnu. Hér að neðan má sjá færslu sem Rachel birti á Facebook eftir Suðurlandsferðina. Hún segir að við færsluna hafi hún hengt „einu myndina af sér frá Íslandi þar sem hún er ekki brosandi,“ enda hafi henni þótt leiðinlegt að rekast á allt þetta rusl. „Skiljum svæðin eftir hreinni en við komum að þeim,“ skrifar Rachel. Eiginmaður hennar tekur í sama streng og segir á bloggsíðu sinni að þau hafi heilt yfir skemmt sér vel og að Ísland sé fallegt land. „Það verður þó ekki þannig lengi ef fólk heldur áfram að skilja eftir rusl alls staðar,“ skrifar David. Hann hvetur því fólk til að aðstoða þau hjónin við að tína upp allt rusl sem á vegi þess verður.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira